Fjönir hefur krækt í Kristófer Má Gíslason sem er 26 ára vængmaður sem hefur leikið stórt hlutverk með liði Skallagríms. Hann spilaði með Ármanni á síðustu leiktíð, er verulega góð þriggja stiga skytta og alhliða leikmaður.

Hann kemur til með styrkja ungt og gott lið Fjölnis mikið með reynslu sinni úr úrvalsdeildinni og 1. deild.

Nú er myndin að skýrast í Grafavoginum og Kristófer púsl í þeirri mynd að gera Fjölni að sterku liði næsta tímabil í 1. deildinni.

Við bjóðum Kristófer Má velkominn til okkar og væntum mikils af honum fyrir komandi átök.