Íslenska Kvennalandsliðið í Tennis var nú á dögum í Makedóníu að keppa á Billie Jean King Cup og voru tvær úr Fjölni sem fóru, þær Bryndís María Armesto Nuevo og Eygló Dís Ármannsdóttir. Við erum ekkert smá stolt af þeim þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þær fá að spila á þessu móti.
Billie Jean King Cup, áður þekkt sem Federation Cup, er árlegt kvenna liðamót í tennis. Tugir þjóða stefna að því að tryggja sér sæti á aðalmótinu, þar sem bestu leikmennirnir eru fulltrúar sinnar þjóðar. Mótið var endurnefnt til að heiðra tennis goðsögnina Billie Jean king árið 2020. Lönd sem taka þátt í Billie Jean King Cup setja saman fjögurra kvenna lið. Þessum liðum er síðan skipt í þrjú svæði eftir staðsetningu: Ameríku, Evrópu/Afríku og Ástralíu/Asíu.
Íslenska Kvennalandsliðið mætti þann 17. júní til Skopje í Norður Makedóníu til að keppa á Billie Jean King Cup – Heimsmeistaramótinu í liðakeppni (Europe Group III). Mótið var haldið yfir dagana 18-24. júní.
Liðið samanstóð af eftirfarandi leikmönnum: Sofia Sóley Jónasdóttir (TFK), Anna Soffía Grönholm (TFK), Bryndís María Armesto Nuevo (Fjölnir) og Eygló Dís Ármannsdóttir (Fjölnir) og kvenna landsliðsþjálfari Jón Axel Jónsson.
Eftirfarandi 11 þjóðir tóku þátt: Albanía, Armenía, Azerbaídsjan, Kýpur, Finnland, Ísland, Lúxemborg, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Moldavía og San Marínó.
Mótinu var skipt niður í 2 riðla þar sem öll liðin í hverjum riðli spiluðu gegn hvort öðru í “round robin” kerfi sem leiðir svo í umspil gegn liðum annarra riðla. Kepptir eru tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur í hverri viðureign best af þremur settum og með forskoti.
Íslenska liðið var dregið í Riðil B ásamt Finnlandi, Norður Makedóníu, Moldavíu, Albaníu, og Azerbaídsjan.
18. júní
Moldóva 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Daniela Ciobanu
6-1 (Moldóva), 6-0 (Moldóva)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Ecaterina Visnevscaia
6-0 (Moldóva), 6-0 (Moldóva)
Match 3:
Sofia og Anna – Lia Belibova og Arina Gamretkaia
6-2 (Moldóva), 6-4 (Moldóva)
19. júní
Ísland 0:3 Albanía
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Kristal Dule
6-3 (Albanía), 6-0 (Albanía)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Gresi Bajri
6-1 (Albanía), 6-1 (Albanía)
Match 3:
Sofia og Anna – Gresi Bajri og Reu Qinami
6-2 (Albanía), 7-5 (Ísland), 6-4 (Albanía)
20. júní
Ísland 3:0 Azerbaijan
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Lala Eyvazova
6-0 (Ísland), 6-3 (Ísland)
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Ulviyya Suleymanova
6-1 (Ísland), 6-0 (Ísland)
Match 3:
Í tvíliðaleiknum kepptu þær Bryndís María Armesto Nuevo og Eygló Dís Ármannsdóttir fyrir Íslands hönd gegn þeim Khadija Jafarguluzade og Ulviyya Suleymanova. Bryndís og Eygló byrjuðu dáldið brösuglega og létu brjóta sig í fyrstu lotu. Þeim tókst að halda góðri einbeitingu og eftir að þær fundu taktinn og brutu til baka sigldu þær lygnan sjó og sigruðu mjög örugglega 6-2 6-0. Frábær byrjun hjá þeim Bryndísi og Eygló sem voru að spila sinn fyrsta landsleik fyrir hönd íslands!
21. júní
Norður Makedónía 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Magdalena Stoilkovska
6-1 (N-Makedónía), 6-0 (N-Makedónía)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Lina Gjorcheska
6-2 (N-Makedónía), 6-0 (N-Makedónía)
Match 3:
Sofia og Anna – Iva Daneva og Aleksandra Simeva
6-3 (N-Makedónía), 6-3 (N-Makedónía)
22. júní
Finnland 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Milla Kotamaeki
6-1 (Finnland), 6-1 (Finnland)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Ella Haavisto
6-1 (Finnland), 6-3 (Finnland)
Match 3:
Í tvíliðaleiknum kepptu Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo fyrir hönd Íslands gegn Millu Kotamaeki og Stellu Remander. Þetta var erfiður tvíliðaleikur fyrir Ísland en stelpurnar náðu samt sem áður að sýna flotta takta inn á milli og stríða þeim finnsku. Leikurinn tapaðist 6-1 6-1.
23. júní – umspil um 9.sætið
Ísland 2-1 San Marino
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Talita Giardi
6-3 (San Marino), 7-6 (oddalota 7-4) San Marino
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Silvia Alletti
6-4 (Ísland), 6-2 (Ísland)
Match 3:
Anna of Sofia – Talita Giardi og Silvia Alletti
6-3 (Ísland), 7-6 (oddalota 7-3) Ísland
Leikir spilaðir: 5
Leikir unnir: 1
Leikir tapaðir: 4
Lokaniðurstaða: 3-12
Ísland vann á móti Azerbaijan 3 x 0 og San Marino 2 x 1 og endadi svo í 9. sæti.