Reykjavíkur Grunnskólamót í tennis (3.-10.bekk) var haldið 8.-14. maí síðastliðinn í Tennisklúbbi Víkings.

Grunnskólamót Reykjavíkur í tennis er fyrir krakka í 3. – 10. bekk og er mótinu skipt upp eftir kyni og árgöngum. Spilað er í einliða- og í tvíliðaleik á bæði “Mini tennis” stærð af velli og fullri vallarstærð. Systkinin Juan Pablo og Paula úr Fjölni unnu bæði í sínum flokkum. Juan vann U12 og Paula vann U10.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau systkinin á mótinu.

Við óskum þeim Juan Pablo og Paulu unnilega til hamingju með árangurinn! Áfram Fjölnir!