Lúkas Logi til Empoli FC

Knattspyrnudeild Fjölnis og Empoli FC hafa náð samkomulagi um að Lúkas Logi Heimisson muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Um er að ræða samning til eins árs en að lánstíma loknum hefur Empoli FC rétt á að kaupa leikmanninn.

Þessi samningur er í takt við afreksstefnu Fjölnis að veita fleirum af okkar ungu og efnilegu leikmönnum tækifæri til að spila erlendis og elta drauma sína. Lúkas Logi er annar leikmaður Fjölnis sem fer til Ítalíu á skömmum tíma en fyrr í sumar fór Hilmir Rafn til Venezia FC.

Lúkas Logi er 18 ára gamall sóknarmaður sem kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og er meðal annars hluti af hinum sterka 2. flokki sem eru í baráttu um að verða Íslandsmeistarar. Lúkas Logi hefur skorað 5 mörk í 24 leikjum með meistaraflokki. Þá á hann einnig samtals 5 landsleiki að baki fyrir U19 ára og U16 ára landslið Íslands.

Við óskum Lúkasi Loga alls hins best á Ítalíu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen