Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari u-19 ára liðs karla hefur valið hóp fyrir æfingaleiki við Færeyja. Liðið mætir U21 ára liði Færeyja 3. júní og hefst sá leikur kl. 16:30 að íslenskum tíma. U19 ára lið þjóðanna mætast svo 6. júní og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir fara fram í Svangaskarði. Leikirnir verða fyrstu leikir liðsins undir stjórn Ólafs Inga.
Í hópnum á Fjölnir tvo fulltrúa, þá Hilmi Rafn Mikaelsson (2004) og Lúkas Loga Heimisson (2003).
Hilmir hefur tekið þátt í öllum þremur leikjum meistaraflokks á tímabilinu en hann skoraði annað af mörkum liðsins í 2-0 sigri á Grindavík síðastliðin föstudag.
Lúkas hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum meitaraflokks á tímabilinu, þá er Lúkas með 6 mörk í 4 leikjum með 2. flokki félagsins í sumar.