Það er okkur mikil ánægja að tilkynna það að Guðrún Helga Guðfinnsdóttir og Laila Þóroddsdóttir hafa framlengt samningum sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis.

 

Guðrún Helga Guðfinnsdóttir er 19 ára varnarmaður sem leikið hefur 25 leiki fyrir meistaraflokk kvenna. Guðrún sem gegndi lykilhlutverki á síðasta tímabili, er uppalin hjá okkur í Grafarvoginum og sinnir einnig þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Hér er mikil Fjölniskona á ferðinni sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.

 

Laila Þóroddsdóttir er tvítugur varnarmaður sem leikið hefur 23 leiki í meistaraflokki kvenna, þar af 12 fyrir Fjölni og skorað í þeim eitt mark. Laila er öflug viðbót við hópinn en hún kom til okkar fyrir síðasta tímabil. Áður hafði hún leikið með Álftanesi í meistaraflokki og upp alla yngri flokka hjá Stjörnunni.

 

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Fjölni að semja við þessa ungu leikmenn en Knattspyrnudeildin væntir mikils af þeim á komandi tímabilum. #FélagiðOkkar