Það er okkur mikil ánægja að tilkynna það að Margrét Ingþórsdóttir, hinn reynslumikli markvörður, hefur snúið aftur til okkar frá Grindavík en hún skrifaði nýlega undir samning við Fjölni.

Margrét er Fjölnisfólki vel kunn og hefur átt góð tímabil með Grafarvoginum en árið 2018 var hún valin Knattspyrnukona ársins hjá félaginu, hún á glæstan feril að baki þar sem hún hefur leikið alls 133 meistaraflokksleiki og telst því í hópi reynslumeiri markmanna landsins.
Margrét er mikilvægur hlekkur í liði Fjölnis, hennar mikla reynsla mun nýtast yngri leikmönnum vel og er hún mikil fyrirmynd yngri iðkenda og þá sérstaklega yngri markmanna.

Knattspyrnudeildin væntir mikils af Margréti og hlakkar til að sjá hana á milli stanganna í sumar. #FélagiðOkkar