Knatt­spyrnumaður­inn Bald­ur Sig­urðsson er orðinn leikmaður Fjölnis og hef­ur skrifað und­ir samn­ing við fé­lagið. Hann mun gegna hlutverki spilandi aðstoðarþjálfara og tekur þar við hlutverki Gunnars Más sem er hér með þakkað kærlega fyrir allt sitt góða starf í þágu meistaraflokks karla undanfarin ár – en Gunni heldur vitanlega áfram störfum hjá félaginu sem yfirþjálfari yngri flokka karla.

Bald­ur, sem er 35 ára, er Mý­vetn­ing­ur að upp­lagi og lék fyrstu ár sín í meist­ara­flokki með Völsungi á Húsa­vík. Hann kem­ur til okkar frá FH en þar áður hafði hann m.a. spilað með Stjörnunni, KR, Keflavík, í Danmörku og í Noregi. Bald­ur hefur orðið 2x Íslandsmeistari, 5x bikarmeistari og leikið 3 A-lands­leiki.

Bald­ur hef­ur alls leikið yfir 430 KSÍ leiki og skorað í þeim 100 mörk. Hann er jafnframt einn leikja­hæsti leikmaður efstu deild­ar­ frá upp­hafi.

Á einni af myndunum má sjá þjálfarateymi meistaraflokks karla á komandi tímabili – þ.e. reynsluboltarnir Ásmundur Arnarsson og Gunnar Sigurðsson auk Baldurs.

Knattspyrnudeild Fjölnis býður Baldur hjartanlega velkominn í #FélagiðOkkar