Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst þér að kaupa vörur og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.

Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.
Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.
Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.

Sölutímabilið stendur yfir frá og með miðvikudeginum 4. nóvember til og með sunnudeginum 8. nóvember.

Afhending á vörum verður fimmtudaginn 12. nóvember frá kl. 17-19 við Egilshöll. Starfsfólk skrifstofu, þjálfarar og sjálfboðaliðar munu sjá til þess að afhenda þér vörurnar beint í bílinn.

Við bjóðum einnig upp á heimsendingu gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.

Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.

#FélagiðOkkar

 

Þú getur fyllt út sölublaðið að neðan eða smellt HÉR til að nálgast það.