Þriðjudaginn 7. september fór símatími skrifstofu úr fjórum dögum í einn. Eftir miklar vangaveltur síðustu mánuði var sú ákvörðun tekin að fækka dögum og er það okkar markmið að veita betri þjónustu þann tíma sem síminn er opinn. Við vonum að þessi breyting muni skila sér í betri og hraðari svörun.

Símatími skrifstofu er opinn þriðjudaga milli kl. 09:00 og 12:00.

  • Beinn sími skrifstofu er 578 2700 og þegar hringt er inn bjóðum við upp á tvo valmöguleika:
    • Velja 1 fyrir almennar fyrirspurnir og skráningar (Nóri og XPS/Sideline) og fá þá samband við Arnór eða Fríðu.
    • Velja 2 fyrir fimleikadeild og fá þá samband við Berglindi, Írisi eða Steinunni.

Skrifstofa félagsins er áfram opin mánudaga til fimmtudaga milli kl. 09:00 og 12:00 og kl. 13:000 og 16:00.

Við bendum einnig á póstinn okkar, skrifstofa@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar