Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 28.september 2019 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið verður svo tengt við Haustfagnaður Grafarvogs 2019 sem er síðar um kvöldið í Dalhúsum.

Yngsti árgangurinn sem bættist við er ’99 og við bjóðum þann árgang hjartanlega velkominn.

Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst fyrir hádegi og klárast kl. 16:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Haustfagnaður Grafarvogs 2019 um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Dalhúsum á okkar heimvelli í Grafarvogi!

Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 3.500 kr.
Haustfagnaður (borðhald og ball) = 7.900 kr.
Árgangamót + Haustfagnaður = 9.500 kr.
Árgangamót + Ball = 6.000 kr.

Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.

Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is.

Árgangamótið sló í gegn í fyrra en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!

Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/

#FélagiðOkkar