Penninn er á lofti hjá meistaraflokki kvenna þessa dagana.

Karen Birna Aradóttir hefur framlengt samning sinn við félagið.

Þetta eru góðar fréttir fyrir liðið og mikilvægt í áframhaldandi uppbyggingu meistaraflokks kvenna.

Karen átti oftar en ekki frábæra frammistöðu í leikjum liðsins í vetur og þá sérstaklega eftir áramót þegar liðið fór á flug.

Hún er einn af reyndari leikmönnum liðsins með 64 deildarleiki í meistaraflokki.