Skokkhópur Fjölnis hefur æft vel í vetur og má með sanni segja að þær æfingar séu að skila sér. Þann 17. febrúar síðastliðinn hlupu Angel Martin Bernál og Gunnar Stefánsson Seville maraþonið á Spáni og náðu þar flottum árangri. Tími Gunnars var 3:09,25 en Angel lauk hlaupinu á 3:42,11.
Þá luku fimm meðlimir úr hópnum 6 stóru maraþonunum (six stars) í Tokyo maraþoninu sunnudaginn 3. mars. Þau eru: Ingibjörg Kjartansdóttir, Aðalsteinn Snorrason, Lilja Björk Ólafsdóttir, Karl Jón Hirst og Magnús Þór Jónsson. Auk þeirra voru í hlaupinu Fjölnismennirnir: Guðrún Kolbrún Otterstedt, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, Guðrún Axelsdóttir, Ingólfur Geir Gissurarson, Margrét Björk Svavarsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson en þau eru öll að klára six stars á næstu misserum. Six stars maraþonin eru: New York maraþon, Chicago maraþon, Boston maraþon, London maraþon, Berlínar maraþon og Tokyo maraþon. Áður en Tokyo maraþon bættist við fyrir nokkrum árum voru hin maraþonin skilgreind sem fimm stærstu maraþon í heiminum.

 

Tímar okkar fólks í Tókýó maraþoninu:

 

Ingólfur Geir Gissurarson 3:43,32
Karl Jón Hirst 3:44,19
Ingibjörg Kjartansdóttir 3:44,18
Magnús Þór Jónsson 3:49,22
Guðrún Axelsdóttir 3:53,16
Guðrún Kolbrún Otterstedt 3:55,02
Eyjólfur Ingi Hilmarsson 3:55,14
Lilja Björk Ólafsdóttir 4:29,47
Margrét Svavarsdóttir 4:51,34
Guðmundur Magni Þorsteinsson 4:49,27
Aðalsteinn Snorrason 5:57,10

Óskum við hlaupurunum öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Myndirnar þrjár frá Tókýó eru teknar af Erlu Björg Jóhannsdóttur en myndin af Gunnari og Angel í Seville er af fésbókarsíðu Angel.