TORG skákmót Fjölnis verður haldið á Skákdegi Íslands 26. janúar, afmælisdegi Friðriks Ólafssonar
Ókeypis þátttaka – ókeypis veitingar – 40 verðlaun

TORG skákmót Fjölnis verður haldið í 14. sinn og hefst kl. 11:00 laugardaginn 26. janúar í Rimaskóla Grafarvogi og lýkur kl. 13:15.

Þetta er tilvalið skákmót fyrir alla áhugasama skákkrakka í Grafravogi.
TORG skákmótið er einkar vinsælt og opið öllum grunnskólakrökkum. Tefldar 6 umferðir.
Það eru Hagkaup Spönginni, Emmess ís, Disney, Pizzan, Bókabúð Grafravogs, CoCo´s, RS blóm, fyrirtækin á Torginu Hverafold, sem gefa allt að 40 áhugaverð verðlaun.
Allir þátttakendur fá fríar veitingar frá Hagkaupum og Emmess ís. Foreldrar geta keypt sér kaffi og kexkökur á vægu verði.

Nú er bara að taka tímann frá strax og mæta tímanlega til skráningar annan laugardag, 26. janúar 2019.