Laugardag milli 11 og 12 ætlum við að halda árlegu vorhátíðina okkar. Þá komum við öll saman, iðkendur og foreldrar/forráðamenn og höldum upp á árangurinn undanfarinn vetur.

Í ár verður framkvæmdin með nýju sniði. Við ætlum að hittast öll í gamla fimleikasalnum sem er á sama gangi og salurinn okkar í kjallara Egilshallar.

  • Afrekshópur Fjölnis og Aftureldingar verður með sýningaratriði
  • Afhending viðurkenningar fyrir bestu ástundun
  • Allir taka þátt í nokkrum æfingum

Kæru foreldrar og forráðamenn, mætið í léttum eða íþróttafatnaði því í þetta skiptið getið þið gert ráð fyrir að taka virkan þátt í prógramminu.

Facebook síða atburðarins

#ÁframFjölnir