ANNIINA SANKOH MEÐ Í SUMAR
Finnski framherjinn, Anniina Sankoh, hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna fyrir baráttuna sem framundan er í Lengjudeildinni. Anniina, sem er 25 ára, kemur til okkar frá Lynn University í Flórída-fylki þar sem hún hefur leikið síðustu ár við góðan orðstír en hún er uppalin hjá HJK í Helsinki. Hún á einnig landsleiki með U17 landsliði Finnlands. Anniina er tæknilega mjög góð og getur leyst allar fremstu stöður vallarins en hún hefur raðað inn mörkum í bandaríska háskólaboltanum upp á síðkastið. Við væntum því mikils af samstarfinu og bjóðum Anniina hjartanlega velkomna í Voginn fagra.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
SOFIA MANNER MEÐ Í SUMAR
Finnski markvörðurinn, Sofia Manner, hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis út tímabilið 2022 í baráttunni sem er framundan í Lengjudeild kvenna. Sofia, sem er 24 ára, kemur til okkar frá Lynn University í Flórída-fylki þar sem hún útskrifaðist nú fyrr í vor. Áður var hún á mála hjá Honka í efstu deildinni í Finnlandi en hún er uppalin hjá HJK í Helsinki. Sofia er hávaxin og öflugur markvörður sem lék á árum áður með U17 ára landsliði Finnlands. Knattspyrnudeild Fjölnis býður Sofia hjartanlega velkomna í Voginn og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
MOMOLA ADESANMI MEÐ Í SUMAR
Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samið við bandaríska varnarmanninn Momola Adesanmi, eða Mo eins og hún er kölluð, út tímabilið 2022. Mo, sem er 23 ára, kemur til okkar frá hinum virta háskóla University of Missouri þar sem hún útskrifaðist fyrr á árinu. Hún er þekkt fyrir hraða sinn og styrk og mun nýtast liðinu mjög vel í baráttunni í Lengjudeildinni í sumar.
Knattspyrnudeild Fjölnis væntir mikils af samstarfinu og býður Mo hjartanlega velkomna í Grafarvoginn.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
Alda Ólafsdóttir með í sumar
Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2022. Alda, sem er fædd árið 1996, kemur til okkar að láni frá Aftueldingu þar sem hún hefur leikið síðustu ár. Áður var hún á mála hjá FH. Á síðasta tímabili var Alda frá vegna barneigna en sneri aftur á völlinn með Fjölni í vor.
Alda hefur leikið 126 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Þar að auki á hún sex yngri landsleiki, tvo með U18 og fjóra með U17. Það er mikið fagnaðrefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
Júlíus og Theodór framlengja
Það er Knattspyrnudeild Fjölnis mikil ánægja að tilkynna að meistaraflokksþjálfarar kvenna, þeir Júlíus Ármann Júlíusson og Theodór Sveinjónsson, hafa framlengt samningum sínum við félagið.
Þeir Júlli og Teddi, eins og þeir eru yfirleitt kallaðir, tóku við meistaraflokki kvenna fyrir síðasta tímabil þar sem þeim tókst að fara með liðið upp úr 2. deildinni á fyrsta tímabili.
Júlli er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til kvennaboltans en hann gegndi starfi aðalþjálfara meistaraflokks kvenna Aftureldingar frá árinu 2015-2020 þar sem hann stýrði liðinu meðal annars upp úr 2. deild árið 2017. Að auki hefur hann sinnt þjálfun hjá Gróttu í tæp 20 ár við góðan orðstír þar sem hann stýrði meðal annars meistaraflokki karla en hann var einnig sigursæll þjálfari þau 10 ár sem hann var við störf hjá Breiðablik. Júlli hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu.
Tedda þekkjum við Fjölnismenn vel þar sem hann stýrði nokkrum yngri flokkum félagsins hér á árum áður og meistaraflokki kvenna í Landsbankadeildinni árið 2008. Fyrir endurkomuna í Grafarvoginn hafði Teddi þjálfað yngri flokka Víkings með góðum árangri og var jafnframt í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna Víkings. Áður var hann þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu, Þrótti og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Vals sem varð Íslandsmeistari á árunum 2006 og 2007. Teddi hefur einnig lokið UEFA-A þjálfaragráðu.
Knattspyrnudeild Fjölnis bindur miklar vonir við þá félaga og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabilum.
Getraunakaffi Fjölnis hefst á laugardaginn
Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 15. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 19. mars. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.
Þetta er nýr 10 vikna hópleikur þar sem 8 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu.
ATH – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog
Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir! #FélagiðOkkar
Aníta framlengir til 2024
Aníta Björg Sölvadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Aníta, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 28 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Aníta er öflugur sóknarmaður sem getur leyst hinar ýmsu stöður framarlega á vellinum. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt áberandi hlutverki í bæði 2. flokk og meistaraflokki félagsins.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
Hjördís Erla framlengir til 2024
Hjördís Erla Björnsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Hjördís, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt sjötta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 42 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim tvö mörk. Hjördís er öflugur miðjumaður sem hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt stóru hlutverki í bæði 2. flokki og meistaraflokki félagsins. Árið 2019 lék Hjördís fjóra leiki með U17 landsliði Íslands.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Laila framlengir til 2024
Laila Þóroddsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Laila, sem er fædd árið 2001, er að hefja sitt þriðja tímabil í Grafarvoginum og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í meistaraflokknum síðan hún gekk til liðs við Fjölni. Laila hefur leikið 41 KSÍ leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hún er sterkur varnarmaður sem spilar öllu jafnan í hjarta varnarinnar.
Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við þennan öfluga leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Anna María semur við Fjölni
Fjölnir hefur samið við Önnu Maríu Bergþórsdóttur til 2024. Anna María, sem er fædd árið 2003, kemur frá Selfossi þar sem hún er uppalin. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki og hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki í Pepsi Max deild kvenna og bikarkeppni KSÍ, þar af 10 á nýafstöðnu tímabili. Anna María er sterkur miðjumaður sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður á vellinum.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga leikmann sem mun koma til með að styrkja liðið og gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til næstu tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen