Það er óhætt segja að fyrsta tækninámskeið okkar hafi heppnast gríðarlega vel, það var mikill metnaður, gleði og frábært andrúmsloft á æfingum. Krakkarnir voru að gera frábæra hluti og sýndu framfarir í þeim tækniatriðum sem voru kennd.
Ýmislegt var krefjandi og krakkarnir þurftu að leggja mikið á sig til að ná valdi á tækniatriðunum.
Brosið fylgdi öllum tækniæfingum vegna þess að það heppnast alltaf eitthvað af atriðum/æfingum sem voru lögð fyrir krakkana.
Við þökkum kærlega leikmönnum og foreldrum fyrir frábært námskeið.

Námskeið nr. 2 byrjar 22. janúar og mun standa í 2 mánuði, á námskeiðinu ætlum við að kenna skot og langar sendingar.
Fótboltasérfæðingar segja að skottækni sé grunnundirstaða í öllum spyrnum fótboltans: löngum sendingum, fyrirgjöfum, innanfótsendingum … Þeir leikmenn sem ná valdi á skottækni munu auðveldega læra allar aðrar spyrnur í  fótboltanum.  Í gegnum tíðina hef ég (Luka) mælt framfarir leikmanna í skottækni og niðurstaða mælinga er sú að leikmenn 15 ára og eldri bættu sig um 35-75% en leikmenn 10-14 ára bættu sig 140 – 380%.  Mælingar sýna að kenning Arséne Wenger hefur mikið að segja, en kenning hans snýr að því að krakkar á þessum aldri eru móttækilegastir að læra tækniatriði.

Á námskeiðinu veður haldinn fyrirlestur um einstaklingsatriði sem eru kennd og æfingar munu fara fram eingöngu innandyra. Takmarkaður fjöldi verður í boði.

Skráning fer fram HÉR

Kær kveðja,
Luka og þjálfarar