Haukur Óli með U16!
Haukur Óli með U16!
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer á Gíbraltar dagana 12. - 20. mars næstkomandi.
Haukur Óli markmaður 2. og 3.flokks karla hefur verið valinn í hópinn!
Liðið æfir á Íslandi mánudaginn 11. mars áður en haldið er til Gíbraltar þann 12. mars.
Íslenska liðið mætir Gíbraltar, Færeyjum og Litháen á UEFA mótinu.
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Hauki til hamingju með valið og óskar honum góðs gengis á mótinu!
#FélagiðOkkar 💛💙
Birgir og Jónatan með U17 í Finnlandi!
Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppti í vikunni tvo æfingaleiki gegn U17 liði Finnlands.
Íslenska liðið vann fyrri leikinn 2-1 en tapaði svo seinni leiknum 4-1 gegn sterku liði Finna. Biggi og Jónatan tóku þátt í báðum leikjum og voru glæsilegir fulltrúar Fjölnis í ferðinni.
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með landsleikina og það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu leikmönnum í sumar!
#FélagiðOkkar 💛💙
Sumarstörf Fjölnis 2024
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins. Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.
Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.
Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.
https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u
#FélagiðOkkar
Kristjana með U15!
Kristjana með U15!
Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 26.-28. febrúar 2024. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ og spilað verður æfingaleik við Stjörnuna (4.fl.kk) á Samsungvellinum.
Kristjana Rut Davíðsdóttir leikmaður 3. og 2.flokks kvenna er í hópnum!
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Kristjönu til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum!
#FélagiðOkkar 💛💙
Biggi og Jonni með U17!
Biggi og Jonni með U17!
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 26. febrúar – 2. mars næstkomandi.
Birgir Þór Jóhannsson og Jónatan Guðni Arnarsson leikmenn 2.flokks karla og meistaraflokks karla eru í hópnum sem mæta Finnlandi!
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis úti!
#FélagiðOkkar 💛💙
JÓLANÁMSKEIÐ ARONS SIG!
JÓLANÁMSKEIÐ MEÐ ARONI SIG!
Jólanámskeiðið verður haldið dagana 27., 28., 29. og 30. desember við bestu aðstæður inni í Egilshöllinni í samstarfi við Fjölni! ☃️
Námskeiðið er fyrir 6., 5. og 4. flokk karla og kvenna og verða tveir æfingahópar sem æfa annars vegar kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00. 48 sæti eru laus í hvorn hópinn.
Þjálfarar á námskeiðinu verða Aron Sigurðarson, uppalinn Fjölnismaður og atvinnumaður í fótbolta hjá Horsens og Björn Breiðfjörð yfirþjálfari yngri flokka Fjölnis ásamt góðum aðstoðarþjálfurum. Á hverjum degi verður keppni þar sem veglegir vinningar verða fyrir efstu sæti. Einnig kíkja góðir gestir á námskeiðið alla dagana og heilsa upp á krakkana.
Námskeiðsgjald er 8.990 kr. og eru 48 laus pláss í hvorn hópinn! FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR!
Skráning fer fram í gegnum XPS https://xpsclubs.is/fjolnir/registration 🎅⛄️
Efnilegir leikmenn skrifa undir hjá knattspyrnudeild Fjölnis
Rafael Máni Þrastarson og Birgir Þór Jóhannsson hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við Fjölni. Báðir eru þeir fæddir 2007.
Birgir Þór Jóhannsson er öflugur bakvörður sem var fyrirliði 3. flokks karla sem unnu USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla í sumar. Birgir spilaði 20 leiki og skoraði í þeim eitt mark þrátt fyrir að vera ennþá í 3. flokki. Einnig var Birgir í hóp í bikarleiknum gegn Breiðablik og lokaleik tímabilsins gegn Njarðvík.
Rafael Máni Þrastarson er sóknarsinnaður miðjumaður sem eins og Biggi var lykilleikmaður í 3. flokki sem vann USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla. Rafael spilaði 8 leiki með 2. flokki en hann var að glíma við erfið meiðsli fyrri hluta sumars sem hann jafnaði sig af og stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn.
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar strákunum til hamingju með samningana og hlakkar til að fylgjast með þeim á næstu árum!
María Sól með U16!
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp fyrir æfingar dagana 6.-8. nóvember 2023. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ.
María Sól Magnúsdóttir, leikmaður 2. og meistaraflokks kvenna hefur verið valin í hópinn!
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Maríu Sól góðs gengis á æfingunum!
#FélagiðOkkar
Nýr hópleikur og Getraunakaffi Fjölnis
Nýr 10 vikna hópleikur hefst næstkomandi laugardag, 30. september (30. sept-9. des)
Þetta er 10 vikna hópleikur þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 6.900 kr. per hóp eða 3.450 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu.
ATH! – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog
Félagsaðstaðan í Egilshöll (Miðjan hjá skrifstofu Fjölnis) verður opin milli kl. 10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Hér er sérstakur hópur fyrir Getraunakaffið: https://www.facebook.com/groups/1299902466780921
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Öll velkomin!
Minnum á að engin fylgd verður í haust
Við vildum minna á það að engin fylgd verður á æfingar núna í haust. Sú ákvörðun var tekin að hætta með fylgd á æfingar en það voru margir þættir sem spiluðu þar inn í. Þar með talið hafði ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hafði aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.
Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.