Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís vinnur til verðlauna á Helsinki Open

Eydís okkar stóð sig frábærlega á Helsinki Open mótinu í Finnlandi þar sem hún keppti með landsliðinu í Kata.

Í U16 ára vann hún til silfurs og í U18 ára vann hún brons. Þess ber að geta að Eydís keppti upp fyrir sig enda er hún aðeins 14 ára.

Vel gert Eydís!


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Karatemaður ársins

Undir lok árs útnefndum við karatefólk ársins 2018.

Karatemaður ársins: Baldur Sverrisson

Baldur hefur í gegnum langan feril í deildinni unnið ötullega og verið öðrum góð fyrirmynd. Það hefur svo sýnt sig í að hann er í dag vinsæll þjálfari yngri iðkenda og stuðningsmaður þeirra á mótum þar sem hann tekur jafnan að sér liðsstjórahlutverkið. En Baldur lauk fyrr á árinu 1. stigs þjálfararéttindum ÍSÍ eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari um árabil.
Baldur er einn Afreksiðkenda deildarinnar og hefur sýnt góðan árangur sem keppnismaður í greininni. Enda kemur hann að jafnaði heim með verðlaun þegar hann tekur þátt. Þannig náði hann 2. sæti í Kata á Reykjavík International Games, 3. sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata. Og á Grand Prix mótaröðinni (3 mót) náði hann samanlagt 2. sæti í Kata og samanlagt 3. Sæti í Kumite.
Metnaður og Virðing eru þau gildi sem Baldur hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.

Á myndinni er Baldur ásamt Jóni Karli Ólafssyni formanni
Fjölnis.


Karateæfingar hefjast eftir sumarleyfi

Æfingar eru að hefjast á ný hjá okkur í karatedeidinni innan skamms. Iðkendur síðasta árs æfa í framhaldshópum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Nýjir hópalistar verða birtir innan skamms. Skoðið þá vel og upplýsið tímanlega um athugasemdir og forföll fyrir komandi tímabil.

Framhaldsnámskeið (Framhald allir hópar) hefjast þriðjudaginn 4.september og lýkur með beltaprófi laugardaginn 8.desember. Æft er þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga samkvæmt hópalista.

Ný byrjendanámskeið (byrjendur allir hópar) hefjast 10. september og lýkur með beltaprófi mánudaginn 10. desember. Byrjendatímar eru mánudaga og miðvikudaga

  • 7 ára og yngri byrjendur 17:00 til 17:45
  • 8 til 12 ára frá kl 17:45 til 18:30
  • 16 ára og eldri kl 20:30 til 21:30

Einnig verður boðið upp á námskeið í styrktarþjálfun og tímar í boði

  • kl 16:00 til 17:00 eða 20:30 til 21:30 á mánudögum og miðvikudögum, og
  • kl 16:00 til 17:00 eða kl 19:00 til 20:00 á föstudögum.

Mánudaga og miðvikudaga verður sameiginlegur tími kl 20:30 til 21.30 fyrir byrjendur 16 ára og eldri og styrktarþjálfun.

Skráníng í námskeið fer fram á https://fjolnir.felog.is.


Vorhátíð Karatedeildarinnar 2018

Laugardag milli 11 og 12 ætlum við að halda árlegu vorhátíðina okkar. Þá komum við öll saman, iðkendur og foreldrar/forráðamenn og höldum upp á árangurinn undanfarinn vetur.

Í ár verður framkvæmdin með nýju sniði. Við ætlum að hittast öll í gamla fimleikasalnum sem er á sama gangi og salurinn okkar í kjallara Egilshallar.

  • Afrekshópur Fjölnis og Aftureldingar verður með sýningaratriði
  • Afhending viðurkenningar fyrir bestu ástundun
  • Allir taka þátt í nokkrum æfingum

Kæru foreldrar og forráðamenn, mætið í léttum eða íþróttafatnaði því í þetta skiptið getið þið gert ráð fyrir að taka virkan þátt í prógramminu.

Facebook síða atburðarins

#ÁframFjölnir


Íslandsmeistaratitill í höfn og fleiri góð verðlaun

Að loknu Meistaramóti barna og Íslandsmeistarmóti unglinga í kata gleðjumstvið yfir árangri iðkendanna okkar.

Á Meistarmóti barna í kata náði Eva Hlynsdóttir bronsi í flokki 11 ára stúlkna.

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata unnu eftirfarandi til verðlauna:

  • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, gull í flokki 13 ára stúlkna
  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í flokki 13 stúlkna
  • Kjartan Bjarnason, brons í flokki 12 ára pilta
  • Hákon Bjarnason, brons í flokki 14 ára pilta
  • Baldur Sverrisson, brons í flokki 16 og 17 ára pilta

Við erum afskaplega stolt og ánægð með árangurinn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Íslandsmeistari í Kata 13 ára stúlkna, Ylfa Sól Þorsteinsdóttir ásamt Eydísi Magneu Friðriksdóttur silfurverðlaunahafa.


Ársfundur Karatedeildar Fjölnis

Þann 21. febrúar síðastliðinn var haldinn aðalfundur Karatedeildar Fjölnis.

Á honum var farið yfir þann árangur sem náðst hefur í starfinu á árinu. Á meðal nokkurra helstu atriða má nefna:

  • Mikil þátttaka var í mótum hjá iðkendum frá aldrinum 8 ára til 16 ára. Árangur reyndist með ágætum.
  • 12 iðkendur fóru gegnum Dan gráðun til svarts beltis
  • Stór hópur iðkenda fór til Skotlands á námskeið hjá Sensei Steven Morris og til mótahalds.
  • Allir þátttakendur deildarinnar sem þátt tóku í Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite komust á verðlaunapall
  • Íþróttasamband Íslands staðfesti viðurkenningu sína á því að deildin sé Fyrirmyndardeild ÍSÍ
  • Alger viðsnúningur á rekstrarniðurstöðum
  • Fjöldi iðkenda á síðustu önn ársins var rétt um 90

Stjórn deildarinnar árið 2018 er sem hér segir:

  •   Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, formaður
  •   Esther Hlíðar Jensen, gjaldkeri
  •   Valborg Guðjónsdóttir, ritari
  •   Sif Ólafsdóttir, meðstjórnandi
  •   Willem C.Verheul, meðstjórnandi
  •   Kristján Valur Jónsson, meðstjórnandi

Góður árangur á fyrsta GrandPrix móti KAÍ 2018

Okkar fólki gekk ágætlega á fyrsta GrandPrix móti Karatesambands Íslands á árinu. Alls komust iðkendur frá Karatedeild Fjölnis 7 sinnum á verðlaunapall.

Urðu úrslit eftirfarandi:

Kata 12-13 ára stúlkna

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, gull
  • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, silfur

Kata 14-15 ára stúlkna

  • Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons

Kata 16-17 ára pilta

  • Baldur Sverrisson, silfur

Kumite 12-13 ára stúlkna

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur

Kumite 14 ára pilta

  • Hákon Bjarnason, brons

Kumite 16-17 ára pilta

  • Baldur Sverrisson, silfur

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.

* Á myndinni má sjá þær Eydísi Magneu og Ylfu Sól á verðlaunapallli fyrir keppni í kata 12-13 ára stúlkna