Karl Ísak hvetur iðkendur til að taka þátt

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Karl Ísak Birgisson leikmaður meistaraflokks karla í körfubolta ríður á vaðið og segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Skráningar haustönn

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á haustönn 2021 og árið 2021-2022 hjá deildum sem bjóða upp á árgjöld.

Allar skráningar eru gerðar rafrænt í Nóra skráningakerfi félagsins, https://fjolnir.felog.is/

Ef ykkur vantar aðstoð við skráningar eða hafið einhverjar spurningar endilega sendið póst á skrifstofa@fjolnir.is

Vinsamlegast athugið að vegna sumarleyfa starfsmanna getum við ekki lofað að svara öllum tölvupóstum samdægurs en við munum svara öllum póstum við fyrsta tækifæri.


Sumarnámskeið 2021

Sumarnámskeið 2021

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Úrvalið hefur aldrei verið jafn glæsilegt og til viðbótar við stök námskeið bjóðum við upp á heildræna dagskrá yfir allan daginn í Fjölni. Þar gefst forráðamönnum barna fædd 2011-2014 (árgangur 2015 bætist við í ágúst) tækifæri á að setja saman skemmtilega dagskrá yfir allan daginn með vali um heita máltíð. Við hlökkum til að sjá barnið þitt á námskeiðum hjá okkur í allt sumar.

Skráningar á námskeiðin fer fram í vefsölunni okkar – smelltu HÉR!

Upplýsingar um öll námskeið – smelltu HÉR!

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn þinn. Börn fædd 2011-2014
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2011-2015
  • Handboltanámskeið
  • Sundnámskeið
  • Tennisæfingar
  • Listskautabúðir
  • Íshokkínámskeið
  • Karatenámskeið


Frítt hópfimleika námskeið

Dagana 14.- 16. júní ætlar Fimleikadeild Fjölnis að bjóða uppá hópfimleikanámskeið fyrir stelpur fæddar 2013-2014 endurgjaldslaust.
Námskeiðið verður kynnig fyrir hópfimleika og eina sem þarf að gera til þess að taka þátt er að skrá sig í gegnum þetta skráningarfrom https://forms.gle/knnRTuvDJRSLDLY99 

Virkilega flott þjálfarateymi mun sjá um námskeiðið og er engin krafa um grunn í fimleikum.

Mánudaginn 14.júní kl 10:30-12:00
Þriðjudaginn 15.júní kl 10:30-12:00
Miðvikudaginn 16.júní kl 10:30-12:00

Námskeiðinu lýkur kl 12.00 alla dagana og þá er hægt að skrá þau í hádegismat og jafnvel annað námskeið eftir hádegi á vegum Fjölnis ef það er áhugi fyrir því. Hægt að sjá úrval námskeiða og skrá hér https://fjolnir.is/felagid-okkar/sumarnamskeid-2021/ 

Athuga að það er takmarkað pláss, ekki gleyma að skrá ykkar stelpu.


Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2021. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1992 og er stórskemmtileg og lífleg íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem saman koma þúsundir barna og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í afar fjölbreyttri dagskrá.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Á sama tíma er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna, mömmu og pabba og yngri systkinin og það kostar ekki krónu. Í ár geta 19 ára líka tekið þátt því mótinu í fyrra var frestað. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli enda frábært fjölskyldu- og vinafjör þar sem allir mótsgestir fá að prófa nýjar og forvitnilegar greinar. Við hvetjum vinahópa og fjölskyldur til að fara saman á mótið. Búist er við gríðarlegum fjölda þátttakenda á þessu ári enda stutt af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss.

Unglingalandsmót UMFÍ 2021 fer fram 29. júlí – 1. ágúst á Selfossi. Skráningargjald er 7.900 kr. Skráning hefst 1. júlí næstkomandi.

Mót fyrir alla fjölskylduna

Á Selfossi verður boðið upp á 24 stórskemmtilegar greinar. Þar á meðal eru knattspyrna, körfubolti og frjálsar íþróttir en líka aðrar nýlegri eins og strandhandbolta og standblak sem hafa slegið í gegn. Líka er hægt að skrá sig í hlaupaskotfimi (biathlon), bogfimi, borðtennis, golf og glímu, kökuskreytingar, rafíþróttir og margar fleiri. Fatlaðir geta eins og á fyrri mótum tekið þátt í fjölda greina.

Þátttakendur greiða eitt verð en geta skráð sig í eins margar greinar og þau vilja. Inni í verðinu er aðgangur að tjaldsvæði en greiða þarf fyrir rafmagn.

Öll kvöld verða tónleikar með vinsælasta tónlistarfólki ungu kynslóðarinnar ásamt því sem upprennandi tónlistarfólk og hljómsveitir frá Suðurlandi stíga á stokk.

Búist er við þúsund mótsgesta á Selfossi um verslunarmannahelgina og er verið að útbúa risastórt tjaldsvæði við Suðurhóla í útjaðri bæjarins fyrir þátttakendur af öllu landinu. Svæðið er í göngufæri við mótssvæðið. Til að skapa frábæra stemningu og gæta öryggis þátttakenda og mótsgesta verður ákveðnum götum lokað í kringum nokkra viðburði á Selfossi.

Vefsíða mótsins er www.ulm.is


Engar æfingar 1.maí

Laugardaginn 1.maí er frídagur verkamanna.
Íþróttahúsin verða lokuð og því engar æfingar hjá okkar deildum þennan dag.

Njótið dagsins.


Æfingar heimilar á ný

Uppfært 13.04.2021 kl. 20:30:

Stjórnvöld kynntu tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á fundi sínum í dag sem taka gildi frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

Nánar má lesa um aðgerðinar með því að smella HÉR.

Allt æfinga og mótahald er HEIMILT frá og með 15. apríl en í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur m.a. fram að:

„Það er fagnaðarefni að fólk geti nú farið að reima á sig íþróttaskóna og finna til sundfötin – hreyfing er okkur gríðarlega mikilvæg og ég veit að margir eru mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingar. Það er lýðheilsumál að halda Íslandi á hreyfingu og þó íþróttastarf verði ákveðnum takmörkunum háð áfram er þetta afar jákvætt skref.“ 

Hvaða þýðir þetta fyrir okkur?

• Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar og hámarksfjöldi fullorðinna miðast við 50 manns en fjöldi barna við hliðstæðan fjölda í skólastarfi. Keppnir verða heimilar með allt að 100 skráðum áhorfendum. Sjá nánar HÉR.

Æfinga- og félagssvæði Fjölnis opnar fimmtudaginn 15. apríl. Æfingar fara fram samkvæmt stundatöflu nema annað sé tekið fram hjá deildunum.

#FélagiðOkkar


Hertar aðgerðir stjórnvalda

Stjórnvöld kynntu stórhertar sóttvarnaraðgerðir á fundi sínum í Hörpu í gær sem tóku gildi á miðnætti og munu gilda í 3 vikur eða til og með 15. apríl næstkomandi.

Nánar má lesa um aðgerðinar með því að smella HÉR.

Allt æfinga og mótahald er óheimilt á þessu tímabili en fram kom í ræðu heilbrigðisráðherra að:

„Inni- og útiíþróttir verða óheimilar þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra bil milli fólks eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, sundstaðir verða lokaðir sem og líkamsræktarstöðvar. Sviðslistastarf verður óheimilt, bæði æfingar og sýningahald.“ 

Hvaða áhrif hafa þessar hertu aðgerðir á okkur?

Æfinga- og félagssvæði Fjölnis er lokað frá og með 25. mars og til og með 15. apríl.

Þetta nær yfir:

  • Æfinga- og keppnissvæði í og við Dalhús og Egilshöll
  • Skrifstofu Fjölnis og félagaðstöðu í Egilshöll

Við beinum því til þjálfara félagsins að hvetja iðkendur til að sinna æfingum heima, halda fjaræfingar og leggja fyrir verkefni til að stytta biðina. Við kunnum þetta.

Starfsfólk Fjölnis eru til taks á skrifstofunni fyrir félagsmenn sem þurfa að ná í eigur. Vinsamlega hafið samband við Guðmund á gummi@fjolnir.is eða Arnór á arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Fréttatilkynning vegna komandi takmarkanna

Við viljum beina því til þjálfara, foreldra og iðkenda að vísa í fréttir af komandi takmörkunum á heimasíðu félagsins sem og FB síðu. Við munum uppfæra stöðuna um leið og ráðuneytið og ÍSÍ gefur út á sínum miðlum.

Eins og við höfum gert vel þá þurfum við að bretta upp ermar, standa þétt saman og koma okkur í gegnum komandi takmarkanir.

#FélagiðOkkar