Helgi Árnason fær fálkaorðuna

Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis og skólastjóri Rimaskóla, fékk afhenta fálkaorðuna, ridd­ara­kross úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar  fyr­ir störf á vett­vangi skóla og skák­list­ar. Athöfnin fór fram að Bessastöðum á þjóðahátíðardaginn 17. júní. Helgi hefur gegnt formennsku í Skákdeild Fjölnis frá stofnun deildarinnar árið 2004 og eflt starfsemina ár frá ári þannig að Fjölnir er í hópi þriggja sterkustu skákfélaga landsins. Helgi er því að mati skákmanna vel að þessum heiðri kominn. Hann hefur jafnhliða byggt upp afar öflugt skákstarf í Rimaskóla en skáksveitir skólans hafa m.a. unnið Norðurlandameistaratitil barna-og grunnskólasveita í sex skipti og mun það vera einsdæmi á Norðurlöndum. Úr Rimaskóla hafa komið sterkir skákmenn eins og Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistariDagur Ragnarsson alþjóðlegur meistariOliver Aron Jóhannesson FIDE meistari og Nansý Davíðsdóttir landsliðskona í skák. Helgi hefur ávallt verið virkur skákhreyfingunni og sat samfellt í Stjórn Skáksambands Íslands í 10 ár og Skákakademíu Reykjavíkur frá stofnun árið 2008. Á 30 ára afmæli Fjölnis í febrúar 2018 var Helgi Árnason sæmdur gullmerki Fjölnis.

Við óskum Helga Árnasyni innilega til hamingju með þessa heiðursveitingu.

 


N1 og Fjölnir endurnýja samning

Á dögunum endurnýjaði N1 samning sinn við Ungmennafélagið Fjölni. Samningurinn er til þriggja ára og gerir N1 að einn af aðal styrktaraðilum knattspyrnudeildar Fjölnis. 

” Það er okkur hjá Fjölni mikil ánægja að framlengja samning okkar við öflugan bakhjarl eins og N1 sem hefur stutt við bakið á Fjölni til fjölda ára”, segir Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis.

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1 segir að N1 leggi mikið upp úr því að styðja og styrkja við uppbyggingu við íþróttastarf ungmenna í landinu og að samningurinn við Fjölni er af þeim liðum.  

“Það er okkur því sönn ánægja að framlengja samning okkar við Fjölni” segir Þyrí Dröfn Markaðsstjóri N1.

Á myndinni má sjá Guðmund L Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóra N1