Um helgina var mikið um að vera í móthaldi. Alls fóru fram fjögur mót á vegum Fimleikasambands Íslands og átti Fjölnir keppendur á öllum mótunum og var árangurinn vægast sagt frábær.

 

Íslandsmót í stökkfimi

Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Íslandsmótinu í Stökkfimi sem fram fór í Ásgarði í umsjón Fimleikadeildar Stjörnunnar. Liðin gerðu sér lítið fyrir og unnu bæði sína flokka. Meistaraflokkur A með 43.975 stig og 1. flokkur A með 36.400 stig

 

Bikarmót í hópfimleikum

Á Bikarmótinu í hópfimleikum sendi Fjölnir til keppni lið í 2. flokki. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og höfnuði í öðru sæti á eftir sterku liði Gerplu með 48.565 stig. Mótið, líkt og Íslandsmótið í Stökkfimi fór fram í Ásgarði, Garðabæ.

 

Íslandsmót í þrepum

Íslandsmótið í þrepum fór fram í Laugabóli, húsakynnum Ármanns. Í 1. þrepi 13 ára yngri sigraði Lilja Katrín Gunnarsdóttir með 51.066 stig. Lilja hafnaði svo í 3 sæti heilt yfir 1. þrepinu. En Íslandsmeistari er krýndur þvert á aldursflokka í Fimleikastiganum. Í 3. Þrepi 12 ára hafnaði Júlía Ísold Sigmarsdóttir í 2. sæti.

 

GK – Meistaramótið

Á GK meistaramótinu í frjálsum æfingum, sem einnig fór fram í Laugarbóli, héldu okkar keppendur áfram að standa sig vel. Í unglingaflokki karla sigraði Sigurður Ari Stefánsson í fjölþraut með 64.150 stig, í öðru sæti varð Davíð Goði Jóhannsson með 59.050 stig. Bjartþór Steinn Alexandersson keppti einnig og stóð sig vel. Sigurður Ari og Davíð Goði skiptu svo á milli sín sigrum á einstökum áhöldum þar sem Sigurður Ari sigraði á bogahesti, stökki og svifrá á meðan Davíð Goði sigraði á gólfi, hringjum og tvíslá. Í drengjaflokki sigraði Elio Mar Rebora með 44.750 stig.

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af okkar keppendum frá helginni.