Söfnun fyrir tjaldi á Kárapall - Vertu með í happdrættinu!

Sumarið fer vel af stað hjá meistaraflokkunum okkar, þar sem bæði lið eru með fullt hús stiga eftir tvo og þrjá leiki. Þar að auki eru strákarnir komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Frábær byrjun!
Með hækkandi sól og tilslökun á samkomutakmörkunum á næstu dögum mun stuðningsfólk vonandi flykkjast á völlinn til að styðja við #FélagiðOkkar.
Til að bjóða upp á sem besta umgjörð á heimaleikjum, sem oft hitta á matartíma, höfum við í hyggju að festa kaup á tilkomumiklu veislutjaldi þar sem fólk mun gætt sér á veitingum og mælt sér mót.
Tjaldið sem er 6 metra breitt og 9 metra langt, mun vera staðsett við Kárapall og umbreyta veitingaaðstöðunni við völlinn. Þar mun fólk geta tyllt sér fyrir leiki, í hálfleik og jafnvel eftir leik. Um er að ræða fjárfestingu á reisulegu tjaldi sem mun geta staðið af sér veður og vinda.

Til að fjármagna veislutjaldið hefur Knattspyrnudeildin sett sér markmið um að SELJA 500 AUKAHAPPDRÆTTISMIÐA í Happdrætti Knattspyrnudeildar Fjölnis sem nú stendur yfir og lýkur 31. maí.
Af því tilefni leitum til ykkar, kæra Fjölnisfólk, og óskum eftir ykkur aðstoð við að fjármagna tjaldið með kaupum á happdrættismiðum.
Sláum tvær flugur í einu höggi! Með kaupum á happdrættismiða áttu bæði kost á að vinna veglega vinninga og jafnframt styðja deildina við þessi kaup á veislutjaldi.

 

Miðinn kostar 2.000 kr. og verður happdrættisnúmerum dreift rafrænt á netföng fólks.
Greitt inn á eftirfarandi reikning:
👉Rkn: 0114-05-060968
👉Kt: 631288-7589

Þú setur svo skjáskot með greiðslu og netfang, á þennan þráð hér á facebook og færð happdrættisnúmerið sent.

Þú getur einnig sent okkur skilaboð með kvittuninni hérna.

 


Tveir frá Fjölni í U19 hópnum

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari u-19 ára liðs karla hefur valið hóp fyrir æfingaleiki við Færeyja. Liðið mætir U21 ára liði Færeyja 3. júní og hefst sá leikur kl. 16:30 að íslenskum tíma. U19 ára lið þjóðanna mætast svo 6. júní og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir fara fram í Svangaskarði. Leikirnir verða fyrstu leikir liðsins undir stjórn Ólafs Inga.
Í hópnum á Fjölnir tvo fulltrúa, þá Hilmi Rafn Mikaelsson (2004) og Lúkas Loga Heimisson (2003).
Hilmir hefur tekið þátt í öllum þremur leikjum meistaraflokks á tímabilinu en hann skoraði annað af mörkum liðsins í 2-0 sigri á Grindavík síðastliðin föstudag.
Lúkas hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum meitaraflokks á tímabilinu, þá er Lúkas með 6 mörk í 4 leikjum með 2. flokki félagsins í sumar.

Fjórfalt mótahald um helgina hjá Fimleikasambandinu

Um helgina var mikið um að vera í móthaldi. Alls fóru fram fjögur mót á vegum Fimleikasambands Íslands og átti Fjölnir keppendur á öllum mótunum og var árangurinn vægast sagt frábær.

 

Íslandsmót í stökkfimi

Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Íslandsmótinu í Stökkfimi sem fram fór í Ásgarði í umsjón Fimleikadeildar Stjörnunnar. Liðin gerðu sér lítið fyrir og unnu bæði sína flokka. Meistaraflokkur A með 43.975 stig og 1. flokkur A með 36.400 stig

 

Bikarmót í hópfimleikum

Á Bikarmótinu í hópfimleikum sendi Fjölnir til keppni lið í 2. flokki. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og höfnuði í öðru sæti á eftir sterku liði Gerplu með 48.565 stig. Mótið, líkt og Íslandsmótið í Stökkfimi fór fram í Ásgarði, Garðabæ.

 

Íslandsmót í þrepum

Íslandsmótið í þrepum fór fram í Laugabóli, húsakynnum Ármanns. Í 1. þrepi 13 ára yngri sigraði Lilja Katrín Gunnarsdóttir með 51.066 stig. Lilja hafnaði svo í 3 sæti heilt yfir 1. þrepinu. En Íslandsmeistari er krýndur þvert á aldursflokka í Fimleikastiganum. Í 3. Þrepi 12 ára hafnaði Júlía Ísold Sigmarsdóttir í 2. sæti.

 

GK – Meistaramótið

Á GK meistaramótinu í frjálsum æfingum, sem einnig fór fram í Laugarbóli, héldu okkar keppendur áfram að standa sig vel. Í unglingaflokki karla sigraði Sigurður Ari Stefánsson í fjölþraut með 64.150 stig, í öðru sæti varð Davíð Goði Jóhannsson með 59.050 stig. Bjartþór Steinn Alexandersson keppti einnig og stóð sig vel. Sigurður Ari og Davíð Goði skiptu svo á milli sín sigrum á einstökum áhöldum þar sem Sigurður Ari sigraði á bogahesti, stökki og svifrá á meðan Davíð Goði sigraði á gólfi, hringjum og tvíslá. Í drengjaflokki sigraði Elio Mar Rebora með 44.750 stig.

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af okkar keppendum frá helginni.