Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið á Laugardalsvelli helgina 13. – 14. júlí. Er þetta í 93. sinn sem mótið er haldið. Fjölnir átti 11 keppendur á mótinu. Fjögur þeirra komust á verðlaunapall.

Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 3000m hlaupi kvenna á tímanum 11:13,69.

Daði Arnarson fékk silfur í 800m hlaupi karla á tímanum 1:59,82.

Kjartan Óli Ágústsson fékk brons í 800m hlaupi karla á tímanum 2:00,95 og einnig fékk hann brons í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:19,25. Var hann að bæta sinn persónulega árangur í 1500m hlaupinu.

Bjarni Anton Theódórsson fékk brons í 400m hlaupi karla á tímanum 50,82sek.

Öll úrslit mótsins eru hér.