Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossvelli helgina 15. – 16. júní. Fjölnir átti 11 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Samtals fékk Fjönisfólkið 5 gull, 4 silfur og 4 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga íþróttafólki.

Kjartan Óli Ágústsson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi og 1500m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Tímarnir hans voru 2:04,83 í 800m hlaupinu og 4:34,50 í 1500m hlaupinu.

Bjartur Gabríel Guðmundsson varð Íslandsmeistari í hástökki pilta 16-17 ára með stökk yfir 1,78m. Bjartur fékk einnig silfur í 200m hlaupi og brons í 100m hlaupi.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki stúlkna 18-19 ára með stökk yfir 1,65m.

Kolfinna Ósk Haraldsdóttir varð Íslandsmeistari í langstökki stúlkna 15 ára með stökk upp á 4,87m. Kolfinna fékk einnig brons í 100m hlaupi.

Diljá Mikaelsdóttir fékk silfur í hástökki stúlkna 20-22 ára og brons í langstökki.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fékk  silfur í 400m hlaupi stúlkna 20-22 ára.

Elísa Sverrisdóttir fékk brons í 200m hlaupi stúlkna 16-17 ára.

Katrín Tinna Pétursdóttir fékk silfur í hástökki stúlkna 16-17 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Helga Þóra.