Vormót Fjölnis var haldið á Laugardalsvelli 3.júní. Mótið gekk vel í alla staði þó að veðrið væri frekar hvasst og kalt þrátt fyrir sól. Góð þátttaka var á mótinu en 115 keppendur tóku þátt á aldrinum 11-15 ára. Keppnisgreinar voru fjórar í hverjum aldursflokki; spretthlaup, langstökk , kúluvarp og 600 eða 800 m hlaup. Keppt var í aldursflokkunum 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára. Fjölnisiðkendur stóðu sig með miklum sóma og nokkur unnu til verðlauna, en  8 keppendur frá Fjölni voru á mótinu.

Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára vann gull í 800 m hlaupi og langstökki í flokki stúlkna 14-15 ára.

Aman Axel Óskarsson 13 ára vann silfur í kúluvarpi og brons í langstökki pilta 12-13 ára.

Júlíus Helgi Ólafsson 11 ára vann silfur í langstökki pilta 11 ára.

Sturla Yafei Chijioke Anuforo vann silfur í 60 m hlaupi pilta 11 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Sara Gunnlaugsdóttir.