5. FLOKKUR 12-13 ÁRA
Boðið er upp á þjálfun fyrir 12-13 ára stúlkna í 5. flokki. Iðkendur mæta í íþróttafötum og skóm.
5. flokkur 12-13 ára (2010-2011)
Þriðjudagar
kl. 16:00-17:00 / Fjölnishöll
Fimmtudagar
kl. 16:30-17:30 / Fjölnishöll
Föstudagar
kl. 15:00-16:00 / Fjölnishöll
Laugardagar
kl. 12:30-13:30 / Fjölnishöll
*Æfingatafla gildir tímabilið 2023-2024. Birt með fyrirvara um breytingar.
Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulagsforritinu XPS Network.
Adda Sólbjört Högnadóttir
Aðstoðarþjálfari
Hallgrímur Jónasson
Markmannsþjálfari
Ingi Rafn Róbertsson
Styrktarþjálfari
Skráning hér https://fjolnir.felog.is/.
Æfingagjöld handknattleiksdeildar má finna hér.
Handboltamarkmið
- Að þjálfa fjölbreytta sendingargetu og skottækni
- Að auka boltafærni og leikni
- Að kenna fjölbreytta skottækni
- Að kenna rétta taktík við skot á mark
- Að hefja skipulögð hraðaupphlaup
- Leggja áherslu á „maður á mann“ í vörn með réttri fótavinnu
- Að kenna samvinnu með línumanni
- Kenna 3:2:1 og 5:1 varnarafbrigði og kynna 6:0
- Að kenna uppstökk af bæði hægri og vinstri fæti
- Halda áfram að kenna innleysingar úr öllum stöðum
- Að þjálfa áfram sóknaruppbyggingu með miklum hreyfanleika (stimplun)
Markmenn
- Kenna grunnstöðu og grunnhreyfingar
- Sérhæfing í tækniþjálfun markvarðar byrjar
- Markmenn sækja sérstakar markvarðaæfingar utan hefðbundinna æfinga
- Vinna mikið með staðsetningar og ná grunnstöðunni réttri
- Liðleikaþjálfun kynnt og mikilvægi hennar haldið að markvörðunum
Líkamleg markmið
- Sérstök áhersla á hraða, liðleika og tækni
- Kennsla í grunnstyrktaræfingum með eigin líkamsþyngd
Félagsleg markmið
- Að hafa æfingar skemmtilegar og fjölbreyttar
- Að hafa góðan aga á æfingum
- Að hittast utan æfinga, t.d. á spilakvöldum
- Að byggja upp sterka liðsheild
- Að innleiða leiki meistaraflokks karla og kvenna sem skemmtun til að mæta á og þjálfun
- Axel Örn Sæmundsson
- Þrymill Þursi Arason
- Guðfastur Brjánn Pétursson
Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér