Fullorðinsfimleikar (FFF)

Boðið er upp á fimleikanámskeið fyrir 18 ára og eldri. Lögð áhersla á góðar þrek- og teygjuæfingar og svo þær fimleikaæfingar sem henta getu hvers og eins. Reynsla af fimleikum er ekki skilyrði fyrir þátttöku heldur reynum við að koma til móts við þarfir hvers og eins. Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja styrkja sig og liðka og hafa gaman af í leiðinni.

Við birtum æfingatöflur með fyrirvara um villur eða breytingar

 

FFF (18 ára og eldri)

Miðvikudagur 19:30-21:00

Þjálfarar á vorönn 2023

Andres J. Cerdas

  • Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá 5.janúar 2023
  • Æfingagjöld fimleikadeildar má finna hér.
  • Hægt er að kaupa tíu skipta klippikort fyrir FFF á skrifstofu Fjölnis eða í vefsölu
  • Axel Örn Sæmundsson
  • Þrymill Þursi Arason
  • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér

Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulags forritinu Sideline