Boðið er upp á þjálfun fyrir 8 ára og eldri í keppnishópum. Vinsamlegast athugið að þessir hópar eru einungis ætlaðir iðkendum sem hafa stundað fimleika hjá deildinni, ekki hægt að skrá sig beint í þessa hópa.
2.flokkur / ÚH2
Mánudagur kl 17:30-20:00
Þriðjudagur kl 18:30-21:30
Miðvikudagur kl 17:30-20:30
Fimmtudagur kl 18:30-21:00
Sunnudagur kl 16:00-18:30
- Berglind S. Bjarnadóttir
- Bjarni Gíslason
- Ilmur Björg Einarsdóttir
Nánari upplýsingar um þjálfara má finna hér.
- Skráning hefst 1.janúar
- Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá 4.janúar
- Æfingagjöld fimleikadeildar má finna hér.
Markmið iðkenda
Miklvægt að iðkendur í keppnishópum setji sér markmið til að ná betri árangri.
- Hafa vilja til að stunda æfingar og keppni
- Hafa áhuga fyrir sinni íþrótt
- Ávallt að hafa það markmið að bæta færni sína á öllum áhöldum
- Keppast við að ná viðeigandi þrepi á keppnistímabilinu
Æfingar
Iðkendur í K hópum æfa rúma 9 mánuði eða á ári og er góð mæting fyrir öllu svo hægt sé að ná þeim markmiðum sem þjálfari hópsins leggur upp með. Þrek, tækni og endurtekningar í æfingum eru nauðsynlegar og mikilvægt að iðkendur og foreldrar sýni æfingavali þjálfarans skilning. Hefðbundnar æfingar skv. stundaskrá fara fram á haustönn og vorönn en mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem verða á æfingum yfir árið.
Valfrjálsar æfingar
Iðkendum í ákveðnum keppnishópum stendur til boða að bæta við sig einni æfingu í viku. Þær æfingar eru ekki innifaldar í æfingagjaldi heldur eru þetta valfrjálsar æfingar og er greitt fyrir þær sérstaklega. Æfingarnar fara fram á laugardögum eða sunnudögum.
Sumaræfingar
Yfir sumartímann er boðið upp á æfingar í júní og ágúst. Einnig skal hafa í huga að æfingafyrirkomulag (fjöldi tíma og daga) getur verið breytilegt á þessum árstíma. Við bendum á að greitt er sérstaklega fyrir æfingar yfir sumartímann.
Jóla- og páskaæfingar
Þjálfari hópsins í samaráði við verkefnastjóra ákveður hvernig æfingum skal háttað yfir hátíðir. En allir iðkendur í K-hópum stunda æfingar á þessum tíma.
Fimleikamót
Iðkendum stendur til boða að taka þátt í ýmsum fimleikamótum. Þjálfarar í samráði við verkefnastjóra viðeigandi greinar skipuleggja með góðum fyrirvara hvaða mótum hópurinn tekur þátt í á keppnistímabilinu.
Mjög mikilvægt er að undirbúningur fyrir mót sé góður, bæði í fimleikasalnum og heima fyrir. Undirbúningstímabilið getur verið krefjandi fyrir iðkendur. Oft er verið að framkvæma nýjar æfingar og gott að foreldrar sýni því skilning. Þau þurfa nægan svefn, hollan mat og hvatningu til þess að æfingar þeirra skili sér best. Það er ávallt í höndum þjálfara hvaða mótum iðkandinn tekur þátt í á keppnistímabilinu.
Ákveðnar kröfur eru gerðar til keppnisfatnaðar á fimleikamótum. Fimleikafatnaðurinn eru til sölu á skrifstofu Fjölnis á auglýstum söludögum sem birtast á heimasíðu deildarinnar.
Upplýsingar allan um æfinga- og keppnisfatnað deildarinnar má finna hér.
- Axel Örn Sæmundsson
- Þrymill Þursi Arason
- Guðfastur Brjánn Pétursson
Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér