FJÖLNIR X PUMA
Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA!
Allar deildir í eitt merki
Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað
Hér er linkur á vefverslunina: https://teamsport.is/pages/fjolnir
Glöggir lesendur sjá líka að við höfum uppfært merkið okkar á fatnaðinum. Liturinn á merkinu er alltaf sá sami og liturinn á PUMA merkinu.
Ungmennafélagið Fjölnir er afar stolt af því að félagið í heild sinni hefur samið við Margt Smátt og mun keppa í Puma næstu 4 árin.
Við erum svo spennt að sýna glæsilega nýja PUMA fatnaðinn okkar og flottu Fjölnis-módelin sem við fengum til liðs við okkur!
#FélagiðOkkar
Myndir: Gunnar Jónatansson
2.FLOKKUR KARLA ERU ÍSLANDSMEISTARAR 2022!!🏆
Strákarnir í 2. flokki fengu afhendan Íslandsmeistaratitilinn eftir 4-2 sigur gegn HK á Extra vellinum þann 15.september. Það var fjölmennt í stúkunni og mikil fagnaðarlæti þegar bikarinn fór á loft.
Árni Steinn Sigursteinsson er markakóngur Íslandsmótsins með 18 mörk
Þetta er mikið afrek og í fyrsta sinn í sögu Fjölnis sem 2. flokkur karla verður Íslandsmeistari. Innilega til hamingju með árangurinn.
Myndir: Baldvin Örn Berndsen
U20/2.FLOKKUR KVENNA ERU DEILDARMEISTARAR 2022!!🏆
U20/2.FLOKKUR KVENNA ERU DEILDARMEISTARAR 2022!!🏆
Stelpurnar unnu glæsilegan 4-1 sigur gegn ÍBV í dag og urðu því deildarmeistarar með 39 stigum úr 14 leikjum sumarsins.
Frábær árangur sem félagið er stolt af. Innilega til hamingju!
Fyrirliðar liðsins í sumar hafa verið þrír, Hrafnhildur Árnadóttir, Tinna Haraldsdóttir og Sóley Vivian og hafa skipt því hlutverki á milli sín á tímabilinu. Markahæstar í sumar hafa verið þær Emilía Sævarsdóttir með 20 mörk og Aníta Björk Sölvadóttir með 17 mörk. Markmaður liðsins er Elínóra Ýr Kristjánsdóttir.
Lið sumarsins og deildarmeistarar 2022:
Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Silja Fanney Angantýsdóttir, Tinna Haraldsdóttir, Laila Þóroddsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Bríet Rut Þórðardóttir, Eva María Smáradóttir, Auður Dís Kristjánsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Lilja Hanat, Marta Björgvinsdóttir, Sara Montoro, Anna María Bergþórsdóttir, Sunna Gló Helgadóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Emilía Sif Sævarsdóttir, Adna Mesetovic, Aldís Tinna Traustadóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Gréta Lind Jökulsdóttir, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Hlín Heiðarsdóttir, Hrefna Margrét Guðmundsdóttir, María Eir Magnúsdóttir, Sóley Vivian Eiríksdóttir, Sóllilja Harðardóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir og Ísabella Sara Halldórsdóttir.
Þjálfarar liðsins og liðsstjórar: Júlíus Ármann Júlíusson, Theódór Sveinjónsson, Arna Björgvinsdóttir og Kristbjörg Harðardóttir
#FélagiðOkkar
Tækni/afreksæfingar með Luka Kostic!
Í september hefjast afreksæfingar fyrir iðkendur í 4. og 5. fl kvenna og karla undir handleiðslu Luka Kostic og þjálfurum félagsins.
Æfingar verða 1x á viku og fyrsta námskeið stendur yfir 17.september -17. desember.
Tækni er grundvallaratriði fótboltans og er mjög mikilvægt að læra tækni snemma á knattspyrnuferlinum. Ástæðan er sú að ungir iðkendur eru mjög móttækilegir og hafa meiri möguleika á að ná valdi á öllum einstaklings-tækniatriðum fótboltans. Samkvæmt kenningum Arséne Wenger þá hafa leikmenn eftir 14 ára aldur minni möguleika á að bæta sig í öllum tækniatriðum.
Luka hefur kennt einstaklingstækni í meira en 20 ár og mjög margir landsliðsmenn, sem hafa náð besta árangri í sögu íslenskar knattspyrnu, hafa farið í gegnum einstaklingsprógram Luka.
Kostnaður er 19.500 kr. fyrir haustönn, skiptist upp í 3 fyrirlestra og 13 æfingar. Skráning fer fram HÉR
Hér fyrir neðan má sjá ummæli fyrrverandi landsliðsþjálfara, Heimi Hallgrímssonar og fyrirliða íslenska landsliðsins, Birki Bjarnasyni.
Heimir Hallgrímson:
Ég hitti Luka fyrst á einstaklings tækninámskeiði og síðan þá hef ég fengið tækifæri að kynnast prógrammi hans enn betur. Sem landsliðsþjálfari hef ég sótt mörg UEFA & FIFA ráðstefnur og get sagt að einstaklingstækniáætlun Luka er í heimsklassa. Tækniatriðin sem eru í prógrammi Luka eru atriði sem sérhver ungur knattspyrnumaður þarf að læra, en ég er líka viss um að atvinnuleikmönnum myndi finnast það gagnlegt og upplýsandi og það gæti örugglega bætt við færni þeirra.
Birkir Bjarnason
Luka var þjálfari minn fyrir U17 & U21 og hafði mikil áhrif snemma á ferli mínum. Bæði tæknilega, taktískt og andlega herti hann mig og marga aðra í íslenska landsliðinu í dag varðandi grunnatriði í fótboltanum sem við notum enn í dag.
Ég mæli eindregið með einstaklings/tækniþjálfun Luka fyrir alla, þar sem það hefur hjálpað mér að bæta mig og verða sá leikmaður sem ég er í dag.
Besta leiðin á æfingu - Strætófylgd 2022
Fjölniskrökkum í 1. og 2. bekk í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal býðst að fá fylgd í Strætó
frá frístundaheimili sínu á æfingar í Egilshöll sem byrja kl. 14:40 og enda kl. 15:30 mánudaga
til fimmtudaga. Fylgdin er ekki í boði fyrir æfingar sem ljúka eftir þann tíma.
Krakkarnir eru sóttir á frístundaheimilin (Ingunnar-, Hamra-, Borga- og Rimaskóli) eða á strætóstoppistöðina (Folda-, Húsa-, Sæmundar- og Dalskóli). Þeim er svo fylgt til baka að lokinni æfingu og passað upp á að þau fari út á réttri
stoppistöð.
Við hvetjum iðkendur Fjölnis sem eru að stíga sín fyrstu skref í að bjarga sér sjálf á æfingar til
þess að nýta sér fylgdina og læra í leiðinni að taka Strætó.
Skráning í fylgdina fer fram í gegnum skráningakerfi félagsins fjolnir.felog.is.
Verðskrá fyrir fylgd á haustönn:
Æfing 1x í viku: 5.000 kr
Æfing 2x í viku: 10.000 kr
Æfing 3-4x í viku: 15.000 kr.
Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilis hvaða daga barnið á að fara á æfingu.
- Skrá þarf iðkandann á haustönn og svo aftur á vorönn, haldi barnið áfram eftir
áramót. - Börn 11 ára og yngri fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu, aðrar almennar
upplýsingar um fargjöld strætó má finna inni á straeto.is - Það er ekki fylgd í boði frá Engjaskóla þar sem þau eru í göngufæri við Egilshöllina
Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni má sjá hér neðar á síðunni. Vinsamlegast skráið barnið í fylgdina og látið frístundaheimilið vita í síðasta lagi deginum áður en æfingar hefjast.
Gott er ef foreldrar/forráðamenn nái að fara eina ferð með krökkunum í strætó til og frá frístundaheimilinu áður en þau fara í sína fyrstu fylgd.
Þau börn sem fá fylgd verða í sér búningsklefum svo að auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.
Við hvetjum foreldra barna í 3. bekk og eldri til að taka strætó á æfingar áfram!
HÉR er hægt að sjá áætlanir ferða til og frá Egilshöll
*Uppfært haust 2022
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu 17. september 2022
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 17. september 2022 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið er tengt við Októberfest í Grafarvogi sem er síðar um kvöldið í Egilshöll.
Yngstu árgangar sem bætast við frá því síðast eru '01 og '02 og við bjóðum þá árganga hjartanlega velkomna.
Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst kl. 9:00 og klárast kl. 13:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Októberfest um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Egilshöll á okkar heimvelli í Grafarvogi!
Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 4.900 kr.
Októberfest (borðhald og ball) = 10.900 kr.
Árgangamót + Októberfest = 12.900 kr.
Árgangamót + Ball = 7.400 kr.
Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.
Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á argangamot@fjolnir.is.
Árgangamótin hafa slegið í gegn en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt síðast sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!
Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/
Hér má finna viðburð mótsins á facebook:
Hlökkum til að sjá ykkur 17. september í Egilshöll!
#FélagiðOkkar
Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.
Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.
Í samræmi við stefnu knattspyrnudeildar Fjölnis í að styrkja enn frekar og byggja upp kvennaknattspyrnu félagsins hefur félagið gert samninga við fjölda ungra knattspyrnumanna. Þessir ungu leikmenn eru í dag burðarstólpar 3.flokks og stutt í framhaldið að þær verði hluti af U20/2.flokk og meistaraflokki Fjölnis.
Það voru þeir Gunnar Hauksson aðalþjálfari 3.flokks kvenna, Sævar Reykjalín formaður barna- og unglingaráðs og Trausti Harðarson formaður meistaraflokksráðs kvenna sem undirrituðu samningana fyrir hönd knattspyrnudeildar.
Leikmenn sem samið var við eru: María Sól Magnúsdóttir, Auður Erla Jónasdóttir, Bjarney Ósk Hilmarsdóttir, Sara Sif Builinh Jónsdóttir, Agnes Lív Pétursdóttir Blöndal, , Hugrún Björk Ásgeirsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir og Thelma Veronika Ingvarsdóttir.
Magnús Haukur Harðarson tekur við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni á nýju tímabili
Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hefur samið við Magnús Hauk Harðarson að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni á nýju tímabili. Þeir Júlíus Ármann Júlíusson og Theódór Sveinjónsson munu klára tímabilið með liðinu en undir þeirra stjórn fór Fjölnir upp úr 2.deild yfir í Lengjudeildina. Einnig hafa þeir félagar verið öflugir yngri flokks þjálfarar hjá félaginu og hefur gengið vel hjá U20/2.flokki kvenna undir þeirra stjórn. Fjölnir þakkar þeim fyrir störf sín fyrir meistaraflokkinn.
Magnús Haukur er í dag þjálfari hjá Val ásamt því að vera annar af tveimur þjálfurum meistaraflokksliðis KH. Þá er Magnús vel kunnugur starfi innan Fjölnis, hann byrjaði sinn þjálfaraferil þar sem barna- og unglingaþjálfari og hefur áður komið að meistaraflokk kvenna hjá félaginu sem einn af aðstoðarþjálfurum. Frá Fjölni fór Magnús yfir til FH og frá FH lá leið Magnúsar yfir til Vals ásamt því að vera í þjálfarateymi KH.
Fjölnir býður Magnús velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins.
Nýtt yfirþjálfarateymi yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis
Nýtt yfirþjálfarateymi yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis
Knattspyrnudeild Fjölnis er á fullu að skipuleggja næsta knattspyrnu ár og á komandi tímabili verða breytingar á yfirþjálfarateymi 8.-2. flokka Fjölnis er Luka Kostic og Björn Breiðfjörð Valdimarsson taka saman við keflinu.
Björn hefur sinnt yfirþjálfarastarfinu ásamt Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni frá því í byrjun sumars, eftir að hafa komið sterkur og metnaðarfullur inn í Fjölnisstarfið sem þjálfari haustið 2021. Hann er uppalinn leikmaður hjá Gróttu og spilaði sjálfur upp alla flokka í því félagi. Björn er með A þjálfaragráðu UEFA og þrátt fyrir fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu sem þjálfari og hefur meðal annars starfað sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu og þjálfað alla flokka í því félagi að meistaraflokki undanskildum. Hjá Fjölni hefur Björn þjálfað 3., 4. og 6. flokk karla.
Luka Kostic kemur nýr inn í félagið en býr að áratuga reynslu úr knattspyrnuheiminum. Sem atvinnumaður hefur hann spilað 112 leiki i meistaraflokki og unnið fjölda titla með ÍA. Luka hefur þjálfað U-16, U-17 og U-21 landslið karla , meistaraflokka Grindavíkur, Hauka, Þórs A., KR og Víkings og yngri flokka KR og Hauka auk þess að hafa boðið upp á einstaklingsþjálfun sem fjöldi núverandi og fyrrverandi atvinnumanna og -kvenna hafa nýtt sér. Hann hefur þróað metnaðarfull tól til knattspyrnuþjálfunar einstaklinga sem og liða og sótt sér menntun og þekkingu m.a. til KSÍ og UEFA.
Luka og Björn munu saman hafa yfirumsjón með þjálfun, afreksþjálfun og tækniþjálfun, sem kynnt verður betur á komandi vetri, karla og kvenna í 8.-2. flokkum félagsins. Þannig er stuðlað að auknu jafnrétti á milli kynja og sama krafa um gæði og markmið æfinga hjá karla- og kvennaflokkum. Í samvinnu við frábært þjálfarateymi Fjölnis er markmiðið að byggja enn frekar upp félagið, iðkendur og liðsheild.
Við bjóðum Luka hjartanlega velkominn í Fjölni og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með Birni.
Jafnframt þökkum við Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni, fráfarandi yfirþjálfara samstarfið og fyrir frábærlega vel unnin störf.
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar fagnar þessu nýja skipulagi og hlakkar til næsta knattspyrnuárs með metnað, virðingu, samkennd og heilbrigði að leiðarljósi.
Stjórn Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis
Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild
Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild
Björn Breiðfjörð Valdimarsson (Bjössi) hefur verið ráðinn í stöðu yfirþjálfara karlaflokka hjá knattspyrnudeild Fjölnis og hefur nú þegar hafið störf. Bjössi er með A þjálfaragráðu UEFA og hefur góða reynslu af þjálfun, meðal annars sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu, og hefur þjálfað hjá Fjölni við góðan orðstír frá því á haustmánuðum 2021. Bjössi mun áfram sinna þjálfun flokka hjá félaginu eins og verið hefur.
Þetta er góður liðsstyrkur fyrir félagið enda mikið álag framundan í leikjum og mótum nú þegar sólin er farin að skína og spennandi sumar framundan hjá öllum flokkum.
Fjölniskveðja
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fjölnis