Ein af þeim knattspyrnureglum sem við verðum að fylgja er að allir hafi fast treyjunúmer. Nú er komið að þeim skemmtilegu tímamótum hjá yngra ári í 6. flokki í knattspyrnu að fá fyrstu úthlutun treyjunúmers. Iðkendur sem eru fæddir á slétttölu ári eiga að velja sér slétt númer á treyjuna sína. Þeir sem eru fæddir á oddatöluári velja sér oddatölu númer.

Ef fleiri en einn iðkandi óskar eftir sama númeri þá verður dregið um það hvaða iðkandi fær óskanúmerið. Yfirþjálfari (skrifstofa) sér um það. Aðrir iðkendur verða að velja annað númer.

Iðkendur halda sama númeri út þriðja flokk. Númerið er óbreytilegt og hver leikmaður má eingöngu hafa eitt númer.

Yfirþjálfari (skrifstofa) félagsins heldur utan um númer allra iðkenda.

Nýir iðkendur hjá félaginu tala við yfirþjálfara til að fá treyjunúmer. Þeir leikmenn sem eru í 2. flokki mega halda áfram með sama númer nema ef tveir eru með sama númerið. Ef tveir eru með sama númer þá verður að draga út. Yfirþjálfari (skrifstofa) sér um það.

Ekki hika við að hafa samband yfirþjálfara ef einhverjar spurningar vakna.