Fjölnir í Craft
Síðastliðinn föstudag undirrituðu þeir Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, umboðsaðila Craft, samstarf til næstu þriggja ára.
Samstarf þetta felur í sér að allar deildir innan félagsins sem eru ekki með samning við aðra búningaframleiðendur geta nú keypt vörur á góðum kjörum frá Craft.
Fimleikadeildin var fyrsta deildin til að semja við Craft og mun frá og með haustinu 2019 klæðast Craft.
Sérstakur mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Á sama tíma mun fimleikadeildin kynna nýja vörulínu.
Samningurinn er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og bindum við miklar vonir við farsælt samstarf við NWI til næstu ára.
Á myndinni frá vinstri: Haraldur Jens Guðmundsson, Guðmundur L Gunnarsson, iðkendur fimleikadeildar.
Frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson, markaðsfulltrúi á netfangið arnor@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar

FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis
Fullorðins fimleikar Fjölnis - FFF
Skemmtileg hreyfing og félagsskapur fyrir alla 18 ára og eldri, ekki gerðar kröfur um grunn í fimleikum. Þrek, teygjur og fimleikaæfingar fyrir alla.
Skráning er opin inná heimasíðunni okkar, ekki gleyma að skrá þig !
Parkour fyri 8 ára og eldri
Fimleikadeild Fjölnis býður uppá Parkour fyrir 8 ára og eldri, ætlað fyrir bæði fyrir stelpur og stráka. Hægt að skoða æfingatöflur á heimasíðunni okkar
Skráning er hafin HÉR

Skráning er hafin á haustönn
Haustönn fimleikadeildar hefst miðvikudaginn 21.ágúst og hlökkum við til þess að taka á móti ykkur. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn.
Boðið verður upp á fjölbreyttar fimleikaæfingar þar sem iðkendur valið það sem hentar þeirra áhugasviði.
Allar nánar upplýsingar um hvern hóp fyrir sig er að finna hér á heimasíðunni.
Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið fimleikar@fjolnir.is. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
Sumaræfingar keppnishópa í ágúst
Hér má sjá æfingatíma fyrir keppnishópa í áhaldafimleikum og hópfimleikum sumarið 2019.
Iðkendur í keppnishóp þurfa að skrá sig sérstaklega og greiða fyrir þessar æfingar.
Athuga að gert er ráð fyrir æfingum í allan ágúst í æfingagjöldum hjá úrvalshópum á haustönn.
Hefðbundnar æfingar hefjast miðvikudaginn 21.ágúst
Hægt að skrá sig HÉR
Hópalistar 2019
Á meðfylgjandi slóðum má sjá hópalista fyrir haustönn 2019
Skráning hefst 6. ágúst inn á skráningarsíðunni, https://fjolnir.felog.is/
allir iðkendur þurfa að vera skráðir í réttan hóp áður en æfingar hefjast. Þjálfurum er óheimilt að taka á móti óskráðum iðkendum.
Athugið að foreldrar eiga aðeins að skrá í úthlutaðann hóp.
Það er mikilvægt að foreldrar skrái iðkendur í rétta hópa í réttri fimleikagrein. Tilfærslur geta haft auka kostnað í för með sér og því mikilvægt að vanda skráninguna.
Grunnhópar, smellið hér
Fimleikar fyrir alla, smellið hér
Keppnis og úrvalshópar, smellið hér
Fimleikaþrek fyrir 12-15 ára
Fimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá fimleikaþrek fyrir alla á aldrinum 12-15 ára í júní. Ekki eru gerðar kröfur um grunn í fimleikum og því er námskeiðið opið fyrir alla áhugasama.
Uppsetning námskeiðs
- Markmiðasetning
- Þrek og teygjur
- Almenn fræðsa um heilbrigðan lífsstíl
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11.júní og er kennt alla virka daga.
Hægt að skrá sig á eina viku í senn eða allt námskeiðið í heild.
Skráning er opin HÉR
Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi
Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.
Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins. Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.
Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Vorsýning fimleikadeildar
Boðið verður upp á 4 sýningar fimmtudaginn 30.maí
Sýning 1 – kl. 10:00
Sýning 2 – kl. 12:00
Sýning 3 – kl. 14:00
Sýning 4 – kl. 16:00
Miðaverð
17 ára og eldri – 1.500 kr
6 til 16 ára – 1.000 kr
5 ára og yngri – Frítt
Athugið! Miðasala fer fram hér: https://fjolnisverslun.felog.is/verslun. Kaupandi fær kvittun í tölvupósti með QR-kóða sem er svo skannaður við innganginn.
#FélagiðOkkar
Settu vorsýninguna í dagatalið þitt með því að boða komu þína á Facebook viðburðinn: https://www.facebook.com/events/2325831370794007/
Íslandsmót í hópfimleikum og stökkfimi
Íslandsmót í hópfimleikum lauk núna um helgina með keppni hjá 3.-2.flokki. Mótið var haldið í Aftureldingu og var öll umgjörð mótsins til fyrirmyndar.
Fjölnir átti fjögur lið á mótinu sem náðu öll frábærum árangri og framförum frá síðustu mótum. Félagið skilaði inn tveimur Íslandsmeistaratitlum heim um þessa helgi.
Í lok apríl fór fram fyrri hluti Íslandsmótsins, keppt var í strákaflokkum, yngri og eldri og 5.-4.flokk. Fimm lið frá Fjölni kepptu í þessum hluta mótsins og var helgin skemmtileg og dýrmæt reynsla í bankann hjá öllum.
Öll lið okkar í A-deild og KK-yngri hafa því fengið þátttökurétt á Deildarmeistaramóti í hópfimleikum sem fer fram í júní.
Við viljum óska iðkendum, þjálfurum og foreldrum til hamingju með einstakan árangur Fjölnis í vetur.
Hér má sjá lið frá Fjölni sem náðu verðlaunasæti á Íslandsmóti 2019.
Fjölnir KK-Yngri – Íslandsmeistarar
Fjölnir KK – Eldri – 3.sæti
Fjölnir 5.flokkur – 2.sæti
Fjölnir 4.flokkur A – 3.sæti
Fjölnir 3.flokkur A – Íslandsmeistarar
Fjölnir 3.flokkur B – 4.sæti
Fjölnir 2.flokkur A – Íslandsmeistarar
Fjölnir 2.flokkur B – 2.sæti