Sumarnámskeið 2021

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Úrvalið hefur aldrei verið jafn glæsilegt og til viðbótar við stök námskeið bjóðum við upp á heildræna dagskrá yfir allan daginn í Fjölni. Þar gefst forráðamönnum barna fædd 2011-2014 (árgangur 2015 bætist við í ágúst) tækifæri á að setja saman skemmtilega dagskrá yfir allan daginn með vali um heita máltíð. Við hlökkum til að sjá barnið þitt á námskeiðum hjá okkur í allt sumar. Skráningar á námskeiðin fer fram í vefsölunni okkar – smelltu HÉR!

Hvað er í boði?

 • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn þinn. Börn fædd 2011-2015
 • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2011-2015
 • Tennisæfingar
 • Handboltanámskeið
 • Sundnámskeið
 • Körfuboltabúðir
 • Listskautabúðir
 • Karatenámskeið

Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll í júní og ágúst þar sem börn fædd 2011-2014 fá tækifæri á að velja um hálfan eða heilan dag, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður en hann hefst á samverustund barnanna milli kl. 08:00 og 09:00. Eftir hana fara þau í íþróttina sem þau völdu fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegi er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Að lokum endum við daginn á notalegri samverustund milli kl. 16:00 og 16:30.

Í boði er að velja heilan eða hálfan dag, með eða án heitri máltíð. Allar nánari upplýsingar má nálgast HÉR og í skjölunum fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst er fyrir öll börn fædd 2011-2015 sem hafa áhuga á að taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi. Þar mun hópurinn heimsækja og prófa mismunandi íþróttagreinar yfir vikuna. Við munum nýta góða veðrið og fara í skemmtilegar ferðir. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður en hann hefst á samverustund barnanna milli kl. 08:00 og 09:00. Fyrir og eftir hádegishlé fá börnin að kynnast fjölbreyttu íþróttastarfi Fjölnis. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Að lokum endum við daginn á notalegri samverustund milli kl. 16:00 og 16:30.

Allar nánari upplýsingar má nálgast HÉR og í skjölunum fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Tennisæfingar Fjölnis og Þróttar sumarið 2021

Staðsetning: Tennisvellir Fjölnis við Egilshöll og Tennisvellir Þróttar í Laugardal

Fjölnir og Þróttur munu aftur sameina krafta sína og halda sameiginlegar sumaræfingar í ár. Tennisæfingar eru í boði fyrir börn og ungmenni, sem og fullorðna á öllum getustigum. Yfirþjálfari er Carola Frank.

Carola Frank hefur starfað hjá félaginu síðan 2001 og er hún yfirþjálfari tennisdeildar Fjölnis. Hún hefur PhD gráðu í Hreyfigreiningafræði og Snemmtækri íhlutun í hreyfiþroska, M.Sc. gráðu í sérkennslu í íþróttafræði, og B.Sc. gráðu í íþróttakennslu. Hún starfar einnig hjá lyfjafyritæki sem framkvæmdastjóri. Carola kemur frá Brasilíu og keppti þar á unglingsárunum en fékk íþróttastyrk til fjögurra ára til að stunda háskólatennis í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún fyrir Auburn University í Montgomery, Alabama. Hún hefur líka reynslu á WTA (tennismótaröð atvinnu tennis kvenna) en hún tók þátt mótunum frá 1984 til 1992. Hún hefur verið landsliðsþjálfari kvenna á Íslandi og sér nú um þróunarverkefni fyrir TSÍ. Aðrir þjálfarar á námskeiðinu eru Alana Elín og Irka Cacicedo, nánari upplýsingar um þær má finna hér.

Æfingar munu hefjast 7. júní og standa til 16. ágúst

Mánudagar – Tennisvellir Þróttar í Laugardal

17:00-18:30 – Keppnishópur yngri (Þjálfari: Carola)

18:30-19:30 – Framhaldshópur og fullorðnir lengra komnir (Þjálfari: Carola)

Þriðjudagar – Tennisvellir Fjölnis við Egilshöll

17:30-18:30 – Fullorðnir – byrjendur, með smá reynslu (Þjálfari: Irka)

18:30-19:30 – Fullorðnir – byrjendur, að koma í fyrsta skipti (Þjálfari: Irka)

Miðvikudagar – Tennisvellir Þróttar í Laugardal

17:00-18:30 – Keppnishópur yngri (Þjálfari: Carola)

Skráningar berast til Carolu með tölvupósti

18:30-19:30 – Framhaldshópur og fullorðnir lengra komnir (Þjálfari: Carola)

Verðlisti

 1 mánuður2 mánuðir2 og hálfur mánuður (til 16. ágúst)
1 klst. á viku13.000 kr.24.000 kr.32.000 kr.
1,5 klst. á viku19.500 kr.30.000 kr.38.000 kr.
2 klst. á viku24.000 kr.36.000 kr.40.000 kr.
3 klst. á viku30.000 kr.40.000 kr.55.000 kr.

Klippikort verða í gildi í allt sumar, sem býður upp á þann kost að mæta þegar hentar

 • 5 skipta kort – 20.000 kr.
 • 10 skipta kort – 36.000 kr.

Þrek einkaþjálfun og einkaþjálfun fyrir keppnisfólk – tvisvar í mánuði með þjálfara Alönu Elínu.

Fjölnis/Þróttar meðlimir: 10.500 kr. fyrir allt sumarið

Aðrir: 15.000 kr. fyrir allt sumarið

ATH. gjald er tekið ef ekki er mætt í bókaða einkatíma á verði eins tíma (7.000 kr.). Afbókanir verða að berast með sólarhrings fyrirvara.

Þjálfarar meta hvaða hópur hentar hverjum og einum.

Einnig er hægt að fá einkaþjálfun í tennis á öðrum tímum.

Nánari upplýsingar veita Carola Frank og skrifstofa Fjölnis eða í síma 578-2700

Þeir sem skrá sig á sumarnámskeið verður boðinn 50% afsláttur af árgjaldi af notkun Tennisvalla Þróttar í Laugardal. Nánari upplýsingar veitir Bragi Leifur Hauksson, sími 864-2273.

Fyrirmælum íþróttahreyfingarinnar og sóttvarnarlæknis verður fylgt!

Handboltadeild Fjölnis verður með nokkur námskeið í boði í sumar. Námskeið fyrir yngri iðkendur eru hluti af Sumarnámskeiðum í Egilshöll og verða eftir hádegi í júní og fyrir hádegi í ágúst.

Einnig verða námskeið fyrir eldri iðkendur en meiri upplýsingar um hvert námskeið má finna hér að neðan.

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR, einnig er hægt að smella á hnappana hér að neðan til að skoða hvert námskeið. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Sumaræfingar 5. flokks í Fjölni fara fram 14. júní – 9. júlí og eru fyrir þá krakka sem skipa munu 5. flokk á næsta ári. Námskeiðið er bæði fyrir stráka og stelpur. Æfingarnar fara fram í Fjölnishöll, þær verða þrisvar sinnum í viku á mán, þri og mið og verða fjölbreyttar. Æfingarnar eru milli kl. 16:30-17:30. Einstaklingsþjálfun, skottækni, varnarvinna, samspil, skemmtun, markmannsþjálfun, styrktaræfingar og fjölbreytt þolþjálfun eru meðal þeirra atriða sem lögð verður áhersla á.

Verð: 6000,- kr.

Skrá á námskeið

Handboltaskólinn er fyrir 5. – 6. bekk (f. 2010-2011) og er bæði fyrir stráka og stelpur og skiptir engu máli þó að barnið hafi æft áður eða ekki. Allir eru velkomnir. Farið verður yfir grunnæfingar í handbolta með leikjum og skemmtilegum æfingum. Námskeiðið fer fram í Fjölnishöll. Skólastjóri er Andri Sigfússon yfirþjálfari handknattleiksdeildar.

Námskeið 1 (4 dagar) 3. – 6.ágúst kl. 09:00-12:00

Námskeið 2 (5 dagar) 9. – 13.ágúst kl. 09:00-12:00

Námskeið 3 (5 dagar) 16. – 20.ágúst kl. 09:00-12:00

 

Verð fyrir viku 1: 5520,- kr.

Verð fyrir viku 2: 6900,- kr.

Verð fyrir viku 3: 6900,- kr.

Verð fyrir allar vikurnar 15.900,- kr.

Skrá á viku 1Skrá á viku 2Skrá á viku 3Skrá á allar vikur

Afreksskólinn er fyrir 7. – 10. bekk (f. 2006-2009) og er bæði fyrir stráka og stelpur sem eru að fara í 4. og 5. flokk og vilja auka við getu og þekkingu sína. Afreksskólinn er sambland af fræðslu og æfingum og verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Námskeiðið fer fram í Dalhúsum. Skólastjóri er Andri Sigfússon yfirþjálfari.

Námskeið 1  3. – 5.ágúst kl. 12:30-14:00

Námskeið 2  9. – 13.ágúst kl. 12:30-14:00

Námskeið 3  16. – 20.ágúst kl. 12:30-14:00

 

Verð fyrir viku 1: 5900,- kr.

Verð fyrir viku 2: 5900,- kr.

Verð fyrir viku 3: 5900,- kr.

Verð fyrir allar vikurnar 12.900,- kr.

Skrá á viku 1Skrá á viku 2Skrá á viku 3Skrá á allar vikur

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug fyrir börn 4 – 10 ára. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Vekjum athygli á að: Börnum á aldrinum 7-10 ára er boðið að koma og taka þátt með þeim formerkjum að hægt er að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR, einnig er hægt að smella á hnappana hér að neðan til að skoða hvert námskeið. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis verður með nokkur námskeið í boði í sumar. Námskeið fyrir yngri iðkendur eru hluti af Sumarnámskeiðum í Egilshöll og verða fyrir hádegi í júní og eftir hádegi í ágúst.

Körfuboltabúðir verða í Egilshöll fyrir eldri iðkendur og eru fjórar vikur í boði fyrir iðkendur fædda 2011 eða eldri. Þjálfarar í búðunum verða Halldór Karl Þórsson, yfirþjálfari, og honum til aðstoðar verða Emma Sóldís og Karl Ísak.

 • 7. – 11. júní
 • 14. – 18. júní
 • 21. – 25. júní
 • 28. – 2. júlí

Æfingar fyrir árganga 2006-2007 verða kl. 16:30-18:00

 • Verð fyrir 1 viku er 9.900 kr
 • Verð fyrir 4 vikur er 29.700 kr
Skráning 2006-2007 1. vikaSkráning 2006-2007 4. vikur

Æfingar fyrir árganga 2008-2009 verða kl. 14:30-16:00

 • Verð fyrir 1 viku er 7.900 kr
 • Verð fyrir 4 vikur er 23.700 kr
Skráning 2008-2009 1.vikaSkráning 2008-2009 4. vikur

Æfingar fyrir árganga 2010-2011 verða kl. 13:00-14:30

 • Verð fyrir 1 viku er 4.900 kr
 • Verð fyrir 4 vikur er 14.700 kr
Skráning 2010-2011 1. vikaSkráning 2010-2011 4. vikur

Skráning fer fram með því að ýta á hnappana hér að ofan eða í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Listhlaupadeild Fjölnis verður með nokkur námskeið í boði í sumar. Námskeið fyrir yngri iðkendur og styttra komna eru hluti af Sumarnámskeiðum í Egilshöll og eru í boði námskeið fyrir hádegi, eftir hádegi eða heilsdagsnámskeið. Listskautanámskeiðið er fyrir 6 – 13 ára (Börn fædd 2008-2014), skipt verður í minni hópa eftir aldri og getu. Árgangur 2015 bætist við í ágúst.

Fjölnir mun halda listskautabúðir dagana 14. júní til 2. júlí. Æfingabúðirnar eru fyrir skautara á framhaldsstigi og eru opnar skauturum úr öðrum félögum. Allir skautarar fara í hóp sem hentar þeirra getustigi og er um heilsdagsprógram að ræða. Á hverjum degi eru fjórir ístímar, einn danstími og ein styrktar- eða þrekæfing. Hægt er að kaupa hádegismat aukalega.

Þjálfari á svelli í búðunum verður Rebecca Boyden, en hún hefur áður starfað fyrir félagið sem yfirþjálfari við góðan orðstýr. Rebecca starfar nú sem skautaþjálfari í New York í Bandaríkjunum og hefur áralanga reynslu af þjálfun skautara á öllum getustigum. Ásamt henni verður Kamila Jezierska Melo með danstímana, en hún hefur starfað með okkur síðan 2019 og hefur hún mikla þekkingu og reynslu sem dansari og starfað lengi sem danskennari, meira um hana má lesa hér. Þrek- og styrktarþjálfun verður hjá Malín Öglu Kristjánsdóttur. Malín er fyrrum samkvæmisdansari og æfði einnig listskauta í mörg ár, og starfar hún í dag sem einkaþjálfari. Hún mun leggja áherslu á styrktarþjálfun og þolþjálfun ásamt teygjum. Hún leggur áherslu á að rækta líkamlega sem og andlega heilsu. 

Vika 1 – 14. – 18. júní (frí 17. júní)

 • Verð 28.000

Vika 2 – 21. – 25. júní

 • Verð 35.000

Vika 3 – 28. júní – 2. júlí

 • Verð 35.000

 

Í ágúst verða æfingabúðir í eina viku til undirbúnings fyrir komandi vetur. Fyrirkomulagið verður það sama og í júní búðunum. Þjálfari í ágúst verður Lorelei Murphy, yfirþjálfari listhlaupadeildarinnar.

Vika 5 – 9. – 13. ágúst

 • Verð 35.000

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR, einnig er hægt að smella á hnappana hér að neðan til að skoða hvert námskeið. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Vika 1 - 14. - 18. júníVika 2 - 21. - 25. júníVika 3 - 28. júní - 2. júlíVika 5 - 9. - 13. ágúst

Karateþrek með sjálfsvörn & styrktarþjálfun

Hefur þú alltaf viljað læra sjálfsvörn og bæta þig í þreki í leiðinni?

Eða hefur þú áhuga á að styrkja þig?

Ný námskeið eru að hefjast þann 2.júní 2021.

Í boði eru þrennskonar fjögurra vikna námskeið, karateþrek með sjálfsvörn fyrir 13 til 18 ára eða 18+. Svo er líka í boði aðeins styrktar þjálfun fyrir 18+. Æft verður þrisvar sinnum í viku, klukkustund í senn.

Á karateþrek og sjálfvarnarnámskeiðinu verður æfð tækni sem nýtist við sjálfsvörn og sjálfsstyrkingu. Farið verður í almenna sjálfsvarnartækni sem á rætur að rekja til karate og annarra bardagalista. Auk þess eru teknar þrek æfingar til að bæta þol og styrk.

Einnig er í boði styrktar þjálfunar námskeið. Þar verður farið í ítarlega styrktar þjálfun fyrir allan líkamann. Unnið er með ketilbjöllur, teygjur, lóð og eigin líkamsþyngd.

Þjálfarinn Snæbjörn hefur margra ára reynslu í bardagalist, sjálfsvörn, er með 3.dan í karate. Hann er með þjálfararéttindi ÍSÍ og er menntaður styrktarþjálfari frá Háskólanum á Keili.

Forskráning er hafin! Fyrir nánari upplýsingar og skráningu hafið samband við Snæbjörn Willemsson í síma: 6166493 eða í gegnum tölvupóst: snaeji10@gmail.com

Styrktarþjálfun

Hvar: Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær: Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum

Kostnaður: 25.000 kr

18+ : 18:00 – 19:00

Lengd: 4 vikur, 2.júní – 30.júní

Karateþrek með sjálfsvörn

Hvar: Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær: Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum

Kostnaður: 25.000 kr

13 – 18 ára : 17:00 – 18:00

18+ : 19:00 – 20:00

Lengd: 4 vikur, 2.júní – 30.júní

Styrktarþjálfun 18 ára og eldriKarateþrek með sjálfsvörn 18 ára og eldriKarateþrek með sjálfsvörn 13-18 ára

Sumarnámskeið Íshokkídeildar Fjölnis í ágúst – skemmtilegt námskeið fyrir stelpur og stráka

Íshokkídeild fjölnis býður upp á heildags íshokkínámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna vikuna 3. – 6. ágúst.
Tilvalið fyrir þá sem eru að taka sín fystu skref á ísnum og vilja gera sig klár fyrir íshokkí í haust. Um er að ræða 4 daga þar sem er farið 2x á skauta yfir daginn. Nema að á föstudeginum ætlum við að nota tímann eftir hádegið til að gera eitthvað skemmtilegt saman innan sem utan Egilshallarinnar.
Ekki er gerð krafa um það að kunna á skauta eða íshokkí. Þessi námskeið eru ætluð stelpum og strákum fædd 2008-2014. Skipt verður upp í tvo aldurshópa. 2012-2014 og 2008-2011.

Markmið okkar hjá Fjölni með þessu námskeiðum eru:
• Að ýta undir færni hjá nýjum iðkendum svo þau komi betur undirbúin inn í sinn flokk næsta vetur.
• Að bjóða nýjum iðkendur í íshokkí upp á bestu möguleigu grunnþjálfun. Hver og einn fær betri athygli þjálfara. Með minni hópum er minni truflun.
• Auka vinnugleði. Þessi námskeið eru bæði skemmtileg, lærdómsrík, góð leið til fá mikla hreyfingu og læra um leið “svölustu íþrótt í heimi”.

Frábært námskeið fyrir þá sem, eru að taka sín fyrstu skref á skautunum, kunna á skauta, vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst.

Verð og skráning
Verð fyrir vikuna er 18.500kr. og er innifalið heitur hádegismatur alla dagana. Við lánum allan útbúnað sem þarf til að geta stundað “Svölustu íþrótt í heimi”. Skráning fer fram í netverslun Fjölnis. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá hokki@fjolnir.is eða í síma 792-2255.

Skráning á námskeiðið fer fram hér

Vikan 9. – 13. ágúst

 • Í boði verður námskeið fyrir börn fædd 2011-2015 í samstarfi við aðrar deildir félagsins líkt og var í júní
 • Íshokkí er í boði fyrir og eftir hádegi, sem og allan daginn
 • Val er um heita máltíð í hádeginu
 • Námskeiðið er bæði fyrir þau sem eru að taka fyrstu skref á ísnum sem og þá sem hafa æft áður og hentar bæði stelpum og strákum
 • Hægt er að fá allan búnað sem þarf lánaðan á staðnum

Skráning á námskeið fyrir hádegi fer fram hér

Skráning á námskeið eftir hádegi fer fram hér

Skráning í mat fer fram hér

Markmið okkar hjá Fjölni með þessu námskeiðum eru:

 • Að ýta undir færni hjá nýjum iðkendum svo þau komi betur undirbúin inn í sinn flokk næsta vetur.
 • Að bjóða nýjum iðkendur í íshokkí upp á bestu möguleigu grunnþjálfun. Hver og einn fær betri athygli þjálfara. Með minni hópum er minni truflun.
 • Auka vinnugleði. Þessi námskeið eru bæði skemmtileg, lærdómsrík, góð leið til fá mikla hreyfingu og læra um leið „svölustu íþrótt í heimi“.

Frábær námskeið fyrir þá sem, eru að taka sín fyrstu skref á skautunum, kunna á skauta, vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst.

Við lánum allan útbúnað sem þarf til að geta stundað „Svölustu íþrótt í heimi“. Skráning fer fram í netverslun Fjölnis. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá hokki@fjolnir.is eða í síma 792-2255. Viljum benda iðkendum sem hafa verið hjá okkur í vetur að fylgjast með Facebook síðunni okkar varðandi æfingar og ístíma í sumar.

Þegar Pei greiðsluleið er notuð þá kann kaupanda að vera flett upp í upplýsingaveitum sem Creditinfo rekur.  Slík uppfletting er framkvæmd af Greiðslumiðlun ehf. sem á og rekur greiðsluleiðina Pei en slíkar uppflettingar hafa ekki áhrif á lánshæfismat greiðandans hjá Creditinfo.