Sumarnámskeið 2021

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Úrvalið hefur aldrei verið jafn glæsilegt og til viðbótar við stök námskeið bjóðum við upp á heildræna dagskrá yfir allan daginn í Fjölni. Þar gefst forráðamönnum barna fædd 2011-2014 (árgangur 2015 bætist við í ágúst) tækifæri á að setja saman skemmtilega dagskrá yfir allan daginn með vali um heita máltíð. Við hlökkum til að sjá barnið þitt á námskeiðum hjá okkur í allt sumar. Skráningar á námskeiðin fer fram í vefsölunni okkar – smelltu HÉR!

Hvað er í boði?

 • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn þinn. Börn fædd 2011-2014
 • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2011-2015
 • Tennisæfingar
 • Handboltanámskeið
 • Sundnámskeið
 • Körfuboltabúðir
 • Listskautabúðir

Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll í júní og ágúst þar sem börn fædd 2011-2014 fá tækifæri á að velja um hálfan eða heilan dag, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður en hann hefst á samverustund barnanna milli kl. 08:00 og 09:00. Eftir hana fara þau í íþróttina sem þau völdu fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegi er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Að lokum endum við daginn á notalegri samverustund milli kl. 16:00 og 16:30.

Í boði er að velja heilan eða hálfan dag, með eða án heitri máltíð. Allar nánari upplýsingar má nálgast HÉR og í skjölunum fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst er fyrir öll börn fædd 2011-2015 sem hafa áhuga á að taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi. Þar mun hópurinn heimsækja og prófa mismunandi íþróttagreinar yfir vikuna. Við munum nýta góða veðrið og fara í skemmtilegar ferðir. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður en hann hefst á samverustund barnanna milli kl. 08:00 og 09:00. Fyrir og eftir hádegishlé fá börnin að kynnast fjölbreyttu íþróttastarfi Fjölnis. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Að lokum endum við daginn á notalegri samverustund milli kl. 16:00 og 16:30.

Allar nánari upplýsingar má nálgast HÉR og í skjölunum fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Tennisæfingar Fjölnis og Þróttar sumarið 2021

Staðsetning: Tennisvellir Fjölnis við Egilshöll og Tennisvellir Þróttar í Laugardal

Fjölnir og Þróttur munu aftur sameina krafta sína og halda sameiginlegar sumaræfingar í ár. Tennisæfingar eru í boði fyrir börn og ungmenni, sem og fullorðna á öllum getustigum. Yfirþjálfari er Carola Frank.

Carola Frank hefur starfað hjá félaginu síðan 2001 og er hún yfirþjálfari tennisdeildar Fjölnis. Hún hefur PhD gráðu í Hreyfigreiningafræði og Snemmtækri íhlutun í hreyfiþroska, M.Sc. gráðu í sérkennslu í íþróttafræði, og B.Sc. gráðu í íþróttakennslu. Hún starfar einnig hjá lyfjafyritæki sem framkvæmdastjóri. Carola kemur frá Brasilíu og keppti þar á unglingsárunum en fékk íþróttastyrk til fjögurra ára til að stunda háskólatennis í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún fyrir Auburn University í Montgomery, Alabama. Hún hefur líka reynslu á WTA (tennismótaröð atvinnu tennis kvenna) en hún tók þátt mótunum frá 1984 til 1992. Hún hefur verið landsliðsþjálfari kvenna á Íslandi og sér nú um þróunarverkefni fyrir TSÍ. Aðrir þjálfarar á námskeiðinu eru Alana Elín og Irka Cacicedo, nánari upplýsingar um þær má finna hér.

Æfingar munu hefjast 7. júní og standa til 16. ágúst

Mánudagar – Tennisvellir Þróttar í Laugardal

17:00-18:30 – Keppnishópur yngri (Þjálfari: Carola)

18:30-19:30 – Framhaldshópur og fullorðnir lengra komnir (Þjálfari: Carola)

Þriðjudagar – Tennisvellir Fjölnis við Egilshöll

17:30-18:30 – Fullorðnir – byrjendur, með smá reynslu (Þjálfari: Irka)

18:30-19:30 – Fullorðnir – byrjendur, að koma í fyrsta skipti (Þjálfari: Irka)

Miðvikudagar – Tennisvellir Þróttar í Laugardal

17:00-18:30 – Keppnishópur yngri (Þjálfari: Carola)

Skráningar berast til Carolu með tölvupósti

18:30-19:30 – Framhaldshópur og fullorðnir lengra komnir (Þjálfari: Carola)

Verðlisti

 1 mánuður2 mánuðir2 og hálfur mánuður (til 16. ágúst)
1 klst. á viku13.000 kr.24.000 kr.32.000 kr.
1,5 klst. á viku19.500 kr.30.000 kr.38.000 kr.
2 klst. á viku24.000 kr.36.000 kr.40.000 kr.
3 klst. á viku30.000 kr.40.000 kr.55.000 kr.

Klippikort verða í gildi í allt sumar, sem býður upp á þann kost að mæta þegar hentar

 • 5 skipta kort – 20.000 kr.
 • 10 skipta kort – 36.000 kr.

Þrek einkaþjálfun og einkaþjálfun fyrir keppnisfólk – tvisvar í mánuði með þjálfara Alönu Elínu.

Fjölnis/Þróttar meðlimir: 10.500 kr. fyrir allt sumarið

Aðrir: 15.000 kr. fyrir allt sumarið

ATH. gjald er tekið ef ekki er mætt í bókaða einkatíma á verði eins tíma (7.000 kr.). Afbókanir verða að berast með sólarhrings fyrirvara.

Þjálfarar meta hvaða hópur hentar hverjum og einum.

Einnig er hægt að fá einkaþjálfun í tennis á öðrum tímum.

Nánari upplýsingar veita Carola Frank og skrifstofa Fjölnis eða í síma 578-2700

Þeir sem skrá sig á sumarnámskeið verður boðinn 50% afsláttur af árgjaldi af notkun Tennisvalla Þróttar í Laugardal. Nánari upplýsingar veitir Bragi Leifur Hauksson, sími 864-2273.

Fyrirmælum íþróttahreyfingarinnar og sóttvarnarlæknis verður fylgt!

Handboltadeild Fjölnis verður með nokkur námskeið í boði í sumar. Námskeið fyrir yngri iðkendur eru hluti af Sumarnámskeiðum í Egilshöll og verða eftir hádegi í júní og fyrir hádegi í ágúst.

Einnig verða námskeið fyrir eldri iðkendur en meiri upplýsingar um hvert námskeið má finna hér að neðan.

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR, einnig er hægt að smella á hnappana hér að neðan til að skoða hvert námskeið. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Sumaræfingar 5. flokks í Fjölni fara fram 14. júní – 9. júlí og eru fyrir þá krakka sem skipa munu 5. flokk á næsta ári. Námskeiðið er bæði fyrir stráka og stelpur. Æfingarnar fara fram í Fjölnishöll, þær verða þrisvar sinnum í viku á þri, mið og fim og verða fjölbreyttar. Einstaklingsþjálfun, skottækni, varnarvinna, samspil, skemmtun, markmannsþjálfun, styrktaræfingar og fjölbreytt þolþjálfun eru meðal þeirra atriða sem lögð verður áhersla á.

Verð: 6000,- kr.

Skrá á námskeið

Handboltaskólinn er fyrir 5. – 6. bekk (f. 2010-2011) og er bæði fyrir stráka og stelpur og skiptir engu máli þó að barnið hafi æft áður eða ekki. Allir eru velkomnir. Farið verður yfir grunnæfingar í handbolta með leikjum og skemmtilegum æfingum. Námskeiðið fer fram í Fjölnishöll. Skólastjóri er Andri Sigfússon yfirþjálfari handknattleiksdeildar.

Námskeið 1 (4 dagar) 3. – 6.ágúst kl. 09:00-12:00

Námskeið 2 (5 dagar) 9. – 13.ágúst kl. 09:00-12:00

Námskeið 3 (5 dagar) 16. – 20.ágúst kl. 09:00-12:00

 

Verð fyrir viku 1: 5520,- kr.

Verð fyrir viku 2: 6900,- kr.

Verð fyrir viku 3: 6900,- kr.

Verð fyrir allar vikurnar 15.900,- kr.

Skrá á viku 1Skrá á viku 2Skrá á viku 3Skrá á allar vikur

Afreksskólinn er fyrir 7. – 10. bekk (f. 2006-2009) og er bæði fyrir stráka og stelpur sem eru að fara í 4. og 5. flokk og vilja auka við getu og þekkingu sína. Afreksskólinn er sambland af fræðslu og æfingum og verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Námskeiðið fer fram í Dalhúsum. Skólastjóri er Andri Sigfússon yfirþjálfari.

Námskeið 1  3. – 5.ágúst kl. 12:30-14:00

Námskeið 2  9. – 13.ágúst kl. 12:30-14:00

Námskeið 3  16. – 20.ágúst kl. 12:30-14:00

 

Verð fyrir viku 1: 5900,- kr.

Verð fyrir viku 2: 5900,- kr.

Verð fyrir viku 3: 5900,- kr.

Verð fyrir allar vikurnar 12.900,- kr.

Skrá á viku 1Skrá á viku 2Skrá á viku 3Skrá á allar vikur

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Vekjum athygli á að: Börnum á aldrinum 7-10 ára er boðið að koma og taka þátt með þeim formerkjum að hægt er að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR, einnig er hægt að smella á hnappana hér að neðan til að skoða hvert námskeið. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis verður með nokkur námskeið í boði í sumar. Námskeið fyrir yngri iðkendur eru hluti af Sumarnámskeiðum í Egilshöll og verða fyrir hádegi í júní og eftir hádegi í ágúst.

Körfuboltabúðir verða í Egilshöll fyrir eldri iðkendur og eru fjórar vikur í boði fyrir iðkendur fædda 2010 eða eldri. Þjálfarar í búðunum verða Halldór Karl Þórsson, yfirþjálfari, og honum til aðstoðar verða Emma Sóldís og Karl Ísak.

 • 7. – 11. júní
 • 14. – 18. júní
 • 21. – 25. júní
 • 28. – 2. júlí

Æfingar fyrir árganga 2006 og eldri verða kl. 16:30-18:00

 • Verð fyrir 1 viku er 9.900 kr
 • Verð fyrir 4 vikur er 29.700 kr

Æfingar fyrir árganga 2007-2008 verða kl. 14:30-16:00

 • Verð fyrir 1 viku er 7.900 kr
 • Verð fyrir 4 vikur er 23.700 kr

Æfingar fyrir árganga 2009-2010 verða kl. 13:00-14:30

 • Verð fyrir 1 viku er 4.900 kr
 • Verð fyrir 4 vikur er 14.700 kr

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR, einnig er hægt að smella á hnappana hér að neðan til að skoða hvert námskeið. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Listhlaupadeild Fjölnis verður með nokkur námskeið í boði í sumar. Námskeið fyrir yngri iðkendur og styttra komna eru hluti af Sumarnámskeiðum í Egilshöll og eru í boði námskeið fyrir hádegi, eftir hádegi eða heilsdagsnámskeið.

Fjölnir mun halda listskautabúðir dagana 14. júní til 2. júlí. Æfingabúðirnar eru fyrir skautara á framhaldsstigi og eru opnar skauturum úr öðrum félögum. Allir skautarar fara í hóp sem hentar þeirra getustigi og er um heilsdagsprógram að ræða. Á hverjum degi eru fjórir ístímar, einn danstími og ein styrktar- eða þrekæfing. Hægt er að kaupa hádegismat aukalega. Þjálfari í búðunum verður Rebecca Boyden, en hún hefur áður starfað fyrir félagið sem yfirþjálfari við góðan orðstýr. Rebecca starfar nú sem skautaþjálfari í New York í Bandaríkjunum og hefur áralanga reynslu af þjálfun skautara á öllum getustigum.

Vika 1 – 14. – 18. júní (frí 17. júní)

 • Verð 28.000

Vika 2 – 21. – 25. júní

 • Verð 35.000

Vika 3 – 28. júní – 2. júlí

 • Verð 35.000

 

Í ágúst verða æfingabúðir í eina viku til undirbúnings fyrir komandi vetur. Fyrirkomulagið verður það sama og í júní búðunum. Þjálfari í ágúst verður Lorelei Murphy, yfirþjálfari listhlaupadeildarinnar.

Vika 5 – 9. – 13. ágúst

 • Verð 35.000

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR, einnig er hægt að smella á hnappana hér að neðan til að skoða hvert námskeið. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.