Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu: Sindri – Fjölnir, 3:1

Laugardaginn 7. september héldu Fjölniskonur alla leið á Höfn í Hornafirði. Því miður voru spilin ekki okkur hag þennan daginn en okkur vantaði fjóra leikmenn og endurspeglaði það því miður leikinn. Byrjunin gekk brösulega þrátt fyrir góð færi en við náðum því miður ekki að nýta þau nógu vel. Í staðinn tókst Sindrakonum að notfæra sér mistök okkar og tók þannig forystuna. Í seinni hálfleik varð liðið árásargjarnara og náði að setja góða pressu á andstæðinginn. Þar náðist að skora eitt mark en því miður voru þau ekki fleiri okkar megin. Sindri náði að nýta færin sín og voru heilt yfir betri þennan daginn. Þetta var því fyrsta tap Fjölniskvenna í B úrslitum.

Í þessum leik léku tvær af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sinn fyrsta leik fyrir Fjölni:

Agnes Liv Pétursdóttir Blöndal, fædd 2007

Helena Fönn Hákonardóttir, fædd 2010

Markaskorari leiksins:

Eva Karen Sigurdórsdóttir

Síðasti leikur tímabilsins er næsta laugardag, 14. september kl. 14:00 á Extra vellinum gegn KH. Við viljum því hvetja alla til að koma og styðja liðið í þessum síðasta leik!