Uppskeruhátið Fjölnis fór fram í kvöld, þann 13. desember. Hún Helga Þóra Sigurjónsdóttir hlaut titilinn Íþróttakona ársins 2023. Helga er með bestu hástökkvurum á landinu í kvennaflokki. Hennar besta afrek árið 2023 er stökk upp 1,77 m á Stökkmóti FH og Meistaramóti Íslands utanhúss, en sá árangur skilaði henni Íslandsmeistaratitli og er annar besti árangur konu utanhúss á árinu og jöfnun á besta árangri innanhúss. Jafnframt er þetta 8. besti árangur sem íslensk kona hefur stokkið. Sá árangur gefur 994 WA stig sem er frábær árangur.

Við óskum Helgu Þóru innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Mynd: Baldvin Berndsen