Þrepamót í 4. og 5.þrepi
Nú um helgina fór fram Þrepamót 2. Mótið var haldið í fimleikasal Gerplu í Versölum.
Keppt var í 4. og 5. .þrepi drengja og stúlkna og átti Fjölnir nokkra keppendur á mótinu.
Öll úrslit má skoða Hér
Meðfylgjandi eru svipmyndir sem voru birtar á heimasíðu fimleikasambandsins
Guðlaug Ásgeirsdóttir gengur til liðs við Fjölni
Guðlaug Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við Fjölni. Guðlaug, sem er fædd árið 2005, er uppalin hjá Val en kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Guðlaug er kantmaður, fljót og vinnusöm og með auga fyrir mörkum og stoðsendingum. Hún á að baki 30 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 4 mörk.
Knattspyrnudeild Fjölnis fagnar komu Guðlaugar og bindur miklar vonir við þennan hæfileikaríka leikmann.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Lovísa María Hermannsdóttir
Fjölnir hefur samið við Lovísu Maríu Hermannsdóttur út tímabilið 2024. Lovísa, sem er fædd árið 2001, er uppalin hjá FH en lék á síðasta tímabili með ÍH í 2. deild. Hún hefur samtals leikið 17 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark. Lovísa er sókndjarfur hægri bakvörður og er frábær viðbót við þann unga og spennandi sem við erum að byggja upp.
Það er því mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka leikmann sem verður spennandi að fylgjast með í sumar. Knattspyrnudeild Fjölnis hlakkar til komandi tíma saman og væntir mikils af samstarfinu
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
