Frítt hópfimleika námskeið

Dagana 14.- 16. júní ætlar Fimleikadeild Fjölnis að bjóða uppá hópfimleikanámskeið fyrir stelpur fæddar 2013-2014 endurgjaldslaust.
Námskeiðið verður kynnig fyrir hópfimleika og eina sem þarf að gera til þess að taka þátt er að skrá sig í gegnum þetta skráningarfrom https://forms.gle/knnRTuvDJRSLDLY99 

Virkilega flott þjálfarateymi mun sjá um námskeiðið og er engin krafa um grunn í fimleikum.

Mánudaginn 14.júní kl 10:30-12:00
Þriðjudaginn 15.júní kl 10:30-12:00
Miðvikudaginn 16.júní kl 10:30-12:00

Námskeiðinu lýkur kl 12.00 alla dagana og þá er hægt að skrá þau í hádegismat og jafnvel annað námskeið eftir hádegi á vegum Fjölnis ef það er áhugi fyrir því. Hægt að sjá úrval námskeiða og skrá hér https://fjolnir.is/felagid-okkar/sumarnamskeid-2021/ 

Athuga að það er takmarkað pláss, ekki gleyma að skrá ykkar stelpu.


Knattspyrnudeildin semur við efnilega leikmenn

Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.

Í samræmi við stefnu knattspyrnudeildar Fjölnis í að styrkja enn frekar og byggja upp kvennaknattspyrnu félagsins hefur félagið gert samninga við fjölda ungra knattspyrnumanna. Þessir ungu leikmenn eru í dag burðarstólpar 3. flokks, margar þegar byrjaðar að spila fyrir 2. flokk félagsins og stutt í framhaldið að þær verði hluti af meistaraflokki Fjölnis.

Það voru þeir Arngrímur Jóhann Ingimundarson yfirþjálfari yngri flokka kvenna, Sævar Reykjalín formaður barna- og unglingaráðs og Marinó Þór Jakobsson formaður meistaraflokksráðs kvenna sem undirrituðu samningana fyrir hönd knattspyrnudeildar.

Leikmenn sem samið var við eru: Rósa Lind Víkingsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Sigrún Heba Mánadóttir, Embla María Möller, Inga Júlíana Jónsdóttir, Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir og Arna Steina Eiríksdóttir.

#FélagiðOkkar


Adna Mesetovic kölluð í landsliðsverkefni

Adna Mesetovic, leikmaður meistaraflokks kvenna, hefur verið kölluð inn í A-landsliðshóp Bosníu og Hersegóvínu sem nú undirbýr sig fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins nú í haust.

Hún hefur nú þegar haldið utan til æfinga en þar að auki mun landslið Bosníu og Hersegóvínu leika vináttuleik við Búlgaríu.

Adna er framsækin miðjumaður sem uppalin er hjá Fjarðabyggð en gekk til liðs við okkur í Fjölni fyrir þetta tímabil.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum sterka leikmanni á komandi misserum.

 

#FélagiðOkkar