Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.

Í samræmi við stefnu knattspyrnudeildar Fjölnis í að styrkja enn frekar og byggja upp kvennaknattspyrnu félagsins hefur félagið gert samninga við fjölda ungra knattspyrnumanna. Þessir ungu leikmenn eru í dag burðarstólpar 3. flokks, margar þegar byrjaðar að spila fyrir 2. flokk félagsins og stutt í framhaldið að þær verði hluti af meistaraflokki Fjölnis.

Það voru þeir Arngrímur Jóhann Ingimundarson yfirþjálfari yngri flokka kvenna, Sævar Reykjalín formaður barna- og unglingaráðs og Marinó Þór Jakobsson formaður meistaraflokksráðs kvenna sem undirrituðu samningana fyrir hönd knattspyrnudeildar.

Leikmenn sem samið var við eru: Rósa Lind Víkingsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Sigrún Heba Mánadóttir, Embla María Möller, Inga Júlíana Jónsdóttir, Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir og Arna Steina Eiríksdóttir.

#FélagiðOkkar