Karen Birna framlengir

Penninn er á lofti hjá meistaraflokki kvenna þessa dagana.

Karen Birna Aradóttir hefur framlengt samning sinn við félagið.

Þetta eru góðar fréttir fyrir liðið og mikilvægt í áframhaldandi uppbyggingu meistaraflokks kvenna.

Karen átti oftar en ekki frábæra frammistöðu í leikjum liðsins í vetur og þá sérstaklega eftir áramót þegar liðið fór á flug.

Hún er einn af reyndari leikmönnum liðsins með 64 deildarleiki í meistaraflokki.

 


Flottur vetur hjá 3.fl.kvk

Tímabilið hjá stelpunum er búið að vera lærdómsríkt. Stelpurnar spiluðu í 2.deildinni í vetur ásamt því að margar þeirra hafi gegnt stóru hlutverki í meistaraflokknum. Margar sem hafa tekið miklum framförum og aðlagast nýjum leikstíl hratt og örugglega. Þær enduðu í 5.sæti í deildinni og duttu út í 8.liða úrslitum í bikar gegn Fylki sem fór alla leið í úrslitaleikinn. Þær sigruðu svo B-úrslitin með frábærri frammistöðu. Nú tekur við undirbúningur fyrir næsta tímabil og ætla stelpurnar sér að nýta þann tíma vel. Skemmtilegum vetri lokið hjá mjög svo samstilltum hópi.


Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur handknattleiksdeildar Fjölnis verður sem hér segir.

Þriðjudaginn 7.maí kl. 19:00 

 

Fundurinn fer fram í félagsrýminu okkar í Egilshöll.

Dagskrá framhaldsaðalfundar :

c)      Kjör formanns

 

Lög Fjölnis

Minnum á að framboðsfrestur um tillögur að formönnum og stjórnarmönnum er 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

 

#FélagiðOkkar

 


Nýir þjálfarar meistaraflokks kvenna

Sigurjón Friðbjörn Björnsson (Sonni) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Fjölni. Sonni var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna á nýliðnu tímabili ásamt því að þjálfa 3. flokk kvenna. Sonni hefur mikla reynslu í handboltaþjálfun en hann er núverandi þjálfari U-17 landsliðs kvenna. Sonni þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR á árunum 2015 – 2017. Einnig hefur verið gengið frá ráðningu Gísla Steinars Jónssonar sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna og 3. flokks kvenna, en Gísli Steinar mun einnig sjá um þjálfun 4. flokks kvenna. Gísli starfaði á nýliðnum vetri sem þjálfari 4. flokks kvenna og aðstoðarþjálfari 4. flokks karla. Gísli starfaði við þjálfun í Noregi áður en hann hóf störf hjá Fjölni.

Á sama tíma og stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis býður þá Sonna og Gísla velkomna til starfa vill stjórnin þakka fráfarandi þjálfara Arnóri Ásgeirssyni fyrir vel unnin störf við þjálfun meistaraflokks kvenna síðastliðin tvö tímabil sem og önnur störf fyrir handknattleiksdeildina undanfarin ár. Stjórn handknattleiksdeildarinnar hlakkar til komandi tímabils og væntir mikils af nýráðnum þjálfurum. Á meðfylgjandi mynd frá vinstri: Gísli Steinar Jónsson, Davíð Arnar Einarsson, stjórnarmaður og Sigurjón Friðbjörn Björnsson.


Ókeypis páskanámskeið

Handboltadeildin ætlar að standa fyrir glæsilegu námskeiði fyrir iðkendur og byrjendur í handboltaíþróttinni í dymbilvikunni. Námskeiðið verður alveg ÓKEYPIS og verður það haldið dagana 15. - 17.apríl.

SKRÁNING: https://forms.gle/dMofDDFgQDyn2NP78

#FélagiðOkkar


Frestun á framhaldsaðalfundi

Framhaldsaðalfundur handknattleiksdeildar Fjölnis frestast um hálfan mánuð  og verður sem hér segir.

Miðvikudagurinn 9. apríl kl. 20:00 

 

Fundurinn fer fram í félagsrýminu okkar í Egilshöll.

Dagskrá framhaldsaðalfundar :

c)      Kjör formanns

 

Lög Fjölnis

Minnum á að framboðsfrestur um tillögur að formönnum og stjórnarmönnum er 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

 

#FélagiðOkkar

Skrifstofa Fjölnis


Yfirlýsing HDF

Í ljósi úrskurðar aganefndar HSÍ þess efnis að rautt spjald sem dæmt var á leikmann Fjölnis undir lok leiks Fjölnis og Vals í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ hefur verið dregið tilbaka hefur stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis kært framkvæmd leiksins til dómstóla HSÍ.


Handboltaveisla

>>> HANDBOLTAVEISLA Á ÞRIÐJUDAGINN <<<

Við hitum upp fyrir leikinn með skothittni í anddyri Egilshallar á mánudag milli kl. 17:00-17:45. Þú gætir unnið miða fyrir 2 á leikinn og gjafabréf í keilu.

Leikurinn verður í beinni á FjölnirTV í boði Thorworks og fyrir þá sem muna eftir umspilinu góða gegn Selfossi, þá mæta okkar bestu Jón Brynjar Björnsson og Viktor Lekve til leiks og lýsa gleðinni.

Ekki missa af Domino’s Pizza – Ísland skotinu í hálfleik.

Frítt fyrir 17 ára og yngri! Mætum í gulu.

Styðjum strákana til sigurs og hjálpum þeim að tryggja sæti sitt í Final 4.

Endilega deilið á vini og vandamenn #FyllumDalhúsin


HM-Fjör Fjölnis

Handknattleiksdeild Fjölnis mun standa fyrir HM-Fjöri í kringum leiki Íslands á HM 2019.

* Frítt að prófa æfingar milli 10. - 27. janúar (sjá æfingatöflur á https://www.fjolnir.is/handbolti/aefingatoflur-handbolti/)
* Ef þú kemur með vin/vinkonu þá fá færð þú og vinur/vinkona ísmiða á Gullnesti.
* Allir leikir Íslands í riðlakeppninni sýndir í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll (tímarnir eru í viðburðinum fyrir ofan)

Vertu með í HM-Fjöri Fjölnis

 


Ókeypis jólanámskeið

Hin árlega jólagjöf handboltadeildarinnar er klár!

Jólanámskeið deildarinnar hefur slegið í gegn undanfarin ár, enda virkilega vel heppnað í alla staði. Handboltadeildin ætlar því að endurtaka leikinn og standa fyrir glæsilegu námskeiði fyrir iðkendur og byrjendur í handboltaíþróttinni milli jóla og nýárs. Námskeiðið verður alveg ÓKEYPIS og verður það haldið dagana 27. - 28. desember.

Námskeiðið fer fram í Fjölnishöllinni okkar í Egilshöll (nýja íþróttahúsið okkar) á eftirfarandi tímum:

1. og 2. bekkur
27. og 28. desember kl. 09:00-10:15

3. og 4. bekkur
27. og 28. desember kl. 10:30-11:45

Farið verður í grunnþætti íþróttarinnar og leikir og skemmtun höfð að leiðarljósi. Jólatónlist verður spiluð og þjálfarar deildarinnar munu leiðbeina og aðstoða unga iðkendur. Við hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi á þessum tíma!

*Mælst er til þess að iðkendur mæti í íþróttafötum, í íþróttaskóm og með vatnsbrúsa.

Eina sem þarf að gera er að skrá barnið hér á listann og mæta á staðinn! https://goo.gl/forms/UTmCAkSzJng451g12 eða í gegnum NÓRA

Tenging við deildina er hér:

Heimasíða: https://fjolnir.is/handbolti

Facebook: https://www.facebook.com/fjolnirhkd/

Instagram: https://www.instagram.com/fjolnirhkd/

með Fjölniskveðju,
Barna- og unglingaráð hkd. Fjölnis