Tímabilið hjá stelpunum er búið að vera lærdómsríkt. Stelpurnar spiluðu í 2.deildinni í vetur ásamt því að margar þeirra hafi gegnt stóru hlutverki í meistaraflokknum. Margar sem hafa tekið miklum framförum og aðlagast nýjum leikstíl hratt og örugglega. Þær enduðu í 5.sæti í deildinni og duttu út í 8.liða úrslitum í bikar gegn Fylki sem fór alla leið í úrslitaleikinn. Þær sigruðu svo B-úrslitin með frábærri frammistöðu. Nú tekur við undirbúningur fyrir næsta tímabil og ætla stelpurnar sér að nýta þann tíma vel. Skemmtilegum vetri lokið hjá mjög svo samstilltum hópi.