Á aukaðalfundi handknattleiksdeildar þriðjudaginn 7.maí kl. 19:00 var nýr formaður stjórnar kosinn.

Davíð Arnar Einarsson bauð sig fram og var því sjálfkjörinn. Mikil ánægja er með að hafa lokið leitinni að formanni deildarinnar. Að auki bætast tveir meðstjórnendur við; Guðrún Birna Jörgensen og Magnús Þór Arnarson.

Það eru spennandi tímar framundan með karlalið í efstu deild, áframhaldandi uppbyggingu kvennaliðsins og öflugu barna- og unglingastarfi.

Stjórn deildarinnar má sjá HÉR