Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um liðna helgi
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í Reykjavík um liðna helgi. Þar mætti Fjölnisfólk með 13 galvaska keppendur. Keppni stóð yfir í þrjá daga og stóð Fjölnisfólkið sig mjög vel. Uppskeran af medalíum varð 1 gull 🥇, 3 silfur🥈 og 6 brons 🥉. Verðlaunahafar Fjölnis á mótinu voru eftirtaldir:
Hæst ber að nefna hástökk kvenna en þar varð Helga Þóra Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari með persónulegt met, stökk upp á 1.77m 🥇. Helga Þóra er með 8. besta árangurinn í kvennaflokki frá upphafi og einnig 11 cm frá Íslandsmeti í hástökki.
Guðný Lára Bjarnadóttir stórbætti sinn besta árangur í 800 m og hljóp á 2:18,89 og landaði bronsinu 🥉.
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir hljóp 400 m á hraðasta tíma sínum á árinu, 59,02 sek og varð í þriðja sæti 🥉 eftir harða keppni um annað sætið.
Katrín Tinna Pétursdóttur hreppti þriðja sætið í stangarstökki með árangurinn 2.82m.
Daði Arnarsson náði sér í tvö silfur á mótinu, í 800 m á tímanum 1:58,54 🥈og 400 m grindahlaupi á tímanum 57,09 sek 🥈sem er einungis 11 hundraðshlutum frá hans besta.
Kjartan Óli Ágústsson varð þriðji í 800 m á tímanum 1:59,56🥉.
Bjarni Anton Theódórsson hljóp 400m á 51,30 sek og varð í þriðja sæti 🥉.
Grétar Björn Unnsteinsson varð þriðji í stangastökki með persónulegt met 4.12m 🥉. Til gamans má geta að Grétar Björn er með 3. besta árangur í sínum aldursflokki (16-17 ára) frá upphafi og einungis 11 cm frá aldursflokkameti í stangarstökki.
Síðast en ekki síst tók karlasveit Fjölnis í 4×400 m silfurverðlaun þegar hún hljóp á 3:24,69 min, sveitina skipuðu Pétur Óli Ágústsson, Kjartan Óli Ágútsson, Daði Arnarsson og Bjarni Anton Thoódórsson 🥈.
Önnur úrslit má finna hér: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=MI2023UTI&fbclid=IwAR2ijd3sDggnAia3_MBnLCEya_9tXxtsmN01PKUrZBgu_cHcJ60eLr_-T-M
Myndirnar hér að neðan voru fengnar frá FRÍ og fleiri myndir af mótinu má finna hér:
Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum
Helgina 9-11. júní fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum
Fjölnir sendi tólf keppendur á mótið sem kepptu í alls 27 greinum, auk boðhlaupa.
Fjölniskeppendur hömpuðu fimm Íslandsmeistratitlum, auk þess að fá þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Að auki voru sextán persónuleg met sett.
Íslandsmeistaratitli náðu:
Christina Alba Marcus Hafliðadóttir – langstökk 16-17 ára
Arnar Borg Emilsson – 400m grindahlaup 16-17 ára
Katrín Tinna Pétursdóttir – stangarstökk 20-22 ára
Kjartan Óli Ágústsson – 400m og 800m hlaup, 20-22 ára
Myndirnar tók Marta María B. Siljudóttir, verkefnastjóri miðlunar hjá FRÍ
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn!
Vel heppnað Fjölnishlaup Olís 2023
Fjölnishlaupið var haldið á Uppstigningardag fimmtudaginn 18. maí í 35. sinn og gekk mjög vel. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum og var 10 km hlaupið ræst kl. 11:00. Skömmu síðar var 5 km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4 km langt. Góð þátttaka var í hlaupinu þó að sólin hafi ekki látið sjá sig en alls tóku þátt 49 keppendur í 10 km, 48 í 5 km og 71 keppandi í skemmtiskokkinu.
Verðlaunafhendingin fór fram inni í íþróttasalnum í góðri stemmningu en þátttakendur fengu húfur, spil og gjafabréf frá Olís.
Í 10 km hlaupi karla sigraði Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 34:14, annar varð Guðmundur Daði Guðlaugsson (Kentárar) á tímanum 36:14 og þriðji varð Guðni Siemsen Guðmundsson á tímanum 36:45.
Í kvennaflokki sigraði Íris Dóra Snorradóttir (FH) á tímanum 39:03, önnur varð Anna Berglind Pálmadóttir (UFA/Hoka/Compressport) á tímanum 39:26 og þriðja varð Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) á tímanum 41:31.
Þau Arnar Pétursson og Írisi Dóru Snorradóttur má sjá á myndinni hér til hliðar.
Í 5 km hlaupi karla sigraði Kristján Svanur Eymundsson (Fjallahlaupaþjálfun/HHHC) á tímanum 17:00 og Viktoría Arnarsdóttir sigraði kvennaflokkinn á tímanum 27:06.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Myndirnar hér í albúminu fyrir neðan voru teknar af Baldvini Erni Berndsen hjá grafarvogsbuar.is.
Við viljum þakka bakhjörlum og öllum þeim sem stóðu að hlaupinu kærlega fyrir frábæran dag. Öll úrslit úr hlaupinu má sjá inni á timataka.net.
Sjáumst hress að ári!
Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023
Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.
Skráning fer fram hér
Hvað er í boði?
- Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
- Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017
35. Fjölnishlaup Olís - 18. maí 2023
Hið árlega Fjölnishlaup Olís verður ræst í 35. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag, þann 18. maí kl. 11:00.
Fjölnishlaupið er einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis. Í boði verða þrjár vegalengdir, 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Margir fremstu hlauparar landsins hverju sinni hafa tekið þátt í fyrri hlaupum og metin bætt ár frá ári. Hlaupin hafa verið hvatning fyrir margra til að hefja hlaupaferilinn sinn, bæði fyrir unga sem og eldri hlaupara.
Vegalengdin 1,4 km er kjörin fyrir yngstu hlauparana og oft hafa foreldrar hlaupið við hlið unganna sinna og með því móti átt sameiginlega reynslu á hlaupabrautinni og búið til góðar minningar.
Áhugasamir hafa enn góðan tíma til undirbúnings ef hlaupaformið er ekki til staðar og er öllum velkomið að koma og taka þátt. Fjölnir rekur öflugt starf í frjálsíþróttadeild, þar sem allir aldurshópar geta fundið æfingar við sitt hæfi. Langhlaup eru góð líkamsrækt og í góðum félagsskap ræktar maður heilbrigða sál í hraustum líkama. Fyrsta skrefið er að taka þátt og síðari skrefin eru að ná framförum.
Allar upplýsingar um hlaupið í ár og skráningu má finna á www.sumarhlaupin.is
Hér til hliðar má sjá myndir frá Fjölnishlaupum fyrri ára
Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára
Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.
HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.
ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.
Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Fjölnis
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Fjölnis fer fram mánudaginn 6. febrúar kl. 18:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.
Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn (fyrir 2. febrúar)
Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
HÉR er hlekkur á Faceook-viðburð fundarins
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.
Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.
Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.
Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.
https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
Hlökkum til að sjá ykkur!
Vel heppnað Áramót Fjölnis
Frjálsíþróttadeildin hélt sitt árlega Áramót þann 29. des. 2022. Mótið var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 78 keppendur tóku þátt í mótinu, þar af 23 keppendur frá Fjölni. Mótahaldið gekk mjög vel og er það að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem unnu við mótið. Fjölnisfólk stóð sig mjög vel á mótinu, en eftirfarandi iðkendur sigruðu sínar greinar:
Kjartan Óli Ágústsson sigraði 800m hlaup karla á tímanum 1:59,38.
Saga Ólafsdóttir sigraði hástökk kvenna með stökk yfir 1,60m.
Katrín Tinna Pétursdóttir sigraði stangastökk kvenna með stökk yfir 2,40m.
Kjartan Óli Bjarnason sigraði 400m hlaup karla á tímanum 55,79sek.
Pétur Óli Ágústsson sigraði 60m grind 15 ára pilta á tímanum 9,18sek.
Grétar Björn Unnsteinsson sigraði stangarstökk karla með stökk yfir 3,60m.
Veittur er farandbikar fyrir besta árangur mótsins. Að þessu sinni var það Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðablik með 938 IAAF stig. Sigraði hún í 60m hlaupi kvenna á tímanum 7,86sek. Þess má geta að einnig sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast uppá 10,59m.
Uppskeruhátíð Fjölnis 2022
Uppskeruhátið Fjölnis fór fram þann 15. desember síðastliðinn að viðstöddum 100 manns. Veitt voru verðlaun fyrir íþróttaafrek ársins, gull- og silfurmerki sjálfboðaliða ásamt vali á íþróttakarli og -konu. Þar að auki var Fjölnismaður ársins heiðraður fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Athöfnin fór fram í Keilhöllinni í Egilshöll og var einnig beint streymi frá viðburðinum í gegnum Facebook síðu Fjölnis. Jón Karl, formaður félagsins stýrði athöfninni og stóð hin stórglæsilega Regína Ósk fyrir tónlistaratriðum á athöfninni. Við þökkum Gunnari Jónatanssyni fyrir að taka myndbönd af athöfninni sem og ljósmyndurunum Baldvini Erni Berndsen og Þorgils G fyrir að mynda viðburðinn.
Takk kærlega fyrir komuna og kvöldið, hér fyrir neðan má sjá þá sem hlutu viðurkenningar.
Íþróttakarl Fjölnis árið 2022 er fimleikakarlinn Sigurður Ari Stefánsson
Íþróttakona Fjölnis árið 2022 er körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir
Fjölnismaður ársins 2022 er Kristján Rafnsson
Íþróttakarl ársins 2022: Sigurður Ari Stefánsson
Sigurður Ari eða Siggi átti glæsilegt fimleikaár. Sigurður Ari varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut í áhaldafimleikum. Þar sigraði hann með yfirburðum auk þess að vinna gullverðlaun á fimm áhöldum af sex í keppni á einstökum áhöldum. Á árinu var Sigurður einnig valinn til þátttöku í fjölmörgum erlendum verkefnum á vegum Fimleikasambands Íslands. Meðal annars Evrópumóti unglinga, Norðurlandamóti unglinga og Ólympíuleikum æskunnar. Sigurður hefur nú fært sig yfir í Gerplu þar sem hann mun halda áfram sinni fimleikaiðkun undir handleiðslu landsliðsþjálfara Íslands og óskum við honum alls hins besta og hlökkum við til að fylgjast með honum í framtíðinni.
Íþróttakona ársins 2022: Dagný Lísa Davíðsdóttir
Dagný Lísa Davíðsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður en ekki síður góður karakter sem nýtur virðingar liðsfélaga sem ekki er síður mikilvægt í hópíþróttum.
Fjölnismaður ársins: Kristján Rafnsson
Stjáni Rafns, eins og við köllum hann, er sá sem hefur verið lengst í kringum starfið af þeim sem nú eru að starfa við deildina. Þó að Stjáni hafi ekki verið formlega í stjórn er óhætt að fullyrða að verðmæti hans framlags sé engu síðra en annarra. Leikirnir sem Stjáni hefur dæmt án endurgjalds í yngri flokka starfinu verða seint fyllilega taldir en alltaf hefur hann verið klár í slaginn þegar til hans hefur verið leitað. Hann hefur verið duglegur að mæta á leiki meistarflokkanna og missir nánast aldrei af heimaleikjum þar sem hann hjálpar til við uppsetningu og tiltekt auk þess að taka að sér að vera á kústinum í leikjum. Ekkert í starfinu er Stjána óviðkomandi og hann alltaf tilbúinn að hjálpa til. Að auki hefur Stjáni keyrt meistaraflokkana báða í ófáar keppnisferðir, hvort sem er til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða eða Hafnar í Hornafirði í öllum tegundum af veðrum og vindum.
Fimleikadeild
Fimleikakarl: Sigurður Ari Stefánsson
Sigurður Ari eða Siggi átti glæsilegt fimleikaár. Hann varð íslandsmeistari unglinga í fjölþraut í áhaldafimleikum. Á árinu var hann einnig valinn til þátttöku í fjölmörgum erlendum verkefnum á vegum Fimleikasambands Íslands. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.
Fimleikakona: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Lilja Katrín var valin í úrvalshóp unglinga og í kjölfarið á því í æfingahóp fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fór hér á landi í lok júní. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.
Frjálsíþróttadeild
Frjálsíþróttakarl ársins: Bjarni Anton Theódórsson
Bjarni Anton hefur æft frjálsar íþróttir í fjöldamörg ár. Hann hefur einbeitt sér að styttri hlaupum og keppir aðallega í 200 og 400 m hlaupum. Á þessu ári hljóp hann best 400 m á tímanum 49,69 sek sem er jafnframt besti tíminn á árinu í 400 m hlaupi. Hann var einnig í boðhlaupssveit Fjölnis á Meistaramóti Íslands í 4×400 m boðhlaupi og vann Íslandsmeistaratitil með sigri sveitarinnar.
Frjálsíþróttakona ársins: Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Óskar Hlynsson tók við verðlaunum fyrir hennar hönd)
Vilhelmína hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri og hefur síðustu ár einbeitt sér að keppni í hlaupum. Hefur hún náð mjög góðum árangri í 60, 100, 200 og 400 m hlaupum. Hún á fimmta besta tímann á árinu í 200 og 400 m hlaupi. Vilhelmína eða Minna eins og hún er alltaf kölluð starfar sem þjálfari yngri iðkenda hjá frjálsíþróttadeildinni.
Handknattleiksdeild
Handboltakarl ársins: Óðinn Freyr Heiðmarsson
Óðinn Freyr stimplaði sig strax inn í ungt og efnilegt Fjölnislið þegar hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Hann býr yfir mikilli baráttugleði og dugnaði ásamt því að vinnusemi hans er til fyrirmyndar bæði á æfingum og í keppnum. Hann var lykilmaður í vörn og sókn þegar liðið var hársbreidd frá sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.
Handboltakona ársins: Þyri Erla Sigurðardóttir
Þyri Erla er uppalin í Fjölni og spilaði þar alla yngri flokka áður en hún fór að leika með meistaraflokknum. Þyri hefur gríðarlega marga kosti bæði innan vallar og utan og er frábær fyrirmynd fyrir alla iðkendur. Hún er mjög metnaðarfull og er alltaf tilbúin að leggja meira á sig til að bæta sig.
Íshokkídeild
Íshokkíkarl ársins: Martin Simanek
Með ástríðu og gleði, ásamt leiðtogahæfni hefur Martin sýnt okkur öllum að hann er mikil fyrirmynd og leikmaður með mikinn metnað fyrir íshokkídeild Fjölnis. Hann leggur sig ávallt fram og er fyrsti maður til að bjóða fram aðstoð sína.
Íshokkíkona ársins: Kolbrún Garðarsdóttir
Dugnaðarforkur og valkyrja sem berst af miklum eldmóð á ísnum en rífur upp gleðina með drengskap og gleði utan íssins.
Karatedeild
Karatekarl ársins: Gabríel Sigurður Pálmason
Gabríel er fyrirmyndar iðkandi. Einbeittur og duglegur karatemaður. Í ár hefur hann dregið heim silfurpeninga fyrir frammistöðu sína í kata á GrandPrix mótaröðinni, á Íslandsmeistaramóti unglinga og brons fyrir frammistöðu sína á RIG. Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.
Karatekona ársins: Eydís Magnea Friðriksdóttir
Sem afrekskona átti Eydís frábært ár. Oftar en ekki kom hún heim með ekki einn, heldur tvo verðlaunapeninga eftir mót. Hún varð GrandPrix meistari í kata og svo bikarmeistari á Bikarmótaröð Karatesambands Íslands. Metnaður er það gildi Fjölnis sem Eydís hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar.
Knattspyrnudeild
Knattspyrnukarl ársins: Lúkas Logi Heimisson
Lúkas Logi Heimisson er afar fjölhæfur og sóknarþenkjandi leikmaður. Í gegnum tíðina hefur Lúkas leikið 9 landsleiki yfir yngri landslið Íslands. Þá hefur hann nú þegar spilað 52 leiki og skorað í þeim 14 mörk fyrir meistaraflokk félagsins þrátt fyrir ungan aldur. Lúkas er mikil fyrirmynd yngri leikmanna og á bjartan feril framundan sem knattspyrnumaður.
Knattspyrnukona ársins: Elvý Rut Búadóttir
Elvý Rut Búadóttir er uppalinn leikmaður hjá Fjölni. Elvý er öflugur miðvörður sem hefur verið lykilmaður í liðinu lengi en hún hefur spilað 179 leiki fyrir Fjölni og skorað 2 mörk. Hún smitar út frá sér jákvæðni og vinnusemi og er alltaf tilbúin að gefa allt sem hún á inn á vellinum. Elvý er frábær leikmaður og mikil fyrirmynd yngri leikmanna.
Körfuknattleiksdeild
Körfuboltakarl ársins: Karl Ísak Birgisson
Karl Ísak er uppalinn Fjölnismaður, mikil þriggjastigaskytta sem hefur verið burðarás í sínum aldursflokki auk þess að vera í lykilhlutverki hjá eldri árgöngum hjá Fjölni. Í vor varð hann bæði bikarmeistari og Íslandsmeistari með drengjaflokki auk þess sem hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiks Íslandsmótsins þá með 25 stig og 10 fráköst.
Körfuboltakona ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir
Dagný Lísa Davíðsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður en ekki síður góður karakter sem nýtur virðingar liðsfélaga sem ekki er síður mikilvægt í hópíþróttum.
Listskautadeild
Listskautakona ársins: Júlía Sylvía Gunnarsdóttir
Júlía Sylvía er landsliðskona í Junior flokki. Hún hefur staðið sig vel á árinu og tekið miklum framförum. Hún stóð sig eftir væntingum í vor og keppti meðal annars á Reykjarvíkurleikunum og Norðurlandamóti í Danmörku. Á Íslandsmeistaramótinu stóð hún sig sérstaklega vel og varð Íslandsmeistari með mikilli bætingu og einu af hæstu skorum sem Íslendingur hefur náð.
Skákdeild
Skákkarl ársins: Jóhann Arnar Finnsson
Jóhann Arnar var einn af nemendum Rimaskóla sem hóf að æfa skák á sínum fyrstu grunnskólaárum. Eftir að grunnskólagöngu lauk hóf Jóhann Arnar að leiðbeina á hinum vinsælu skákæfingum Fjölnis og leiðir það starf ásamt Helga Árnasyni. Hann var m.a. í 6 manna skáksveit Fjölnis sem tefldi á EM félagsliða í Austurríki í sumar.
Skákkona ársins: Lisseth Acevedo Méndez
Liss eins og hún er alltaf kölluð er landsliðskona Íslands í skák. Hún tefldi með íslenska kvennalandsliðinu á Ólympíuskákmótinu á Indlandi nú í sumar og vann kvennaflokkinn á Alþjóðlega helgarskákmótinu í Gautaborg nú í haust. Liss er ein af fjórum konum frá Fjölni sem tilheyra landsliðshópi Íslands.
Sunddeild
Sundkarl ársins: Kristján Gylfi Þórisson
Kristján er stigahæstur sundmanna í afrekshóp og stóð sig einkar vel á árinu. Kristján hefur æft með félaginu meira og minna allan sinn feril og því er hann vel að þessum titli kominn.
Sundkona ársins: Coco Margaret Johansson
Coco er ung og efnileg sundkona og hefur æft með Fjölni síðustu 2 ár. Hún er stigahæst sundkvenna í afrekshóp og hefur staðið sig gríðarlega vel síðan hún kom til félagsins.
Tennisdeild
Tenniskona ársins: Saulé Zukauskaité
Saulé átti mjög gott ár og náði frábærum og eftirtektarverðum árangri. Þar má helst nefna sigur í einliðaleik á U14 móti í Georgíu, Íslandsmeistari í liðakeppni meistaraflokks og 1. sæti í einliðaleik á U16 Íslandsmóti utanhúss. Hún er dugnaðarforkur og mikil fyrirmynd.
Silfurmerkjahafar
Gullmerkjahafar
Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!
Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️
Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️
Gleðileg Fjölnisjól!