Fjölnisjaxlinn 2019

Það var mögnuð stemning um helgina þegar fyrsti „FJÖLNISJAXLINN“ fór fram. Um hundrað íþróttaiðkendur, foreldrar, þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugasamir tóku þátt í að gera þessa íþróttaþrekraun að veruleika. Boðið var upp á tvær útfærslur fyrir íþróttaiðkendur krakka og foreldra þ.e. synt 200 metra, hjólað 3km og hlaupið 1km. Fyrir íþróttaiðkendur unglinga, foreldra, þjálfara, leikmenn og þá sem æfa þríþraut var synt 400 metra, hjólað 10km og hlaupið 3km. Það var tvöfalt meiri þátttaka en gert hafði verið ráð fyrir, mögnuð stemning allan tímann og gríðarlega mikil ánæga með fyrsta jaxlinn. Áfram Fjölnir og áfram Fjölnisjaxlinn - Allir með á næsta ári!!!

Aðalstyrktaraðili Fjölnisjaxlins er eitt nýjasta og besta fyrirtækið í hverfinu Fanntófell og myndir er hægt að skoða hjá besta hverfisfjölmiðlinum okkar “Grafarvogsbúar”

https://www.facebook.com/Grafarvogsb%C3%BAar-111119802396520/

Knattspyrnudeild, Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Fjölnis vilja sérstaklega þakka öllum fyrir sitt framtak til að gera Fjölnisjaxlinn að veruleika þ.e. þátttakendum/keppendum, starfsmönnum/sjálfboðaliðum, ÍTR og Grafarvogssundlaug, starfsmönnum Grafarvogslaugar, áhorfendum, öllum styrktaraðilum og hverfisfjölmiðlinum Grafarvogsbúar fyrir ljósmyndatöku.

Myndir frá jaxlinum má sjá hér.


Fjölnisjaxlinn 2019

Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.

Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link

Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link

#FélagiðOkkar


Fjölnisfólkið stóð sig vel í Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram laugardaginn 24. ágúst í ágætu hlaupaveðri. Margir hlauparar frá Fjölni tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig vel. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð önnur íslenska konan í mark í 10 km hlaupinu á tímanum 37:19.

Í hálfu maraþoni var Rósa Friðriksdóttir fyrsta íslenska konan í aldursflokknum 60-69 ára á tímanum 1:52:26. Lilja Ágústa Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir urðu fyrstu konur í mark í aldursflokknum 70-79 ára á tímanum 2:09:04. Aldeilis glæsilegur árangur hjá þessum konum sem láta aldurinn ekki stoppa sig!

Öll úrslit úr hlaupinu eru hér.

Á myndinni er Arndís Ýr.


Æfingatafla, þjálfarar og æfingagjöld í frjálsum haustið 2019

Æfingar í frjálsum hefjast 3. sept. hjá 6-9 ára og 10-14 ára hópunum. Upplýsingar um æfingar hjá öðrum hópum eru birtar á facebooksíðum hópanna.

 

Fjölnir frjálsar 6-9 ára

Fjölnir Frjálsar 11-14 ára

Fjölnir frjálsar

Fjölnir frjálsar fullorðnir

Skokkhópur Fjölnis

 

6-9 ára (árg. 2010-2013) 1.-4. bekkur:

 

Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 15:30-16:30

Fimmtudagar í Fjölnishöll salur 1 kl 16:15-17:15

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11

 

Þjálfarar: Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri og fim)

Daði Arnarson (fim og lau)

Signý Hjartardóttir (þri)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

29.000 3 æfingar á viku.

22.000 1-2 æfingar á viku.

 

10-14 ára (árg. 2006-2009) 5. – 8. bekkur:

 

Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 14:40-15:30

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 16:00-17:30

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11:30

 

Þjálfarar: Matthías Már Heiðarson sími: 8450542 netfang: mattimar95@gmail.com (þri, fim og lau)

Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri)

Elísa Sverrisdóttir (fim og lau)

Signý Hjartardóttir (lau)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

35.000 3 æfingar á viku.

25.000 1-2 æfingar á viku.

 

15 ára og eldri (árg. 2005 og eldri):

 

Mánudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Miðvikudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Föstudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Laugardagar í Laugardalshöll kl 11-13

 

Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is

Tækniþjálfari: Theodór Karlsson (fim.)

Aðstoðarþjálfari: Matthías Már Heiðarson (þri)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

41.000 6 æfingar á viku.

27.000 1-2 æfingar á viku.

 

Fullorðnir:

 

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20

Laugardagar í Laugardalshöll 10-12

 

Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.) 15.000kr

 

Hlaupahópur:

 

Mánudagar og miðvikudagar við Foldaskóla kl 17:30-19

Fimmtudagar í Laugardalshöll á veturnar en úti á sumrin – breytilegur tími

Laugardagar – langt hlaup – breytilegur tími og staðsetning

 

Þjálfarar: Ingvar Hjartarson og Gyða Þórdís Þórarinsdóttir

 

Æfingagjöld:

Ársgjald er 25.000kr

Líka hægt að greiða eina önn í einu þá er gjaldið 10.000 kr (3 annir á ári)

 

Allar upplýsingar um æfingar eru settar inná Facebooksíður æfingahópa:

 

Fjölnir frjálsar 6-9 ára

Fjölnir Frjálsar 11-14 ára

Fjölnir frjálsar

Fjölnir frjálsar fullorðnir

Skokkhópur Fjölnis

 


Helga Guðný í landsliðinu á Evrópubikar

Helga Guðný Elíasdóttir Fjölniskona var valin í landslið Íslands til að keppa í 3000 m hindrunarhlaupi á Evrópubikar. Um er að ræða keppni í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða. Keppnin fór fram í Skopje í Norður Madedóníu. Liðið náði þeim frábæra árangri vinna til gullverðlauna á mótinu og komast þannig upp í 2. deild.

Helga Guðný stóð sig vel í hindrunarhlaupinu og lenti í 7. sæti á tímanum 12:21,11. Hér er linkur á frétt FRÍ um mótið og hér er linkur á öll úrslit mótsins.


Gott gengi á MÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið á Laugardalsvelli helgina 13. – 14. júlí. Er þetta í 93. sinn sem mótið er haldið. Fjölnir átti 11 keppendur á mótinu. Fjögur þeirra komust á verðlaunapall.

Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 3000m hlaupi kvenna á tímanum 11:13,69.

Daði Arnarson fékk silfur í 800m hlaupi karla á tímanum 1:59,82.

Kjartan Óli Ágústsson fékk brons í 800m hlaupi karla á tímanum 2:00,95 og einnig fékk hann brons í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:19,25. Var hann að bæta sinn persónulega árangur í 1500m hlaupinu.

Bjarni Anton Theódórsson fékk brons í 400m hlaupi karla á tímanum 50,82sek.

Öll úrslit mótsins eru hér.


Góður árangur á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára var haldið á Laugardalsvelli helgina 22. – 23. júní í góðu veðri. Fjölnir átti 9 keppendur á mótinu að þessu sinni. Stóðu þau sig mjög vel og voru margir að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum. Tvö ungmenni komust á verðlaunapall.

Sara Gunnlaugsdóttir (14 ára) stóð sig mjög vel á mótinu. Hún varð Íslandsmeistari í 600m hlaupi á tímanum 1:51,09. Hún fékk silfur í 80m grind á tímanum 13,30sek og hún fékk brons í 100m hlaupi á tímanum 13,53sek.

Aman Axel Óskarsson 13 ára fékk brons í kúluvarpi með kast uppá 9,13m.

Sveit Fjölnis vann brons í boðhlaupi pilta 12 ára á tímanum 66,69sek. Í sveitinni voru Þorkell Máni Erlingsson, Sturla Yafei Chijioke Anuforo, Kjartan Óli Bjarnason og Halldór Ríkharðsson. Þeir eru allir 12 ára nema Sturla sem er 11 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndunum eru Sara og boðhlaupssveitin.


5 gull á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossvelli helgina 15. - 16. júní. Fjölnir átti 11 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Samtals fékk Fjönisfólkið 5 gull, 4 silfur og 4 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga íþróttafólki.

Kjartan Óli Ágústsson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi og 1500m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Tímarnir hans voru 2:04,83 í 800m hlaupinu og 4:34,50 í 1500m hlaupinu.

Bjartur Gabríel Guðmundsson varð Íslandsmeistari í hástökki pilta 16-17 ára með stökk yfir 1,78m. Bjartur fékk einnig silfur í 200m hlaupi og brons í 100m hlaupi.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki stúlkna 18-19 ára með stökk yfir 1,65m.

Kolfinna Ósk Haraldsdóttir varð Íslandsmeistari í langstökki stúlkna 15 ára með stökk upp á 4,87m. Kolfinna fékk einnig brons í 100m hlaupi.

Diljá Mikaelsdóttir fékk silfur í hástökki stúlkna 20-22 ára og brons í langstökki.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fékk  silfur í 400m hlaupi stúlkna 20-22 ára.

Elísa Sverrisdóttir fékk brons í 200m hlaupi stúlkna 16-17 ára.

Katrín Tinna Pétursdóttir fékk silfur í hástökki stúlkna 16-17 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Helga Þóra.


Vormót Fjölnis

Vormót Fjölnis var haldið á Laugardalsvelli 3.júní. Mótið gekk vel í alla staði þó að veðrið væri frekar hvasst og kalt þrátt fyrir sól. Góð þátttaka var á mótinu en 115 keppendur tóku þátt á aldrinum 11-15 ára. Keppnisgreinar voru fjórar í hverjum aldursflokki; spretthlaup, langstökk , kúluvarp og 600 eða 800 m hlaup. Keppt var í aldursflokkunum 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára. Fjölnisiðkendur stóðu sig með miklum sóma og nokkur unnu til verðlauna, en  8 keppendur frá Fjölni voru á mótinu.

Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára vann gull í 800 m hlaupi og langstökki í flokki stúlkna 14-15 ára.

Aman Axel Óskarsson 13 ára vann silfur í kúluvarpi og brons í langstökki pilta 12-13 ára.

Júlíus Helgi Ólafsson 11 ára vann silfur í langstökki pilta 11 ára.

Sturla Yafei Chijioke Anuforo vann silfur í 60 m hlaupi pilta 11 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Sara Gunnlaugsdóttir.


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/