Hlaupahópur Fjölnis óskar eftir þjálfara

Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í nær 30 ár. Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hlaupahópurinn starfar innan frjálsíþróttadeildar Fjölnis.

Nú leitar frjálsíþróttadeildin að nýjum þjálfara (eða þjálfurum) sem er tilbúinn að leiða áframhaldandi starf hópsins og hefur metnað til frekari uppbyggingar og nýliðun hjá hópnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun í langhlaupum auk þess að eiga auðvelt með mannleg samskipti. Kostur er að viðkomandi hafi menntun í íþrótta- og þjálfunarfræðum. Möguleiki er að tveir þjálfarar skipti með sér verkum. Gert er ráð fyrir þremur föstum æfingum á viku sem fela í sér hlaupaþjálfun auk styrktarþjálfunar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir eru hvattir til að skila inn umsókn til formanns frjálsíþróttadeildar Fjölnis á netfangið: toggi@vov.is, sem fyrst. Ráðið verður í stöðuna eins fljótt og kostur er.

Nánari upplýsingar veita formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis; Þorgrímur Guðmundsson í síma 861 6131 eða í pósti toggi@vov.is og hjá meðlimi hlaupahópsins Bragi Birgisson sími 669-0888 (bragi.birgisson@gmail.com).


Gott gengi Fjölnis á Meistaramóti Íslands um helgina

95. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um helgina, 12.- 13. júní á Akureyri. Á mótið voru skráðir til leiks 154 keppendur frá sautján félögum og áttum við þar 14 keppendur. Gaman er að segja frá því að boðhlaupssveitirnar okkar tóku sitthvor gullverðlaunin á mótinu. Í 4 X 400 m boðhlaupssveit kvenna voru: Vilhelmína Þór, Guðný Lára, Helga Þóra og Sara. Í 4 X 400 m boðhlaupssveit karla voru Guðmundur, Daði, Kjartan Óli og Bjarni Anton. Einnig unnu Fjölniskeppendur til ferna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. 

Silfurverðlaun fengu:

Helga Þóra Sigurjónsdóttir fyrir Hástökk.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fyrir 100m hlaup

Bjarni Anton Theodórsson fyrir 400 m hlaup

Kjartan Óli Ágústsson fyrir 800m hlaup

Bronsverðlaun fékk:

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fyrir  400m hlaup.


Fjölnishlaup Olís 2021

Hið árlega Fjölnishlaup Olís verður ræst í 33. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11.

Eftirfarandi vegalengdir verða í hlaupinu:

  • 10 km hlaup
  • 5 km hlaup
  • 1,4 km skemmtiskokk

10 km hlaupið er hluti af Gatorade sumarhlaupunum.

Skráningargjöld

3.000 kr. í 10 km, 2.500 kr í 5 km í forskráningu á netskraning.is til miðnættis 16. júní. 1.000 kr í skemmtiskokkið – hámark 3.000 kr. á fjölskyldu.

Þátttakendur fá Gatorade í boði Ölgerðarinnar.

Fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna frá Olís.

Afhending gagna og skráning á staðnum verður frá kl. 18:00-20:00 þann 16. júní og á keppnisdag frá kl. 09:30-10:15 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.

Nánari upplýsingar á netskraning.is og sumarhlaupin.is


Katrín Tinna og Bjarni Anton íþróttafólk frjálsíþróttadeildar 2020

Val á íþróttafólki Fjölnis fór fram 17. des sl. Að þessu sinni voru Katrín Tinna Pétursdóttir og Bjarni Anton Theódórsson valin íþróttafólk frjálsíþróttadeildarinnar:

Íþróttakona: Katrín Tinna Pétursdóttir

Katrín Tinna er 17 ára gömul frjálsíþróttakona sem hefur æft frjálsar íþróttir í nokkur ár. Hún hefur náð góðum árangri í hástökki og langstökki og einnig spretthlaupum. Hún náði að stökkva yfir 1,71m í hástökki á Stórmóti ÍR í janúar sem er glæsilegur árangur. Gefur það 936 IAAF stig. Þessi árangur setur hana í 3. sæti á listanum yfir besta árangur í hástökki á Íslandi árið 2020.

Íþróttakarl: Bjarni Anton Theódórsson

Bjarni Anton er 22 ára gamall og hefur æft frjálsar íþróttir í mörg ár. Hann hefur aðallega einbeitt sér að styttri hlaupum og keppir í 100, 200 og 400 m hlaupum og náð mjög góðum árangri. Á þessu ári hljóp hann best 400m á tímanum 50,70 sek í Bikarkeppni FRÍ í mars. Gefur það 877 IAAF stig sem er frábær árangur. Þessi árangur setur hann í annað sæti á listann yfir bestu afrek í 400m hlaupi innanhúss á þessu ári. Þess má geta að Bjarni Anton tekur þátt í þjálfun yngri iðkenda deildarinnar og nýtur mikilla vinsælda hjá þeim og er góð fyrirmynd.


Óskar fær hvatningarverðlaun unglingaþjálfara

Uppskeruhátíð FRÍ var með óhefðbundnum hætti að þessu sinni vegna Covid. Veittar voru þar ýmsar viðurkenningar. Óskar Hlynsson yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis fékk hvatningaverðlaun unglingaþjálfara. Óskar hefur haldið úti flottu starfi hjá Fjölni í fleiri ár og hefur myndað þar góðan hóp efnilegra frjálsíþróttaungmenna. Hann er mikil fyrirmynd, er hvetjandi og hefur verið duglegur við það að aðstoða FRÍ í ýmsum verkefnum. Deildin óskar honum til hamingju með verðlaunin. Sjá nánar frétt á síðu FRÍ hér.


Minna og Bjarni valin í landsliðið

Íþrótta- og afreksnefnd, afreksstjóri og verkefnisstjóri A-landsliðsmála hafa valið landsliðshóp Íslands í frjálsum fyrir komandi ár 2021 með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2020. Að þessu sinni á Fjölnir tvo einstaklinga í landsliðinu. Það eru þau Vilhelmína Þór Óskarsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson. Þau hafa bæði staðið sig mjög vel í styttri vegalengdum og í boðhlaupum.

Árið 2021 verður mjög spennandi og dagskráin þétt en stærsta verkefni landsliðsins er án efa Evrópubikarkeppni landsliða. Ísland keppir að þessu sinni í  2. deild eftir glæsilegan sigur liðsins í 3. deild í Skopje 2019.


Frjálsar íþróttir eru fyrir alla

6-7 ára (árg. 2013-2014)

8-9 ára (árg. 2011-2012)

10-13 ára (árg. 2007-2010)


Frábær árangur hjá frjálsíþróttakrökkunum í Fjölni

Frjálsíþróttastarfið í sumar hefur verið með nokkuð öðru sniði vegna Covid-19. Þó hafa verið haldin ýmis mót og iðkendur frá Fjölni staðið sig mjög vel. Einn Íslandsmeistaratitill er í höfn, en boðhlaupssveit Fjölnis sigraði í 4x400 m boðhlaupi á MÍ á tímanum 3:28,95. Í sveitinni voru Bjarni Anton Theódórsson, Einar Már Óskarsson, Daði Arnarson og Kjartan Óli Ágústsson. Á Íslandsmeistaramótinu unnust einnig 4 silfur og 2 brons.

Á unglingameistaramótinu náðist frábær árangur en þar uppskáru unglingarnir 5 gull, 8 silfur og 7 brons. Þau sem sigruðu sínar greinar voru Daði Arnarson í 800m hlaupi 20-22 ára, Kjartan Óli Ágústsson í 800m hlaupi 18-19 ára, Sara Gunnlaugsdóttir 600m hlaup og 80m grind í flokki 15 ára og Helga Þóra Sigurjónsdóttir í hástökki 20-22 ára.

Íslandsmeistaramót í fjölþrautum var haldið í Kaplakrika í ágúst og þar sigraði Katrín Tinna Pétursdóttir í  sjöþraut stúlkna í 16-17 ára flokki með 2960 stig.

Nú er vetrarstarfið að fara í gang og æfingar í öllum flokkum hefjast 1. september. Æfingatöflur deildarinnar eru á heimasíðu Fjölnis. Vegna mikillar aðsóknar er búið að skipta upp yngsta hópnum þ.a. 1.-2. bekkur æfir saman og 3.-4. bekkur æfir saman. Rétt er að vekja athygli á að einnig býður deildin uppá æfingar fyrir fullorðna þrisvar í viku. Æfingar deildarinnar fara ýmist fram í nýja frjálsíþróttasalnum í Egilshöll eða í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þjálfarar deildarinnar er þaulvant frjálsíþróttafólk og sumir að auki í íþróttafræðinámi. Skráning í flokkana er á heimasíðu Fjölnis. Öllum er velkomið að prófa að mæta á æfingar.

Hlaupahópur deildarinnar hleypur saman 4 sinnum í viku og eru meðlimir á ýmsum getustigum. Í september hefst nýtt byrjendanámskeið hjá hópnum sem stendur yfir í 6 vikur og þátttakendur hlaupa svo með hópnum frítt fram að áramótum. Skráning á námskeiðið og í hlaupahópinn er á heimasíðu Fjölnis.

Æfingatöflur eru eftirfarandi:

6-7 ára (árg. 2013-2014) 1.-2. bekkur
Þriðjudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Fimmtudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Laugardagar í Egilshöll kl 10:00-11:00

Æfingagjöld haust 2020(sept. – des.): 1-2 æfingar á viku: 22.000 kr 3 æfingar á viku: 29.000 kr

8-9 ára (árg. 2011-2012) 3.-4. bekkur
Mánudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Miðvikudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Föstudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Æfingagjöld haust 2020 (sept. – des.):1-2 æfingar á viku: 22.000 kr 3 æfingar á viku: 29.000 kr

10-14 ára (árg. 2007-2010) 5.-8. bekkur
Mánudaga í Egilshöll kl 15:15-16:15
Miðvikudaga í Egilshöll Kl 15:15-16:15
Föstudaga í Egilshöll kl 15:15-16:15
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-11:30

Æfingagjöld haust (sept.- des.): 1-2 æfingar á viku: 25.000 kr 3-4 æfingar á viku: 39.000 kr

15 ára og eldri (2006 og fyrr)
Mánudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Þriðjudaga í Laugardalshöll kl 17:30-10:30
Miðvikudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Fimmtudaga í Laugardalshöll kl 17:30-19:30
Föstudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Laugardaga í Laugardalshöll kl 11-13
Æfingastaðsetningar geta verið öðruvísi í september.

Fullorðnir:
Þriðjudaga í Laugardalshöll kl 18:30-20
Fimmtudaga í Laugardalshöll kl 18:30-20
Laugardaga í Laugardalshöll kl 10-12

Hlaupahópurinn hleypur saman 4 sinnum í viku.

Upplýsingar um æfingatíma, æfingagjöld og skráning er á fjolnir.is.

Eitthvað fyrir alla!


Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020

Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.

Allar skráningar fara fram  í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!

#FélagiðOkkar


Myndir frá Fjölnishlaupi Olís

Myndir frá Fjönishlaupi Olís 2020 sem fór fram miðvikudaginn 17. júní í dásamlegu veðri.

Við viljum þakka bakhjörlum hlaupsins fyrir frábært samstarf.

Smellið HÉR til að skoða myndir frá hlaupinu.

Ljósmyndari: Baldvin Berndsen

#FélagiðOkkar