Helgina 21-23. júní fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum.

Fjölnir sendi nítján keppendur á mótið, sem fram fór á Selfossi.

Fjölniskeppendur hömpuðu sextán Íslandsmeistratitlum, auk þess að fá sjö silfurverðlaun og níu bronsverðlaun. Þá ber einnig að nefna að um þrjátíu persónuleg met voru sett.

Fjölnir var stigahæsta liðið í flokkum 18-19 ára stúlkna og 20-22 ára stúlkna og í 3ja sæti í heildarstigakeppninni mótsins, sem er frábær árangur!

Íslandsmeistaratitli náðu:

🏅Christina Alba Marcus Hafliðadóttir – langstökk og þrístökk 16-17 ára

🏅Kjartan Óli Bjarnason – 400 m hlaup og 400 m grindahlaup 16-17 ára

🏅Pétur Óli Ágústsson – 200 m hlaup 16-17 ára

🏅Arna Rut Arnarsdóttir – kringlukast og sleggjukast 18-19 ára

🏅Boðhlaupssveit 4x100m hlaup stúlkna 18-19 ára

🏅Grétar Björn Unnsteinsson – stangarstökk 18-19 ára

🏅Guðný Lára Bjarnadóttir – 800 m og 1500 m hlaup 20-22 ára

🏅Katrín Tinna Pétursdóttir – stangarstökk 20-22 ára

🏅Kjartan Óli Ágústsson – 400 m hlaup, 400 m grindahlaup og 800 m hlaup 20-22 ára

🏅Boðhlaupssveit 4x400m blönduð sveit 20-22 ára

Við óskum öllum keppendum Fjölnis innilega til hamingju með árangurinn!

Myndirnar tók Hlín Guðmundsdóttir, verkefnastjóri miðlunar hjá FRÍ 📸