Aðalfundur Fjölnis
Aðalfundur Fjölnis fór fram í gær að viðstöddum um 40 manns í Miðjunni, félagsrýminu okkar í Egilshöll.
Fundarsköp voru að venju hefðbundin undir dyggri stjórn Gunnars Jónatans fundarstjóra.
Stjórn Fjölnis kjörin á aðalfundi 9.mars 2020
Nafn | Hlutverk | Netfang | Kjörtímabil |
---|---|---|---|
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir | Formaður | formadur@fjolnir.is | 2025 |
Álfheiður Sif Jónasdóttir | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2026 |
Guðlaug Björk Karlsdóttir | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2025 |
Gunnar Bjarnason | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2026 |
Gunnar Ingi Jóhannsson | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2025 |
Gunnar Jónatansson | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2025 |
Inga Björk Guðmundsdóttir | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2026 |
Tinna Arnardóttir | 1. varamaður | adalstjorn@fjolnir.is | 2025 |
Jón Ágúst Guðmundsson | 2. varamaður | adalstjorn@fjolnir.is | 2025 |
Heiðranir félagsins
Silfurmerki:
186. Valgerður Sigurðardóttir, aðalstjórn
185. Jósep Grímsson, aðalstjórn
184. Kolbeinn Kristinsson, knattspyrna
183. Geir Kristinsson, knattspyrna
Gullmerki:
33. Árni Hermannsson
Heiðursfélagi:
4. Jón Þorbjörnsson
Allar tillögur að lagabreytingum félagsins voru samþykktar:
Við þökkum öllum sem mættu, áfram Fjölnir, áfram #FélagiðOkkar
Tillögur að lagabreytingum
Tillögur að lagabreytingum á aðalfundi Fjölnis 9.mars 2020
Sjá hér: Tillögur að lagabreytingum
Dagur Ragnarsson sigurvegari MÓTEX skákhátíðarinnar 2020
Skákmaður Fjölnis 2018 og 2019 Dagur Ragnarsson (2457) varð sigurvegari á sterku 7 umferða MÓTEX skákhátíðarmóti sem er nýlokið. Tefldar voru 7 umferðir. Dagur tapaði fyrir Guðmundi Kjartanssyni í 2. umferð en vann síðan allar 5 skákir mótsins, m.a. Hjörvar Stein Grétarsson stigahæsta skákmann landsins. Með þessari góðu frammistöðu kemst Dagur upp í 2400 skákstig sem viðmið aðþjóðlegs skákmeistara. Liðsmenn Fjölnis eru aldeilis að gera það gott í skákinni því fyrir stuttu vann Sigurbjörn J. Björnsson félagi Dags hjá Fjölni öruggan sigur á meistaramóti Reykjavíkur og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2020.
Nýr formaður knattspyrnudeildar
Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldinn í Egilshöll mánudaginn 17. febrúar sl.
Kolbeinn Kristinsson er nýr formaður knattspyrnudeildar og þá var jafnframt mynduð ný stjórn.
Níu einstaklingar auk Kolbeins voru í framboði til stjórnar; Kári Arnórsson, Geir Kristinsson, Marinó Þór Jakobsson, Steindór Birgisson, Hjörleifur Þórðarson, Jóhann Rafn Hilmarsson, Ívar Björnsson, Jósep Grímsson og Trausti Harðarson.
Þessir aðilar skipa því stjórn knattspyrnudeildar 2020-2021
Við viljum nota tækifærið og hvetja alla Grafarvogsbúa og Fjölnisfólk til að sýna félaginu áhuga í orði og verki. Allt frá iðkun barna sinna upp í afreksstarfið í meistaraflokkunum auk annarra almennra viðburða á vegum félagsins.
Þá vill félagið þakka fráfarandi stjórnarmönnum kærlega fyrir sín störf og þá sérstaklega þeim Árna Hermannssyni og Kristjáni Einarssyni fyrir ómetanlega og óeigingjarna vinnu undanfarin áratug eða svo í þágu félagsins.
#FélagiðOkkar
Aðalfundur Fjölnis
Aðalfundur Fjölnis fer fram mánudaginn 9.mars kl. 18:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Aðalfundir deilda félagsins
Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:
10.02.2020 kl. 18:00 - Listskautadeild (Egilshöll)
10.02.2020 kl. 21:00 - Frjálsíþróttadeild (Egilshöll)
12.02.2020 kl. 20:00 - Íshokkídeild (Egilshöll)
13.02.2020 kl. 19:30 - Tennisdeild (Tennishöllin)
17.02.2020 kl. 18:00 - Knattspyrnudeild (Egilshöll)
18.02.2020 kl. 18:00 - Skákdeild (Egilshöll)
19.02.2020 kl. 18:00 - Fimleikadeild (Egilshöll)
19.02.2020 kl. 20:00 - Karatedeild (Egilshöll)
20.02.2020 kl. 18:00 - Sunddeild (Egilshöll)
20.02.2020 kl. 20:00 - Handknattleiksdeild (Egilshöll)
25.02.2020 kl. 20:00 - Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Vinningaskrá happdrættis
Vinningaskrá happdrættis þorrablóts Grafarvogs 2020 má finna í meðfylgjandi skjali og myndum
Samstarfssamningur Fjölnis og Byko
Fjölnir og BYKO gera með sér samstarfssamning þar sem tilgangurinn er að styðja við barna- og unglingastarf körfuknattleiksdeildar Fjölnis og styðja þannig samfélag yngri iðkenda með ábyrgum hætti. BYKO vill með samningi þessum ýta undir og styðja við hreyfingu barna og afreksstarf félagins. Það er Fjölni mikið gleðiefni að hefja samstarf með öflugu og traustu fyrirtæki á næstu árum. Við hvetjum okkar félagsmenn að skipta við öll þau frábæru fyrirtæki sem styðja við öflugt íþrótta- og lýðheilsustarf fyrir allan aldur.
Á myndinni eru Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri BYKO og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis.
#FélagiðOkkar
Örugg og einföld viðskipti í vefsölu Fjölnis
Fjölnir Pei er ný greiðslulausn sem veitir þér 14 daga greiðslufrest og færi á að dreifa greiðslunum í allt að 48 mánuði.
Öruggari leið til að versla á netinu.
Sæktu appið hér og fáðu frekari upplýsingar https://pei.is/#.
Þorrablótið og helstu upplýsingar
Nú styttist heldur betur í þorrablót Grafarvogs sem haldið er í Fjölnishöll laugardaginn 25.janúar.
Við viljum tryggja að allar helstu upplýsingar liggi fyrir með góðum fyrirvara og hvetjum ykkur til að deila þessu með vinum og vandamönnum sem sitja á sama borði og þið.
–> Veislustjóri verður brekkusöngsmeistarinn INGÓ.
kl. 18:30 – Húsið opnar
kl. 19:15 – Margrét Eir mætir á svæðið og spilar létt lög
kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti – MÆTA TÍMANLEGA – VINAHÓPARNIR Í MYNDATÖKU FYRIR MAT
kl. 20:01 Intró
kl. 20:05 Þorrablótsnefnd opnar partíið
kl. 20:40 – Borðhald hefst
Kl. 21:30 Keyrum dagskránna í gang
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti, geggjaðir söngvarar og leynigestur trylla mannskapinn með sínum bestu slögurum)
kl. 02:00 – Blóti lýkur
Við minnum á BOND þemað okkar.