Örugg og einföld viðskipti í vefsölu Fjölnis

Fjölnir Pei er ný greiðslulausn sem veitir þér 14 daga greiðslufrest og færi á að dreifa greiðslunum í allt að 48 mánuði.

Öruggari leið til að versla á netinu.

Sæktu appið hér og fáðu frekari upplýsingar https://pei.is/#.


Þorrablótið og helstu upplýsingar

Nú styttist heldur betur í þorrablót Grafarvogs sem haldið er í Fjölnishöll laugardaginn 25.janúar.

Við viljum tryggja að allar helstu upplýsingar liggi fyrir með góðum fyrirvara og hvetjum ykkur til að deila þessu með vinum og vandamönnum sem sitja á sama borði og þið.

–> Veislustjóri verður brekkusöngsmeistarinn INGÓ.

kl. 18:30 – Húsið opnar

kl. 19:15 – Margrét Eir mætir á svæðið og spilar létt lög

kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti – MÆTA TÍMANLEGA – VINAHÓPARNIR Í MYNDATÖKU FYRIR MAT

kl. 20:01 Intró

kl. 20:05 Þorrablótsnefnd opnar partíið

kl. 20:40 – Borðhald hefst

Kl. 21:30 Keyrum dagskránna í gang

kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti, geggjaðir söngvarar og leynigestur trylla mannskapinn með sínum bestu slögurum)

kl. 02:00 – Blóti lýkur

Við minnum á BOND þemað okkar. 


Æfingar falla niður í Fjölnishöll

Allar æfingar falla niður í Fjölnishöll vegna þorrablótsins, föstudaginn 24.janúar og laugardaginn 25.janúar.

Æfingar geta hafist að nýju eftir hádegi sunnudaginn 26.janúar


Frábært Skólamót Fjölnis í handbolta

Skólamót Fjölnis í handbolta fór fram í gær og segja má að það hafi slegið í gegn. Tæplega 300 krakkar úr öllum skólum Grafarvogs komu, skemmtu sér og spiluðu í Fjölnishöllinni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Skólamót Fjölnis fer fram í softball-formi þar sem skemmtanagildið er haft í hávegum. Það er klárt mál að um árlegan viðburð verður að ræða héðan af.

Handknattleiksdeild Fjölnis langar að þakka þessum frábæru krökkum sem komu og voru sér og sínum til mikillar sóma. Enn fremur langar Fjölni að þakka þessum drífandi íþróttakennurum í skólunum sem mættu með liðin úr skólunum.

Búningaverðlaun voru afhend í mótslok og voru þau lið leyst út með Huppuís. Sigurvegari Skólamóts Fjölnis 2020 var síðan Vættaskóli.

Öllum krökkum er boðið að prófa handboltann í Fjölni sér að kostnaðarlausu næstu daga og vonum við að sem flestir nýti sér það !

Áfram Fjölnir og áfram handbolti !

#FélagiðOkkar


Getraunakaffið fer aftur af stað

Nýr hópaleikur í hinu margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 11. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 7. mars á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.

Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.

Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum.

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.

Við ætlum að vera með 9 vikna hópleik þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589

Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is – einfalt og þægilegt.

Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/

Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!

#FélagiðOkkar


Lengri opnunartími

Dagana 6. og 7.janúar mun skrifstofan lengja opnunartímann til kl. 18:00.

Arnór og Fríða munu aðstoða foreldra og forráðamenn við skráningar í félagið.

Við hvetjum einnig þá sem eiga eftir að ná í miða á þorrablótið að klára það á þessum tíma.

#FélagiðOkkar


Íþróttaskóli Fjölnis

Nú fer að líða að því að við byrjum aftur í íþróttaskólanum eftir jólafrí og verður fyrsta æfingin okkar laugardaginn 11.janúar.
Við ætlum að færa okkur um set og verða æfingarnar á þessu tímabili í Dalhúsum (íþróttahúsið við sundlaug Grafarvogs) á laugardögum frá kl. 09:00-09:50.
Búið er að opna fyrir skráningar inná fjolnir.felog.is.
Æfingatímabilið er frá 11.janúar til 9.maí (Æfingar falla niður 21.mars og 11.apríl vegna viðburða í húsinu).
Verð fyrir vorönnina er 17.900 kr. og fá allir krakkar sem skrá sig Fjölnisbol 🙂
Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Facebook: https://www.facebook.com/groups/155622881806764/

Fjölniskveðja,
Ester Alda og Guðrún Jóna


Íþróttafólk ársins

Íþróttafólk Fjölnis árið 2019 var heiðrað í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í fimleikasalnum.

Íþróttakarl Fjölnis 2019

Úlfar Jón Andrésson (íshokkídeild) er leikmaður meistaraflokks karla. Hann skilar alltaf gríðarlega góðum árangri í leikjum og hefur átt stóran þátt í því að koma íshokkíliði meistaraflokks karla efst í sinni deild á þessum vetri. Hann hefur í mörg ár verið valinn í landslið karla í íshokkí þar sem hann hefur ávallt átt stórt hlutverk í árangri liðsins. Úlfar hefur ekki látið sitt eftir liggja við að miðla af reynslu sinni til yngri kynslóðarinnar. Hann hefur í gegnum tíðina þjálfað yngri leikmenn og unnið á leikjum þeirra í sjálfboðavinu. Úlfar Jón er góð fyrirmynd allra íþróttamanna og okkar hinna í daglegu lífi. Liðsfélagi Úlfars tók á móti verðlaununum í fjarveru hans.

Íþróttakona Fjölnis 2019

Eygló Ósk Gústafsdóttir (sunddeild) hefur verið afrekskona í sundi frá 13 ára aldri og hefur meðal annars keppt á tveimur Ólympíuleikum og verið valin Íþróttakona ársins árið 2015. Hún hefur náð stórkostlegum árangri í baksundum á heimsvísu, hún stefnir á að verða aftur í topp 8 í Evrópu og ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Japan á næsta ári. Nýlega var Eygló Ósk valin Sundkona Íslands árið 2019.

Fjölnismaður ársins 2019

Hjónin Lilja Björk Ólafsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson hlauparar í hlaupahóp Fjölnis. Þessi dugnaðarhjón tilheyra hópi fárra í heiminum sem klárað hafa sex stærstu marþon í heimi. Þau eru elst íslenskra hjóna sem það hafa afrekað. Hjónin, sem eru á sjötugsaldri, byrjuðu að hlaupa um fertugt og eru hvergi nærri hætt. Í Grafarvogi ólu þau upp börn sín fjögur og þegar þau voru að nálgast fertugt gafst loks tími fyrir áhugamál. Um leið og ungarnir voru flognir úr hreiðrinu reimuðu þau á sig hlaupaskóna og héldu af stað. Þau höfðu þá aldrei stundað hlaup en byrjuðu strax í hlaupahópi Grafarvogs, sem heitir nú hlaupahópur Fjölnis. Það var árið 1995 og hafa þau hlaupið meira og minna síðan.

Þau fundu sig vel í hlaupinu og áður en varði lá leiðin í maraþon. Það átti eftir að vinda upp á sig svo um munar. Sex stærstu hlaup heims eru í London, New York, Boston, Berlín, Tokýó og Chicago og hafa þau hjón klárað þau öll. „Þessi hlaup eru fjöl­menn­ust og það var ein­hver sem bjó til klúbb fyr­ir fólk sem hef­ur klárað öll þessi hlaup,“ segir hann en klúbburinn heitir Abbott World Marathon Majors og má finna þar rúmlega þrjátíu Íslendinga. Aðeins sex þúsund manns í heiminum geta státað af að hafa klárað öll þessi stærstu hlaup heims. Líklega eru fá hjón á sjötugsaldri í þeim hópi og eru þau Lilja og Guðmundur elst íslenskra hjóna sem það hafa afrekað.

Þau hjón eru líka óþreytandi við að hjálpa til á mótum eða annað sem frjálsíþróttadeildin leitar til þeirra eftir aðstoð með.

Íþróttafólk ársins (íþróttakarl- og kona) verður heiðrað við hátíðlega athöfn föstudaginn 27.desember kl. 17:30 í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll. Eins og undanfarin tvö ár eru íþróttakarl og kona valin af aðalstjórn.

Við munum einnig heiðra Fjölnismann ársins sem valinn er af aðalstjórn, ásamt því að kynna val á íþróttafólki deilda.

Tilnefningar deildanna:

Knattspyrnudeild: Hans Viktor Guðmundsson og Hlín Heiðarsdóttir.

Listskautadeild: Júlía Sylvía Gunnardóttir.

Sunddeild: Eygló Ósk Gústafsdóttir og Kristinn Þórarinsson.

Frjálsíþróttadeild: Vilhelmína Þór Óskarsdóttir og Daði Arnarson.

Karatedeild: Eydís Magnea Friðriksdóttir og Gabríel Sigurður Pálmason.

Körfuknattleiksdeild: Róbert Sigurðsson og Fanney Ragnarsdóttir.

Tennisdeild: Eygló Dís Ármannsdóttir og Teitur Ólafur Marshall.

Fimleikadeild: Sigurður Ari Stefánsson og Kristín Sara Stefánsdóttir.

Handknattleiksdeild: Breki Dagsson og Karen Birna Aradóttir.

Íshokkídeild: Úlfar Jón Andrésson og Unnur María Helgadóttir.

Skákdeild: Dagur Ragnarsson og Hrund Hauksdóttir.

Deildir eru beðnar að sjá til þess að einstaklingar innan þeirra raða mæti.

Við hvetjum alla Fjölnismenn og Grafarvogsbúa að fjölmenna og heiðra íþróttafólkið okkar fyrir frábæran árangur á árinu. Hófið er opið öllum.

Léttar kaffiveitingar í boði.

Þetta er í 30. sinn sem valið fer fram. Í fyrra voru þau Hera Björk Brynjarsdóttir tennisdeild og Kristinn Þórarinsson sunddeild valin íþróttafólk ársins og hópurinn í kringum getraunakaffið var valinn Fjölnismaður ársins.

#FélagiðOkkar

Kíktu á viðburðinn okkar á Facebook.


Fjölnir stofnar þríþrautarhóp

Hjólreiðafélag Reykjavíkur, sunddeild Fjölnis og frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa tekið höndum saman og sett upp æfingaplan fyrir þá sem hafa áhuga á því að stunda þessar þrjár íþróttir samhliða.

Hvort heldur sem þig langar að koma þér í gott form, vera hluti af skemmtilegum æfingahópi, taka þátt í Landvættum eða einhvers konar þríþraut þá er þetta eitthvað fyrir þig!

Þaulreyndir þjálfarar taka á móti þér í hverri grein fyrir sig og við setjum okkur markmið saman. Skref fyrir skref náum við svo markmiðunum. Sendu okkur línu á trihfrogfjolnis@gmail.com eða skráðu þig bara og mættu!

Við byrjum á 4 vikna sundnámskeiði mánudaginn 6.janúar 2020. Námskeiðið kostar 15.000 kr, en ef þú heldur áfram í þríþrautarhópnum, þá ganga 10.000 kr upp í félagsgjaldið. Námskeiðið fer fram á ensku.
Athugið að sundnámskeiðið er kennt á mánudögum og föstudögum kl. 19-20 í Grafarvogslaug.

Verð fyrir janúar til júní 2020 er 30.000 kr. Skráningar opna 1.janúar á https://fjolnir.felog.is/ og mættu í fyrsta tímann mánudaginn 6.janúar.

Hlökkum til að sjá þig!


Jólaball Fjölnis

Jólaball Fjölnis verður haldið föstudaginn 27.desember frá kl. 16:00-17:00 í Íssalnum í Egilshöll (3.hæð).

Jólasveinar kíkja í heimsókn og gefa öllum börnum glaðning.

Jólaband Fjölnis spilar falleg lög í tilefni jólanna.

Aðgangseyrir kr. 500 fyrir börn, frítt fyrir fullorðna.

Miðasala HÉR.

#FélagiðOkkar

Kíktu á viðburðinn okkar á Facebook