Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu – Fjölnir – KH, 5:1

Fjölnir – KH, 5:1

Síðasti leikur tímabilsins byrjaði rólega hjá Fjölniskonum  og leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það tók liðið okkar yfir leikinn og skoraði 2 mörk í fyrri hálfleik. Liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði snemma mark. Við héldum andstæðingunum á þeirra vallarhelmingi og vorum nálægt fjórða markinu en í staðinn tókst KH að byggja upp skyndisókn og skora mark. Við brugðumst vel við þessari áskorun og náðum að bæta við 2 mörkum til viðbótar.

Jákvæður endir á löngu og erfiðu tímabili fyrir liðið.

Við viljum þakka stelpunum úr 5 flokkunum okkar og sjálfboðaliðum fyrir hjálpina í kringum leikinn. Einnig viljum við þakka fyrir góðan og jákvæðan stuðning úr stúkunni.

Markaskorarar:

Emilia Lind Atladóttir – 2 mörk

Harpa Sól Sigurðardóttir – 2 mörk

Ester Lilja Harðardóttir – 1 mark