Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram á dögunum í Keiluhöllinni.
Í lok hvers árs viðurkennir félagið framúrskarandi árangur karla og kvenna í öllum deildum. Einnig voru útnefnd Íþróttakarl Fjölnis, Íþróttakona Fjölnis og Fjölnismaður ársins úr hópi öflugra sjálfboðaliða félagsins.
Íþróttakarl ársins kemur úr skákdeild Fjölnis:
Dagur Ragnarsson
Dagur hefur verið mjög sigursæll á árinu og er ma. Skákmeistari Reykjavíkur 2024. Hann var einnig í skáksveit Fjölnis varð Íslandsmeistari skákfélaga árið 2024 í fyrsta sinn á 20 ára afmælisári.
Íþróttakona ársins er úr listhlaupadeild:
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir
Júlía Sylvía hefur verið að færa sig yfir í parakeppni og hefur þar öðlast keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu fyrst íslenskra skautara ásamt Manuel Piazza. Fyrr á árinu sigraði hún Senior Women flokkinn á RIG og var fyrst Íslendinga til að fá gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti í listskautum. Í febrúar tók Júlía þátt í Norðurlandamótinu og endaði á því að fá hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti.
Fjölnismaður ársins er:
Baldvin Örn Berndsen
Baldvin hefur verið mjög öflugur liðsmaður Fjölnis um langt árabil. Hann hefur sett mestan sinn tíma í knattspyrnudeildinna þar sem fáir viðburðir fara framhjá honum með myndavélina á lofti. En hann hefir líka verið öflugur í að mæta á stærri viðburði félagsins og er ómetanlegur í að skrá sögu félagsins.
Það var einnig skemmtileg tilvíljun að sonur hans og nafni var valinn knattspyrnumaður Fjölnis 2024.
Hér eru íþróttamenn hverrar deildar, tilnefnd af deildunum sjálfum:
Fimleikadeild:
Natalía Tunjeera og Elio Mar Rebora
Frjálsíþróttadeild:
Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson
Handknattleiksdeild:
Telma Sól Bogadóttir og Björgvin Páll Rúnarsson
Íshokkídeild:
Hilma Bóel Bergsdóttir og Viggó Hlynsson
Karate:
Sunna Rut Guðlaugardóttir og Gabríel Sigurður Pálmason
Knattspyrnudeild:
Hrafnhildur Árnadóttir og Baldvin Þór Berndsen
Körfuknattleiksdeild:
Stefanía Ósk Ólafsdóttir og Rafn Kristjánsson
Listskautadeild:
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza
Skákdeild:
Emilía Embla B. Berglindardóttir og Dagur Ragnarsson
Tennisdeild:
Bryndís Rósa Armesto Nuevo og Daniel Pozo