Sex ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis í unglingalandsliðið

Sex ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa verið valin í Unglingalandslið Frjálsíþróttasambands Íslands en þangað eru valin þau 15-19 ára ungmenni sem hafa náð tilskildum lágmörkum.

Unglingalandsliðfólkið okkar er:

Unnur Birna Unnsteinsdóttir, 15 ára – hástökk

Guðrún Ásgeirsdóttir, 16 ára – kringlukast

Christina Alba Marcus Hafliðadóttir, 17 ára – langstökk  

Kjartan Óli Bjarnason, 17 ára – 400m

Pétur Óli Ágústsson, 17 ára – 100m, 200m, 400m og 400m grindahlaup

Grétar Björn Unnsteinsson, 18 ára – stangarstökk

Fjölnir óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn!

Þið eruð frábær <3