Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla í körfubolta
Risafréttir úr Grafarvoginum!
Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla Fjölnis í körfubolta.
Fjölnir Karfa hefur ráðið Baldur Má Stefánsson sem þjálfara meistaraflokks karla út tímabilið. Baldur Már hefur síðustu tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR ásamt því að hafa stýrt drengja- og unglingaflokki ÍR.
Áður en Baldur gekk til liðs við ÍR starfaði hann hjá okkur í Fjölni sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í tvö ár sem og stýra drengja- og unglingaflokki okkar með góðum árangri.
Að auki hefur Baldur komið víða við í þjálfun, þar á meðal hjá Stjörnunni og Breiðablik síðustu ár, sem og starfað sem aðstoðarþjálfari hjá yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og unnið með ungum og efnilegum leikmannahópum.
,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ég átti tvö frábær ár hérna í Grafarvoginum og líður mjög vel að koma aftur inn í Dalhús. Þetta er skemmtilegur leikmannahópur og ég hlakka mikið til að hefjast handa og byrja að vinna með þessum strákum,“ sagði Baldur við tilefnið.
Við bjóðum Baldur Má velkominn á ný í Grafarvoginn!
Að auki hefur Baldur komið víða við í þjálfun, þar á meðal hjá Stjörnunni og Breiðablik síðustu ár, sem og starfað sem aðstoðarþjálfari hjá yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og unnið með ungum og efnilegum leikmannahópum.
,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ég átti tvö frábær ár hérna í Grafarvoginum og líður mjög vel að koma aftur inn í Dalhús. Þetta er skemmtilegur leikmannahópur og ég hlakka mikið til að hefjast handa og byrja að vinna með þessum strákum,“ sagði Baldur við tilefnið.
Við bjóðum Baldur Má velkominn á ný í Grafarvoginn!
KKD Fjölnis